Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 18.08.1983, Blaðsíða 1
NÝBYGGING SPARISJÓÐSINS: Fokheld og fullfrágengin að utan fyrir haustið 1984 eru þeir mikiö notaðir og þá sérstaklega af heimavinn- andi húsmæðrum, ef koma þarf börnunum fyrir í stutt- an tíma að degi til. ( haust mun verða haldiö námskeið fyrir það fólk sem vinnur á þessum heimilum og einnig mun það verða ætlaö fyrir dagmömmur. Slíkt nám- skeið hefur einu sinni veriö haldið áður og þótti takast mjög vel. - pket. LEIKSKÓLAPLÁSS í KEFLAVÍK: 190 börn á biðlista Tjarnarlundur mun taka þriðjung þessa hóps alls 190 börn hafa leikskóla- pláss á þessum þremur stöðum og samt um 140 börn á biðlista. Á Garðaseli eru 44 börn meö heils dags pláss en 17 á Tjarnarseli. Eftirspurn eftir slíkum plássum er einnig töluverð, en forgangshópar, sem eru m.a. einstæöir foreldrar, ganga fyrir slíkum plássum. Auk þessara heimila eru starfræktir gæsluvellir og Skortur á leikskólaplássi fyrir börn er nú mikill i Kefla vík. 190 börn eru nú á bið- lista, en innan tíðar mun verða tekinn í notkun leik- skóli í húsi Tjarnarlundar við Tjarnargötu, sem mun gefa af sér 56 pláss, en það er aðeins um þriðjungur þeirra barna. Leikskólann við Tjarnar- götu átti að taka í notkun 1. ágúst, en ýmislegt hefur tafið framkvæmdirnar, þannig aö allar líkur eru á þvf aö nokkurra mánaöa töf veröi ennþá og svartsýn- ustu menn segja að það veröi okki fyrr en um næstu áramót. Hefur veöurfariö sett stórt strik í reikninginn, þannig að ekki hefur einu sinni veriö hægt að gera neitt aö ráði á lóðinni við húsiö. Ýmsar breytingar á húsinu frá því aö fyrsta áætlun var gerð, hefur einnig valdið þessari töf. Á lóöinni við Garðasel eiga framkvæmdir þær sem áætlað var aö gera aö vera lokið, þegar heimilið opnar að nýju eftir sumarfrí, en þaö mun veröa um næstu mánaðamót. Þarhefurrign- ingin einnig hamlað fram- kvæmdum. Á Garöaseli og Tjarnar- seli eru nú 134 börn (76 + 58) en eins og áður segir mun Tjarnarlundur geta tekið 56 börn, en þá munu Frá GarOaseli „Reynum aö láta þetta ekki bitna á möguleikum okkar til útlána,“ segir Tómas Tómasson, sparisjóösstjóri Vigtuðu þorsk sem kola - og misstu veiðileyfið í viku Tveir þeirra dragnóta- báta sem landa afla í Njarö- vík, misstu leyfi sin í eina viku fyrir skemmstu. Voru þetta bátarnir Reykjaborg RE 25 og Ægir Jóhanns- son ÞH 212, en sl. föstudag hófu þeir veiðar að nýju. Aö sögn Þórðar Eyþórs- sonar hjá Sjávarútvegs- ráðuneytinu, er gert ráð fyrir því í leyfisbréfinu, að ekki veröi meira en 15% af aflanum annað en koli (þ.e. koli verður að ná 85% afl- ans). Fari aörar fisktegund- ir upþ fyrir þessi 15% er afl- inn geröur upptækur skv. sérstökum lögum þar að lút- andi, um upptöku á ólög- legum sjávarafla. „Það er oft ekkert við þessu aö gera þegar mikil þorskgengd er á miðunum, eins og nú í upphafi veiði- tímabilsins, en síðan minnk ar þetta smátt og smátt fram eftir hausti. En í tilfellum þessara báta var málið svo- lítið annars eðlis, þaö kom í Ijós að þarna var þorskur í kolaaflanum vigtaður sem koli. Þess vegna voru þeir sviptir leyfi um vikutíma,“ sagöi Þórður. Annar þessara báta, Reykjaborg, réri þrátt fyrir banniö á mánudeginum, og sagöi Þórður að þar hefði ekki verið um brot að ræöa, þar sem hann reri út fyrir Faxaflóann, en þar haföi hann einnig leyfi, og þar fékk hann ágætis kolaafla. Dragnótabálamir Reykjaborg og Ægir Jóhannsson vió bryggju i Keflavlk. „Það ersamhelduráfangi fyrir þetta og næsta ár, að ganga frá húsinu fokheldu og fullfrágengnu að utan. Framkvæmdir hafa gengiö eftir áætlun, en við flýtum okkur hægt og látum þetta ekki bitna á möguleikum okkar til útlána til fólksins," sagði Tómas Tómasson sparisjóðsstjóri, í samtali við Víkur-fréttir. Eins og áður hefur komið fram er byggingin 2 hæöir ásamt risi og kjallara, en hver hæð er rúmlega 1000 fermetrar. Að sögn Tómas- ar var fyrst gert ráð fyrir í áætlun aö klára bygging- una á 5 árum, en eins og staðan er í dag mætti gera ráð fyrir aö flutt yrði inn tveim árum eftir að húsið er fokhelt, sem yrði þá að öllum líkindum árið 1986. „Þetta mun þó allt fara eftir stöðunni í peningamálun- um og í þjóöfélaginu al- mennt,“ sagði Tómas. Ekki alls fyrir löngu keypti Sparisjóöurinn hús Kaupfélags Suðurnesja í Njarövík, og mun veröa byggð önnur hæð ofan á húsið og einnig mun veröa gengið frá því að utan fyrir komandi haust. Ekki hefur veriö ákveðið hvenær það verður tekið í notkun, en að sögn Tómasar er orðið mjög þröngt um stofnunina í Njarðvík og nauösyn væri að það yrði sem fyrst. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.