Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 01.09.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. september 1983 11 Eruð þiö virk f lelklistinni hér i bœ? ,,Já, það erum við svo sannerlega, þetta er brennandi áhugamál hjá okkur. Annars það helsta sem er framundan er nýtt leikrit hjá okkur í Leikfé- laginu, og fyrir stuttu var ráðinn nýr leikstjóri, Kol- þrún Halldórsdóttir, og um miðjan september munum við byrja aö æfa á fullu undir hennar stjórn." Hvers konar ieikrit verður það? „Það verður sennilega nútímaverk, en þaö hefur ekki verið ákveðið enn, en mun skýrast mjög fljótlega þegar við munum kalla f und saman, og þá verður gerð liðskönnun og ákvöröun tekin um val á leikriti." Nú hafa undirtektir á sið- ustu verkum ykkar h|á L.K. verið mjög dræmar. Hver er ástæðan fyrir þvi? „Það eru margar ástæð- ur. Sú fyrsta og kannski sú stærsta er sú, að við erum of nálægt Reykjavík. Fólk hérna á Suöurnesjum sækir mikið til höfuðborgarinnar til að sjá verk, en þegar við höfum sýningar lætur það ekki sjá sig. Þó svo að viö höfum fengið gott lof fyrir okkar leikrit, eins og nú síö- ast Bör Börsson, þá virtist það engin áhrif hafa, því sýningar á Bör urðu aðeins 7 og áhorfendur samtals um 500. Á frumsýninguna mættu rúmlega 100 manns og svo voru þetta kannski 50 manns á hinum sýning- unum og einu sinni þurftum við að aflýsa einni þar sem aðeins mættu 5 áhorf- endur." Er ekki niðurdrepandi að „Þetta er brennandi áhugamál hjá okkur. . standa f þessu, ef englnn mætir á sýningar? „Nei, alls ekki. Maöur hefur svo mikinn áhuga á þessu aö þaö skiptir ekki höfuðmáli hvort það koma 200 manns eöa 20. Við er- um fyrst og fremst að þessu okkar vegna, að því að viö höfum svo mikinn áhuga á leiklist. Þó er því ekki að neita að þaö er óneitanlega meira gaman að sýna fyrir framan 200 manns heldur en 20." Eitthvað að lokum? „Ef fólk vill ekki aö leik- listarlíf lognist útaf hér í Keflavik, þá verður það að styðja okkur og fyrir það værum viö mjög þakklát," sögðu þau Gísli B. Gunn- arsson og Sigrún Guð- mundsdóttir að lokum. - pket. Gróa á Leiti í 24. tbl. 4. árgangs Víkur- frétta er grein eftir epj., sem hann nefnir „Verslunarstjór inn hættir". Ég ætla mér ekki að gera nefnda grein aö umtalsefni, heldur það sem hann hnýtir aftan viö hana. epj. talar þar um aö Gróa á Leiti og félagar hafi komiö þeirri sögu af staö að ónefndur yfirverkstjóri hafi hringt i forráðamenn Hag- kaups og kært ráöningu skylduliðs verslunarstjór- ans á þeim forsendum aö Traktorsgrafa Annast jarðvegsskipti, útjöfnun, skurð- gröft o.fl. - Útvega allt efni. - Tilboð, tíma- vinna. - Vinnum alla daga, hvar sem er. - Nýleg traktorsgrafa, Case 680G með 7 m skotbómu. FJÖLVERK SF., simi 1056 AÐALFUNDUR Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn í Glóðinni, Hafnargötu 62, Keflavík, efri hæð, þann 10. september 1983 kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillaga um aukningu hlutafjár 3. önnur mál SJÓEFNAVINNSLAN HF. því væri ekki treystandi. Hvort tveggja er þetta al- varlegt mál, en mér sýnist aö epj. hafi sjálfur brugöiö sér í gervi Gróu á Leiti, því að um leið og hann gerir tilraun til aö hreinsa einn af þessum alvarlega áburði, ýtir hann undir að nýjar sögusagnir komist á kreik, þar sem hann bendir á aö sökudólgurinn sé starfs- maöur í verslun sem sé samkeppnisaðili Hag- kaupa. Mér sýnist nú svo, aö um ansi marga geti verið aö ræða, því samkeppnis- aðilar eru nokkuð margir. Ég get því ekki annað séð en epj. verði að gefa upp nafnið á viökomandi aöila, til að saklausir liggi ekki undir þeim áburöi sem þarna kemur fram. Þykist ég vita að epj. vilji hafa þaö sem sannast er í þessu máli, og þar sem hann segist vita hver umræddur aðili er, eft- ir áreiðanlegum heimildum, ætti þetta aö vera auövelt fyrir hann. Keflavík, 29/8 1983. Kristján Hansson verslunarstjóri f Samkaup - oOo - Vegna greinar er birtist í 24. tbl. Víkur-frétta 1983. Þar segir svo frá að mað- ur í samkeppni við Hagkaup hafi hringt og svert ákveðna fjölskyldu svo henni hafi verið vikið úr starfi. Finnst mér þetta mjög svo alvar- legt mál og ógeðfellt, þar sem mér og fleirum hefur verið bendlaö við þetta. Krefst ég þess fyrir mig og mína kollega, að nafn þessa manns verði birt. Guðjón Ómar Hauksson Vfkurbæ, Vörumarkaði Að lokinni verslun hjá okkur hvetjum við þig til að spenna beltin og kveikja Ijósin þegar þú ekur í burtu, við viljum helst sjá þig aftur óskaddaðan. TOMMA HAMBORCARAR FITJUM - NJARÐVÍK Opið frá kl. 8.00 - 23.30. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning, ef óskað er Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suöumesja Háaleitl 33 - Keflavik - Sími 2322 Sími 2760 Grófin 7 - 230 Keflavik • Bifreiðaverkstæði • Vélastillingar • Hjólastillingar • Bremsuborðaálimingar • Rennum bremsuskálar, ventla og sæti • Púströraviðgerðir • Allar almennar viðgerðir PASSAMYNDIR tilbúnar strax. nymyrio Hafnargötu 26 - Keflavik - Simi 1016 Gengið inn frá bilastæði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.