Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 08.09.1983, Blaðsíða 1
ÍSMAT HF.: Útflutningur á hrossakjöti í sjónmáli - Gefur 35 atvinnutækifæri í vetur uröu mikil skrif hér í blaðinu vegna tilrauna Ismats hf. ísambandi við út- flutning á unnu lambakjöti. Mál þróuðust þá þannig að ekkert varð úr útf lutningi og raunar varð mikill samdrátt- ur hjá fyrirtækinu. Nú eru útflutningur á hrossakjöti í sjónmáli hjá fyrirtækinu og af því tilefni hafði blaðið samband við Gunnar Pál Ingólfsson, framkvæmda- stjóra ísmats hf. í Njarðvík, og hafði hann þetta aö segja um málið: „Sl. ár höfum við verið hérna í tilraunum og þró- unarstarfi i sambandi viö lambakjötiö og höfum við veriö að þróa hér ákveöna vöruflokka, sem við álítum að séu seljanlegir erlendis. Aðalvandi okkar bæöi varð- andi innanlands- og utan- landsmarkaöinn hefurverið aö fjármagna lager. Er þetta forvinnsla sem þannig fer fram, að varan er unnin nokkuð á undan afhend- ingu og því verðum við aö hafa góöan lager til staðar til að afgreiöa vöruna. Núna er aö rofa til hjá okkur f þessum málum, við höfum fengið skilning hjá GERÐAHREPPUR: Endurbætur á vatnsmálum eitt mikilvægasta verkefnið Framkvæmdir á vegum Gerðahrepps hafa á þessu ári verið í stórum dráttum í samræmi við framkvæmda- áætlun 1983. í hafnarframkvæmdum var gerð grjótgarðs frá ís- stöðinni aö bryggjuhaus aðalframkvæmd ásamt lag- færingum í Gerðavör. Þá veröur ný bílavog tekin í notkun næstu daga. Nýjar innréttingar hafa verið settar upp í bókasafni sem verður til húsa í Gerða- skóla. Þar verður sameigin- legur rekstur skólabóka- safns og bókasafns Gerða- hrepps. Með tilkomu hins nýja húss og innréttinga- kosts, mun öll aðstaða í bókasafnsmálum batna verulega. Breytingum og endur- bótum á Melbraut 3 er að Ijúka, en þá flytjast skrif- stofur Gerðahrepps úr kjall- ara þess húss upp á efri hæð, en þar var aður íbúð sveitarstjora. Útboðsgögn vegna bygg- ingar sundlaugar og bún- ingsklefa eru á lokastigi. í þeim áfanga er boðinn verð- ur út er öll steypuvlnna við bygginguna. Fyrir tveimur árum keypti Gerðahreppur sundlaug úr trefjaplasti - sams konar og Sandgerð- ingar eru að reisa. Er fyrir- hugað að næsti áfangi sé að koma henni fyrir þegar Framh. á 8. sfðu Ráðhús Gerðahrepps að Melbraut 3 SANDGERÐI: Malbikunarframkvæmdir og lengin stálþils fyrirhugað Fyrirhugað er að malbika í sumar Strandgötuna í Sandgerði og hafnarvigtina. í kringum Að sögn Unnið að borun fyrir nýju stálþili i Sandgerðishöfn. Jóns K. Ólafssonar sveitar- stjóra Miöneshrepps, er óvi'st hvenær þær fram- kvæmdir hefjast vegna þess að veður hefur tafið verk- takann annars staðar þann- ig að hann hefur ekki komist til Sandgerðis. Akveðið hefur verið að snyrta svæðið í kringum vigtina, en aðrar fram- kvæmdir en malbikiö munu bíða betri tíma. Þó er unnið að því að bora fyrir nýju stál- þili við suðurgarðinn í Sandgeröishöfn, en sfðar meir verður núverandi stál- þil framlengt þarna, en þær framkvæmdir munu senni- lega bíða vors. - epj. ráðamönnumhvaðviöeruð gera og því erum við að fá afurðalán. Breytir þetta öllu dæminu hjá okkur þannig að við getum staðfest þá skoöun okkaraö ekki þýöi að senda kjötiö óunnið áer- lendan markaö. Við getum ekki keppt viö Ný-Sjálend- ingana a erlendum mörk- uðum og því eigum viö aö senda einungis unna gæöa- vöru og helst pakkaða úr landi. Enda vilja hinar stóru verslunarkeöjur helst fá vörurnar þannig að þær geti fariö beint upp f hillur. Þá bindum við nú miklar vonir við þaö að Samtök hrossabænda hafa nú fariö fram á þaðaö viðskerum og pökkum allt að 300 tonnum af hrossakjöti. En hrossa- kjöt hefur takmarkaö geymsluþol og því hefur viljaö bera við að það skemmdist í geymslum á undanförnum árum, en það er talið aö þaö haldist aö- eins óskemmt í mesta lagi 7-8 mánuði. Við höfum hins vegar gert tilraun sem varö til þess að samtökin fengu okkur til að pakka þessu magni sem er umfram inn- anlandsneyslu. Komi þetta vel út mun útflutningur ef- laust stóraukast. Þegar við stöðvuðum framleiðslu okkar í vetur sögöum viö upp mestu af okkar starfsfólki, en nú er útlit fyrir að það verði allt endurráðiö, eða milli 30 og Framh. á 8. sfðu Gunnar Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri fsmats Ekki fært aö skaffa aðstöðu fyrir augnlækni Jens Þórðarson augn- læknir hefur óskaö eftir aö fáaðgeraskurðaðgerðirog að nota legurúm á Sjúkra- húsinu hér, vegna augn- læknisþjónustu. Stjórn sjúkrahússins sá sér ekki fært að skaffa þessa aðstöðu viö sjúkra- húsið, en bendir á að full þörf sé fyrir augnlækni hér á Suðurnesjum. - epj. Þessi myndarlega stúlka heitir Guðbjörg Glóö Logadóttir, og hún minnir okkur á aö þaö só berjatími framundan. Lióim,. pkex.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.