Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 18.08.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 18. ágúst 1983 9 Frank Sinatra á Keflavíkurflugvelli Hinn frægi söngvari og leikari, Frank Sinatra, kom viö á Keflavíkurflugvelli sl. sunnudag, þar sem hann þurfti aö taka eldsneyti á einkaþotu sína. Staldraöi hann við í um þrjú kortér og aö sögn starfsmanna í flugstööinni, sem viö hann ræddu, lék karlinn á als oddi og ræddi um þann möguleika aö koma hingaö og syngja fyrir landsmenn. Hann hefur undanfariö verið að syngja á Norðurlöndum, bæöi í Danmörku og Svíþjóð, en í þessari ferð var hann aö koma frá Frakklandi og var á leið til Los Angeles. - pket. Frank Sinatra ásamt þrem starfsmönnum i flugstöðinni á Keflavikurflugvelli. F.v.: Magnús Valgeirs- son, Ólafur Höskuldsson, Sinatra, og Gunnar Már Eðvarósson. Handbolti - II. deild: Guðmundur Árni þjálfar 2. deildar lið Reynis rorci yerk/lœdl Sími 3003 Grófin 7 - 230 Keflavik Eigum fyrirliggjandi og smíðum pústkerfi í flestar tegundir bifreiða. Önnumst einnig uppsetningu. Sími 2760 Grófin 7 - 230 Keflavik • Bifreiðaverkstæði • Vélastillingar • Hjólastillingar • Bremsuborðaálímingar • Rennum bremsuskálar, ventla og sæti • Púströraviðgerðir • Allar almennar viðgerðir 2. deildar lið Reynis í handbolta er nú byrjað að æfa af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil, en eins og kunnugt er unnu Sandgerðingar sér rétt til þátttöku í 2. deild á kom- andi vetri á þriðja ári sínu í 3. deild. Guðmundur Árni Stef- ánsson þjálfaði liðið sl. 2 ár og mun gera einnig á kom- andi vetri. Undir hans stjórn hefur liðið æft nú frá því í lok júlí, en í byrjun septem- ber mun liðið taka þátt í Reykjanesmótinu og síðan byrjar íslandsmótið í lok sama mánaöar. Reynisliðið mun fá góð- an liðsstyrk, þar sem tveiraf sterkustu mönnum [BK-liðs ins hafa gengiðyfir. Eru það Ólafur Róbertsson mark- vörður og Snorri Jóhannes- son. Fleiri hafa mætt á æf- ingar og vitað er að nokkrir fleiri leikmenn ÍBK-liðsins hafa áhuga á aö ganga yfir í Reynis-liðið. - pket. Tommi kominn með leyfi Sl. föstudag veitti lög- reglustjórinn í Keflavík Tómasi A. Tómassyni leyfi til starfrækslu leiktækjasal- ar sem staðsettur er að Hafnargötu 54. Eins og fram kom (síöasta blaði var staönum lokaö á þriðjudaginn í síðustu viku þar sem formleg leyfi voru ekki fyrir hendi. Þvottaefnið sem þvær Að sögn fulltrúa lög- reglustjóra í Keflavík, mun þessi hraða afgreiðsla leyf- isins (en eins og fram kom í síðasta blaði þurfti Hall- grímur Arthursson að bíða í 2 mánuði eftir sams konar leyfi) hafa verið vegna þess að Tómas hafði veitinga- leyfi fyrir á staðnum. - pket. HEFUR ÞU FENGIÐ MIÐA? SDDDENESJAMEM Ykkar bakaií veröur meö i$jung á boö- stólnum í höTlinni þann 19 ágúst-4 sept.. dtagnarebakarí IDNSYNINGj^ Viö auglysmgagerö

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.