Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1983, Page 10

Víkurfréttir - 11.08.1983, Page 10
Fimmtudagur 11. ágúst 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717. Heima er best: „Þetta skeði allt svo snöggt“ Fæddi stúlkubarn í heimahúsi. - Amman tók á móti. Ættliöirnir þrir, frá v.: Gauja Magnúsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir og sú nýfædda. Það heyrir til tíðinda ef fæðingar fara fram í heima- húsum nú á tímum. Slíkt at- vik átti sér þó stað sl. föstu- dagsmorgun kl. 5.15, er 28 ára gömul keflvísk móöir, Sigrún Kjartansdóttir, fæddi stúlkubarn á heimili foreldra sinna í Keflavík, og amman, Gauja Magnús- dóttir, tók á móti barninu. „Þetta var það eina sem viö gátum gert, að leyfa henni að fæöast, hún var sennilega oröin óþolin- móð,“ sagöi Gauja. Auk þeirra var eiginmaður Sig- rúnar, Jóhannes Guð- mundsson, viöstaddurfæö- inguna. „Þetta skeði allt svo snöggt," sagði Sigrún. „Ég vaknaöi allt ( einu og fann að eitthvað var aö ske, fór fram til mömmu og bað hana að hjálpa mér til aö gera mig kláraaöfaraáspít- alann. Ég varð síðan aö leggjast í rúmið strax aftur og kallaði aftur á mömmu til aö koma og hjálpa mér við fæöinguna, því ekki gátum við látiö barniö biöa eftir sjúkrabílnum sem þá var á leiöinni, en það var hringt strax í hann. Þegar hann kom tók Ijósmóðirin við, en mamma var þegar búin að skilja á milli." „Þegar maöur á sjálfur í hlut þá er þetta meira gam- an, þó svo að þetta hafi frek- veriö frekar óvænt," sagði faöirinn, Jóhannes Guð- mundsson. Var þetta þriðja barn þeirra hjóna, alltstelp- ur. Barniö vó 3780 g og mældist einir 50 cm á lengd- ina. Sigrún og Jóhannes búa nú á Raufarhöfn, en Sigrún útskrifast af Sjúkrahúsinu (Keflavík í dag og halda þau hjónakornin norður á morgun, þar sem sólin er, þiö vitiö. - pket. Njarðvíkurbær: Kemur kostnaði af sér yfir á litlu byggðarlögin Sveitarfélögin sum hver hafa mikið kvartaö yfir minni tekjum að undan- förnu, og hafa þau því brugðist viö því með ýmsu móti. Aðferðsú sem þeir hjá Njarðvíkurbæ eru nú um það bil að fá ( gegn varð- andi skiptingu rekstrar- kostnaöar vegna Bruna- varna Suöurnesja, eru þó sennilega einsdæmi. Þetta fyrirtæki er eitt þeirra sem forráöamenn sveitarfélaga á Suöurnesj- um benda á varðandi sam- vinnu um rekstur á. Stóru sveitarfélögin hafa yfirleitt greitt mestan hluta kostn- aöar varöandi samvinnuna, sem síðan hefur komið þeim minni til góða. B.S. er þó eina fyrirtækiö sem ekki er í eigu allra sveit- arfélaganna, því Grindavfk og Sandgerði reka sjálf slökkvilið. Skipting rekstr- arkostnaðar hefur veriö reiknuð út fra matsveröi þeirra eigna sem er í hverju byggöarlagi fyrir sig, enda eölilegasta leiðin þegar veriö er að ræða um öflugar brunavarnir. Njarðvíkurbær sá sér hins vegar leik á borði með aö fá þessu breytt yfir á höfða- tölu, sem myndi þýöa það, að hlutur þeirra færi úr 27% niöur í 20%, en meiri hluti af þessum mismun færist yfir á Garð, Vatnsleysustrand- arhrepp og Hafnir. En fyrir Keflavík skiptir þetta litlu. Hefur breyting þessi Bygging sundlaugar í Sandgeröi: Framkvæmdir hafa tafist en mun líklega Ijúka í næsta mánuði un ( þessum mánuöi. Fram- kvæmdir hafa tafist nokkuö vegna veðurs, þar sem upp- setning laugarinnar getur aöeins farið fram í þurru veöri. Einnig taföist af- greiðslufresturinn á hinum ýmsu tækjum sem nota þarf. Aö sögn Ólafs Óskars- sonar á hrepsskrifstofunni í Sandgeröi, eru þó góöar lík- ur á því aö sundlaugin veröi tekin ( notkun ( september n.k. Er hér um að ræöa laug aö stærö 16x8 m, en auk þess veröa tveir heitir pottar sem veröa meö svokölluöu ólgukerfi, sem er nokkurs konar nuddkerfi og er oröiö víða mjög vinsælt. - pket. Undanfarna mánuöi sundlaugar í Sandgerði og hefur staðið yfir bygging | til stóö aö taka hana í notk- hlotið afgreiðslu í flestum sveitarstjórnunum, sem er í raun hálf furðulegt, því út- kallatíöni ( Njarðvik er mun hærri en í litlu byggöarlög- unum, auk þess sem verð- mætabjörgunin er oftast mun hærri þar. En þetta er aðeins eitt dæmi um sam- vinnu í orði en ekki á borði. epj. 3 árekstrar á mánudag Það var nóg að gera hjá lögreglunni í Keflavík sl. mánudag. 3 árekstrar voru þann dag og er það mjög óvenjulegt á þessum tíma árs. Hvort sem þaö hefur verið helgin sem hefursetið í mönnum, eða móðan í bíl- rúðunum, skal ósagt látið. Arekstrar frá áramótum eru nú orönir 310. - pket. Gott samstarf slökkviliða Stjórn Brunavarna Suð- urnesja samþykkti á fundi sínum 27. júní sl., að lýsa yfir ánægju sinni yfir sam- starfi slökkviliða á Suður- nesjum, sem kom berlega í Ijós við slökkvistörf hjá Keflavík hf. nýverið. Jafn- framt þakkar stjórnin viö- komandi aðilum fyrir skjót viðbrögö. - epj. Næsta blað kemur út 18. ágúst. (---------------^ Spurningin: Hvernig líst þér á skattana? Guðleifur Sigurjónsson: „Spái ekki f þá, ergi mig ekki á því.“ Svanhildur Gunnarsdóttir: „Ekki ánægö, þeir eru of háir miðað mið tekjurnar, mun því kæra." Svelnn Númi Vilhjálmsson: „Ekki búinn aö fá þá, verða mjög hagstæöir." Jón Ólafur Jónsson: „Ég er mjög ánægður með það sem að mér snýr.“

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.