Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 01.09.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. september 1983 VÍKUR-fréttir ATVINNA Vegna stöðugt aukinnar framleiðslu óskum við að ráða menn og konur til framleiðslustarfa nú þegar eða síðar. Umsóknum skal skilað skrif lega á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu vorri. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 - Keflavík - Sími 3320 NÝ ÞJÓNUSTA SKILTAGERÐ verður opnuö 1. september að Skólavegi 7, Keflavík. Skilti á grafreiti, út- og innihurðir, póst- kassa, nafnspjöld ýmis konar, merkingará báta o.fl. o.fl. - Grafið á plast, ál og tré. Opið fyrst um sinn kl 3-6 s.d. Suðurnesjamenn - verslið heima. ÓLAFUR SIGURÐSSON - Sími 1533 Allt á þakið Eigum til fyrirliggjandi ÞAKJÁRN í lengdum 1.30-6 m. Útvegum einnig eftir máli járn og stál á þök og veggi. ÞAKPAPPI, sænskur og íslenskur. Járn & Skip Víkurbraut Á samnorrænu leiklistarnámskeiði í Þórshöfn í Færeyjum: „Ðlanda af íslensku, ensku og skandinavísku" - „en það skipti engu máli, það skildu allir hvern annan," segja þau Gísli B. Gunnars- son og Sigrún Guðmundsdóttir Dagana 1.-8. ágúst var haldið í Þórshöfn í Færeyj- um samnorrænt leiklistar- námskeiö sem 40 ung- menni af öllum Noröur- löndunum sóttu. Námskeiö- iö var haldið í glænýju Norðurlandahúsi þeirra Færeyinga, og um alla skipulagningu á námskeið- inu sá Meginfélag ahuga- leikara Föroya. Gísli B. Gunnarsson, for- maður Leikfélags Keflavík- ur, og Sigrún Guðmunds- dóttir úr Keflavík, fóru á þetta námskeiö, og þótti því tilvaliö að fá þau í viðtal þar sem þau segja okkur frá Sigrún Guómundsdóttir þessari ferö og ýmsu ööru sem snýr að leiklistinni. Nú voruð þið komin alla leið tll Færeyja á leiklistar- námskeiö - hvernlg var dag- skrá háttað? „Þessi 40 manna hópur frá öllum Norðurlöndunum kom saman til aö byrja með og var honum skipt niöur í 3 smærri hópa sem síðan áttu að gera uppkast að sýningu sem byggöist á hinu þekkta færeyska danskvæði „Ólav- ur riddararós" (sbr. íslenska Ólaf Liljurós). Hver hópur átti síðan aö sýna sína út- gáfu, en síöasta daginn á námskeiðinu var svo hald- in sýning á verkinu. Máttum viö útfæra sýninguna, þ.e.a.s. hver hópur á hvaða hátt sem var, s.s. gera leik- þátt, söngleik, ballett, eða hvað sem var, og auðvitað voru útfærslurnar hjá hverj- um hóp mjög ólíkar hverri annarri. Nú, sýningin síö- asta daginn tókst mjög vel og voru um 500 áhorfendur viöstaddir hana. Samfara æfingum undir lokadaginn var líka kennd almenn leik- tækni, söngur, öndun, af- slöppun, leikfimi, látbragðs leikur, spuni og allt þetta venjulega. Kennarar voru 3, þar af tveir frá íslandi." Hvaö með tungumálaerf- iðlelka, þar sem fólk frá 6 löndum var saman komlð, voru þeir engir? „Nei, alla vega ekki alvar- legir. Þaö var blandaö sam- an íslensku, ensku og Gísli B. Gunnarsson skandinavísku þannig aö það varö aldrei stórt vanda- mál." Þetta hefur þvi verlð reynslurík ferð? „Já, hún var þaö, alveg tvímælalaust. Það var margt nýtt sem bar á góma fyrir manni og þetta var því mjög góð reynsla sem við ættum einnig að geta nýtt okkur hér." H vað var gert við f ristund- irnar i Færeyjum? „Við skoöuðum okkur heilmikið um, meðal annars fórum viö til Klakksvíkur og svo var farið vftt og breitt um eyjarnar íferjum og í bíl- um. En einn dagur var sér- staklega farinn ískoöun, því alla dagana vorum viö á námskeiöinu frá kl. hálf níu til sex í eftirmiðdag. Góð auglýsing gefur góðan arð. Glæsileg raðhús í Keflavík Þessi hús eru í byggingu við Norð- urvelli og við Heiðarholt í Keflavík. Húsunum verður skilað fokheldum en full frágengnum að utan með stéttum og torfi á lóð. Teikningar eru eftir Kjartan Sveins- son. Allar upplýsingar gefur Fasteigna- salan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420, og Viðar Jónsson Ísíma2625. Norðurvellir: Stærö m/bílskúr 188.14 ferm. Verð: 1.400.000. ATHUGIÐ: Aöeins eltt hús óselt á þessu verol. F^'i:^TO!;^ff!l^ll!l!!l!![lHIBMWia«B ^-^ ,. .;:¦¦ p^iauL^ liyjyi i—il-M. i—i SUD-VESTUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.