Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 25.08.1983, Blaðsíða 1
Umfang íslenskra Aöalverktaka á sl. ári: 750 millj. króna tekjur renna til Reykjavíkur meðan atvinnulífið hér drabbast niöur vegna fjársveltis [ síðasta Helgarpósti skrif aði Einar Páll Svavarsson mjög athyglisverða grein um Islenska Aðalverktaka sf. og kom þar fram, að tekjur fyrirtækisins námu 28 milljónum dollara á sl. ári, sem samsvarar um 750 milljónum ísl. króna. Á sama tíma námu tekjur Keflavíkurbæjar um 90 millj., og þó tekjur allra sveitarfélaganna á Suður- nesjum séu lagðar saman, eru þær samt töluvert minni en velta Aöalverktaka. En hvað veröur um þess- ar tekjur? Ekki renna þær hingað til Suðurnesja, nema í mjög litlum mæli. Jú, eitthvað af útsvarstekjum starfsmanna fara hingað, en af hagnaði er það aðeins hlutur fyrirtækisins ( Sjó- efnavinnslunni og sú upphæð sem lögð var inn I Sparisjóðinn til að dekka viðbyggingu við Sjúkrahús- ið og við höfum áður skýrt frá. Hagnaður fyrirtækisins undanfarin ár hefur svo til allur farið til Reykjavfkur, en þar hefur fyrirtækið byggt stórhýsi við Höföabakka. Hér syðra eiga þeir engin hús, ekki einu sinni þau sem hýsa starfsemina uppi á flugvelli, þvf þau eru f eigu Varnarliðsins. Fái þeir allar þær fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru á vegum Varnarliðsíns, munu tekjurnar aukast áfram og það stórlega, og því hlýtur sú staða að koma upp, að fyrirtækinu verði sett þau skilyrði aö þessum tekjum verði varið til at- vinnuuppbyggingar á Suðurnesjum, eða verði lagt hér inn svo hægt verði að lána það innan svæðis. Draumaland ÍA V. Já, þaö er draumur að vera með dáta. Stórhýsi ÍA V við Höfóabakka í Reykiavlk. Hingað hefur dollara- gróðinn runnið í stifum straumum undanfarin ár, meðan atvinnu- llf Suðurnesiamanna drabbast niður vegna fiársveltis. Nóg framboö af lóðum í Keflavík Að sögn Steinars Geirdal byggingafulltrúa, eru lóða- mál nú almennt mjög góð, því á boðstólum eru lóðir undir flestar tegundir af byggingum, hvort sem um er að ræöa íbúðir eða iðn- aðarhús. Enda er mikið af húsum í byggingu, þó byggingar- hraöi sé kannski frekar hægurog róleguryfirheild- Nýbygging við óðinsvelli ina. Nú eru nokkrar stærri byggingar í gangi, s.s. Heilsugæslan, sem er langt komin, verslunarhús Bygg- ingaverktaka viö Hafnar- götu er fokhelt, hús Spari- sjóðsins þýtur upp, en hér er á feröinni mikið og stórt hús sem setur myndarlegan svip á bæinn. Þá er eitt stærsta iðnaöar- hús sem byggt hefur verið í Keflavfk orðið fokhelt. Er hér um aö ræöa hús Raf- magnsverktaka viö löavelli. Varðandiönnurhús eru það aðallega hús aldraðra við Suðurgötu sem eru aö verða fokheld, en Iftið ann- að af stórbyggingum fyrir- hugaö, ef frá er talin stækk- un sjúkrahússins, sagöi Steinar að lokum. - epj. Að vfsu hefur tvisvar verið gerð tilraun til að koma af stað f gegnum Alþingi, stofnun Framkvæmdasjóðs Suðurnesja, þar sem megin tekjulindin yrði sérstakur skattur af fyrirtækjum á flugvellinum. En þetta mát hef ur alltaf dagaö uppi á Al- þingi, enda höfum viö ekki haft þar þá málsverjendur Framh. á 10. aifiu Hið glœsilega verslunar- og skrifatofuhús Byggingaverktaka við Hafnargötu. Iðnaðarhúsnæði Rafmagnsverktaka við Iðavelli.-annaðdæmium það sem má gera hér niður frá. Framkvæmdir í Njarö vík með minnsta móti Framkvæmdir ( Njarövík hafa verið meö minnsta móti á þessu ári. Ástæðan er sú að framkvæmdafé bæjarins var innan við 13% af heildar tekjum og að krónutölu svipað og árið 1982, en verðbólgan langt umfram það sem reiknaö var með. Helstu framkvæmdir hafa veríð að leggja tengivegi að verslunarhúsum Kaupfé- lagsins og Hagkaups, ræktuö hafa verið upp svæði til nota fyrir tjald- búðir á landsmóti UMFl 1984, nokkurt átak hefur verið gert (aö lagfæra opin svæði f bænum og einnig hefur verið unnið að ýmsu viðhaldi ( gatnakerfinu og ýmsum stofnunum f bæn- um. Lítillegahefurveriðunnið við dagheimiliö ( Innri- Njarðvfk, en Ijóst er að fjármagn vantar tíl að Ijúka þvf. Bærinn hefur lítillega styrkt þær framkvæmdir sem unnið er að við endur- bætur kirkjunnar ( l-Njarö- vík, og er vonast til að f ram- kvæmdum Ijúki við að undirbyggja turn kirkjunn- ar og þak. Nú er unniö að endurbót- um vatnsveitu ( iönaöar- hverfinu á Fitjasvæði. Lftiö hefur verið um aö byrjað sé á nýbyggingum hjá einstaklingum, en töluvert unnið að fullnaðar- frágangi fbúöarhúsa. Unnið er af krafti við íbúðir aldr- aðra sem bæjarfélagið hefur forgöngu um að byggja. Gert er ráö fyrir að lokið veröi viö að gera húsið fokhelt og frágengið að utan um miðjan nóvember. ( húsinu verða átta einstakl- ings- og hjónaibúðir. - aks. Ljót aökoma Þaö var liót aðkoma sem blasti við mönnum viö skreiöarhjallana ( Grinda- víkurhrauni f siðustu viku. Hafði ein rolla og lamb fest sig (neti sem lá viðtrönurn- ar, og soltið til bana. Mörg fyrirtæki hór á Suð- urnesjum eiga skreiðar- hjalla á þessu svæði og hafa eigendur þeirra sett upp net á hjallana til að vargurinn færi ekki f fiskinn. ( þessu tilviki lágu netin á jörðinni þar sem ekki hafði verið gengiö frá þeim, með fyrr- greindum afleiðingum. Eru þaö vinsamleg tilmæli til fyrirtækja sem þarna eiga skreiðarhjalla, að ganga betur frá þessum netum svo svona atvik komi ekki fyrir aftur. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.