Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 25.08.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 25. ágúst 1983 VÍKUR-fréttir sem skyldi i þessum efnum. En það eru fleiri fyrirtæki en ÍAV sem græða á flug- vellinum og fara meö gróð- ann til Reykjavíkur. Má þar nefna Flugleiöir, Olíufélag- ið, Fríhöfnina, P. Árnason & Proppé og Islenska pökk- unarfélagið, svo eitthvaö sé nefnt. Suðurnesjamenn, stönd- um nú saman og reynum að snúa þessum málum inn á rétta braut, vinnum saman hvar í flokki sem við erum. Meöan dollaragróðinn er fyrir hendi á hann að nýtast innan svæöis en ekki utan. Þaö er hægt, sjáiö t.d. hvaö Keflavíkurverktakar hafa gert. Þeir hafa byggt upp fyrirtæki og atvinnuhús- næöi hér niðurfrá og eiga þakkir skilið fyrir, en þetta geta hinir líka gert. Atvinnu- lífinu hér veitir ekki af fjár- magninu, ef þaö á aö geta þróast áfram. - epj. Kári Tryggvason og Irú gefa ráðleggingar varðandi innróttingar (rá Trósmiðju Keliavikur. l'búð fyrir þjálfara Okkur vantar 2-3ja herb. íbúð til leigu fyrir þjálfara. Upplýsingar í síma 3542. Körfuknattlelksráö ÍBK hf glugga og hurðaverksmiðja NJARÐVÍK - SlMI 1601 Reytingsafli hjá trollbátum Frá Sandgerði hafa tveir bátar af stærri geröinni haf- iö línuveiöar og tvær trillur. Rær stærri báturinn meö tvær setningar en hinir með eina, aö sögn Jóns Júlíus- sonar á hafnarvigtinni í Sandgerði. Hafa aflabrögð- in verið léleg eða mest 6,5 tonn í róðri hjá þeim stærsta í fyrri túrnum, en þegar við töluöum viö Jón sl. mánu- dag sagöi hann að í síöari túrnum hefði aflinn aðeins veriö um 3 tonn. Hjá trollbátunum var afli hins vegar góöur reytingur nú fyrir síðustu helgi, eða 22-34 tonn eftir 3-4 daga. Var aflasamsetningin góö en annar trollbátanna var t.d. meö16,5tonnaf þorski í þessari veiðiferð, en restin var ýsa, ufsi og karfi. Enginn netabátur var byrjaöur róöra frá Sand- gerði, fyrir utan þann sem var i Bugtinni og landaði i Keflavík. - epj. Myndir frá Iðnsýninunni 1983 Sjá fleiri myndir á bls. 5 Vinnuslys á Keflavíkur- flugvelli Á miövlkudag í síðustu viku varð vinnuslys á Kefla- vikurflugvelli viö byggingu nýju kjarnorkuvöröu flug- skýlanna. Hrundi vinnupall- ur og féll maður sem á honum var til jarðar. Var falliö um 4 metrar. Var í fyrstu óttast að hann væri mikiö slasaöur og því var fenginn sjúkrabill úr Keflavík til að flytja hann á Sjúkrahúsið i Keflavík, en viö rannsókn reyndist hann minna slasaður en óttast haföi verið. Hann hafði þó skorist á höfði og m.a. gengiö úr axlarlið. Vinnueftirlitiö og örygg- isverðir hjá (slenskum Aöal- verktökum voru kvaddir á staðinn til að kanna orsakir slyssins, þ.e. hvað hafi or- sakaö það að vinnupallur- inn féll. - epj. 750 MILLJÓN KRÓNA TEKJUR Framh. af 1. síöu Nammmmm, hún er góð þessi iðnsýning . . . Feðgarnir Hákon Kristinsson og Þorsteinn Hákonarson kynna bæjarstjórunum i Keflavik og Grindavik hina athyglisverðu út- veggjakiæðningu frá Plastgerð Suðurnesja. ——~ MtOSKAHjÁLP Á SUIUmSJUI T óskar sem fyrst eftir lítilli íbúð eða herb. með aðgangi að baði og eldunaraðstöðu til leigu í Keflavík, fyrir erlendan sjúkraþjálf- ara. Uppl. í síma 3330. Afleysingastörf lögregluþjóna eru laustil umsóknar. Umsóknum séskilað til yfirlögregluþjóns fyrir 26. ágúst n.k., sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. Keflavík, 18. ágúst 1983. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarövík, Grindavík og Gullbringusýslu MIÐNESHREPPUR Lögtaks- úrskurður Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu hefur kveðið upp þ. 9. ágúst sl. lögtaksúrskurð fyrir gjaldföllnum útsvars- og aðstöðu- gjöldum til Miðneshrepps fyrir árið 1982. Hér með er skorað á alla erskulda umrædd gjöld að gera skil hiðfyrstasvo eigi þurfi að koma til lögtaksaðgerða. Lögtaksaðgerðir geta hafist að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar. Sveitarstjórl Miðneshrepps vetk/tedi Sími 3003 Grófln 7 - 230 Keflavfk Eigum fyrirliggjandi og smíðum pústkerfi í flestar tegundir bifreiða. Önnumst einnig uppsetningu. Auglýsið í Víkur-fréttum Það borgar sig Auglýsingasíminn er 1717

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.