Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1983, Side 3

Víkurfréttir - 08.09.1983, Side 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. september 1983 3 „Hann er stoltur af uppruna sínum“ - segir Fjóia Bragadóttir, sem býr í Banda- ríkjunum, um son sinn Pétur Georgsson ígegnum ári er það alltaf ákveöinn fjöldi fólks sem alinn er upp hér á Suöurnesjum og sest aö á erlendri grund. Sumt af þessu fólki sækir strax um rikisborgararótt i viðkomandi landi, en annaö heldur viö islenska rikisborgararéttinum og á lögheimili hér á Suöurnesjum þó það hafi kannski búiö erlendis iáratugi. Þetta fólk heldurgóöu sambandi viö ættjörö sina og heimsækir heimahagana af og til. Ein þessara manneskja er Fjóla Bragadóttir, og af þvi tilefni að hún var i heimsókn hjá foreldrum sinum Vatgeröi Péturs- dóttur og Braga Halldórssyni aö Vallargötu 18 iKefiavik nú fyrir stuttu, tókum við hana tali, m.a. til aö fá vitneskju um þaö hvernig væri aö vera íslendingur búsettur á erlendri grund, o.fl. um hennar hagi. Fyrst spurðum við hana hvað væri langt sfðan hún fór erlendis i fyrsta skipti? „Ég fór út fyrst 1957 á skátamót í Englandi, en það var mikill áhugi fyrir þeirri ferð hér heima. Síðan ákveða mamma og pabbi að leyfa mér að fara í skóla í Englandi og þannig byrjuðu mín ferðalög. Síðan ferðaðist ég til Dan- merkur og Frakklands en var alltaf hér heima ívinnu á rnilli." um tel ég mig aldrei eiga heima þar, heldur hérna, enda held ég góðu sam- bandi hingað heim.“ Þú býrð f Los Angeles og þar er nokkur fjöldi íslend- inga. Eruð þlð með sam- starf ykkar i mllli? ,,Já, það er þarna (slend- ingafélag, haldnar eru sam- komur og gefið út íslenskt blað sem kemur út fjórum sinnum á ári. Ég sæki þó aðallega samkomur sem eru fyrir börn.“ En svo sest þú að I Banda- rfkjunum? „Já, eftir að ég hafði verið í skóla í Frakklandi í 2 ár kom ég heim og var hér um tíma, en þá frétti ég af því að innflytjendalögin í Banda- ríkjunum séu að breytast og því ákvað ég að sækja um. Þannig atvikaðist það að ég fór til Bandaríkjanna og svo ílengdist ég þar.“ „Nú eru liðin 15 ár síðan þú settist að i Bandarikjun- um, heldur þú enn fslensk- um rfkisborgararétti? „Já, ég á enn lögheimili hér. Þó ég sé í Bandaríkjun- Nú ert þú gift þarna úti og átt einn son, hvað getur þú sagt okkur af þeim? „Maðurinn minn heitir Georg Bookasta, en sonur okkar hinu alíslenska nafni Pétur Georgsson, en hann er 9 ára gamall." Hvernig er það, er töiuð islenska á ykkar helmili? „Svo til allar samræður milli mín og Péturs eru á ís- lensku, en faðir hans getur ekki talað íslensku þó hann segist skilja hana. Enda talar Pétur góða íslensku og getur bæði skrifað og lesið það. Núna eftir að ég kom Pétur Georgsson búinn aö fá vænan ufsa viö Vatnsnesvita. 40% minna magn = 40% lægra verð. hingað heim fór ég með hann inn í Námsgagna- stofnun og þar var hann prófaður (lestri og fékk þá einkunn aö hann væri jafn fær og jafnaldrar hans hér heima.“ Hvernlg hafa bandarfsku skólasystkini hans tekið honum? „f fyrstu var hann mótfall- inn því að við töluöum mál sem þau skildu ekki, en nú hefur þetta snúist við. Hann notar hvert tækifæri sem gefst til að minna þau á ís- Fjóla Bragadóttir lensku og ísland, því hann er stoltur af uþpruna sínum þ.e. að hér er hann fæddur. Enda veit kjarninn i bekkn- um hans hver saga hans er og hefur hann mjög gaman að því að segja þetta og hitt við þau á íslensku." Að lokum, Fjóla, heldur þú að þú eigi eftir að flytja hingað heim aftur? ,,„Ég er engin spákona og læt því hverjum degi nægja sínar þjáningar." epj. WMlEf0/> © 2211 ® Leigubílar - Sendibílar 0 GROHE GROHE hefur leitt þróun blöndunartækja undanfarin 40 ár. Nýjungarnar koma fyrst frá GROHE. GROHE býður fullkomna varahluta- og viðgerðarþjónustu á íslandi. GROHE gerir tilraunir með íslenskt vatn við framleiðslu sína. JÁRN & SKIP Víkurbraut - Sími 1505, 2616 Eignamiðlun Suðurnesja m1E3Lb Hafnargötu 57 Símar 1700 og 3868 KEFLAVÍK: 2ja herb. íbúð við Faxabraut, sér inn- gangur. - 675.000. 3ja herb. ibúð viö Suðurgötu. 725.000. 3ja herb. íbúð við Vesturbraut, sér inngangur. - 700.000. 3ja herb. nýleg íbúö við Háteig. 900.000. 4ra herb. efri hæð við Garöaveg. 790.000. 124 m2 Viölagasjóöshús við Bjarnar- velli. Hitaveita, skipti möguleg. 1.650.000. 4ra herb. góð rishæð við Hólabraut. 880.000. 4ra herb. hæö viö Hafnargötu ásamt bílskúr. Hagstætt verö og skilmálar. 100 m2 einbýlishús ásamt bílskúr viö Garöaveg. Góöurstaöur.-1.300.000. 110 m2 nýlegt raðhús ásamt bílskúr viö Heiöarbraut, ekki fullgert. 1.750.000. Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.