Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1983, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 08.09.1983, Qupperneq 11
Fimmtudagur 8. september 1983 11 Úr tónlistarlífinu Fróöleikskorn um tónlistaruppeldi og gildi þess Aldarfjóröungsafmælis- áriö endaöi meö glæsibrag síðastliðið vor, en 26. starfs- ár Tónlistarskólans í Kefla- vík hefst meö skólasetnlngu föstudaglnn 16. september kl. 17 I húsakynnum skól- ans. Þaö er nánast furöulegt hve litlar umræöur eru í gangi um tónlistarnám og tónlistaruppeldi og gildi þess fyrir unga sem gamla, þegar haft er í huga hve stór þáttur tónlistin er orðin í daglegu lífi okkar allra. Gildi tónlistarkennslu er fyrst og fremst fólgið í tón- listinni sjálfri og iðkun hennar. Tónlistariðkun hefur þar að auki verulegt félagslegt gildi. ( tónlistar- námi er tónlistarreynsla og tónlistariðkun aðalatriði fyrir flesta nemendur, frem- ur en að læra um tónlist. í námsskrá segir, að tónlist- arkennsla eigi aö vera áhugavekjandi námsgrein (sama hvort um er að ræða tónlistarskóla eða grunn- skóla), verða veganesti að skólagöngu lokinni, bæöi af að iðka tónlist og njóta hennar sem hlustendur og auka færni þeirra til sjálf- stæðrar viðhorfamyndunar um tónlist. Markmið okkar tónlistar- kennara er: 1. að vekja og efla áhuga nemenda á tónlist, 2. að þroska og efla tón- skyn og aðra tónlistar- hæfileika nemenda og auka næmi þeirra fyrir tónlist, 3. aö veita nemendum fræðslu um tónlist og auka þekkingu þeirra á ýmsum fyrirbærum tón- listar, 4. að vekja nemendur til umhugsunar um tónlist og örva þá til gagnrýni, sem hlustendur og njót- endur, 5. að stuðlaaö því, aðnem- endur geri sér grein fyrir hlutverki tónlistar í sam- félaginu, stöðu hennar og þróun. Athugum nú eilítið nánar í stuttu máli það sem að of- an er sagt. Áhugi á tónlist hlýtur aö vera driffjöður tónlistar- námsins. Kennarar hljóta að vinna beint og óbeint að þessu markmiði. Tónskyn og tónlistar- hæflleikar eru umdeild fyrir- bæri, tónskyn getur verið hæfni einstakiings til að greina t.d. tónhæð, blæ- brigði o.fl. Um tónlistar- hæfileika eru ekki til ein- föld svör fyrirfram. Kannski hæfileikar sem fengnireru í vöggugjöf? Eða óvenju miklir hæfileikar sem flytj- endur eða skapandi tón- skáld? Sem sagt umdeilt, - hver er „músíkalskur"? -ert það þú eða ég? Tónlistarnám krefst tíma. Árangur af náminu og af- raksturinn af starfinu kemur oft ekki strax í Ijós. Tónlist- in er sérkennilegt tungumál (eða fyrirbæri) sem krefst mikils aga, en veitir hins vegarfrelsi og möguleikatil persónulegrar tjáningar. Hún er listgrein sem hefur sín eigin lögmál, en er einn- ig ein af mörgum listgrein- um, eins og myndlist, leik- list eða dans. Vegur og sess þessarar listgreina er í húfi í nútíma samfélagi þar sem sífellt er verið að einblína á hagnýtt gildi, sparnað og niðurskurð. Forráðamenn tónlistar- skóla víösvegar um land finna fyrir því, líka við hér í Keflavík, en við höfum ný- lega fengið bréf frá ráðu- neyti þar sem okkur er til- kynnt um tímaskerðingu sem svarareinni heilii kenn- arastöðu. Þetta þýðir íraun, að takmarka verður þann nemendafjölda, sem fengið getur inngöngu og kennslu í tónlistarskóla, nema sveit- arfélögin komi til og brúi bilið milli þess styrks sem þau veita og styrks ríkisins, sem samkvæmt lögum skipt ist til helminga vegna launa kennara. Skólagjöldin sem hver nemandi greiðir er lítill hluti af heildarnámskostn- aöi hvers og eins og er langt fyrir neðan verðbólguhrað- ann. Ein mikilvægasta náms- greinin innan tónlistarskól- anna er aflaust forskóla- námið. Skipulag námsinser i stórum dráttum þannig: Húsnæði Tónlistarskóla Keflavikur vió Austurgötu. Forskóli er fyrir 6-9 ára börn og er þá kennt í hóp- um. Fá börnin þar alhliða tónlistaruppeldi, lærasöng, blokkflautuleik, hreyfingu, hrynþjálfun og æfast í nótnalestri, nótnaskrift, hlustun og skapandi starfi. Þei er á þessum þremur for- skólanámsárum kynnt flest þau hljóðfæri sem notuð eru í hljómsveit svo að nem- andinn sjálfur getur auð- veldlega ákveðiö hvaða hljóðfæri hann velur sér eftir forskólanámið. For- skólanum lýkur með prófi úr forskóla III og þarf nem- andinn að ná aðaleinkunn 7.50. Tímasókn forskóla I eru 2x40 mín. í viku hverri, en í forskóla II og III 2x50 mín. vikulega. Síðan taka við einkatímar i hljóðfæra- kennslu og þátttaka í sam- spili ýmis konar, í strengja- sveit eða lúðrasveit, eftir því hve langt nemendur eru á veg komnir í náminu. Enn- fremur kennsla í tónfræði, hljómfræði og sögu, svo eitthvað sé nefnt. Þar sem enn er ekki tón- menntakennsla í Barna- skóla Keflavíkur vegna kennaraskorts, hefur verið ákveðið vegna samráðs skólastjóra beggja skóla, að meðan þaö ástand rikir verði einkunnir þeirra nem- enda sem stunda nám í Tónlistarskóla Keflavíkur, færðar inn í einkunna- bækur barnaskólans sem tónmenntaeinkunn. Eins og hingað til verður kennt á öll algengustu hljóðfæri í vetur, píanó, raf- magnsorgel, harmoniku, fiðlu, cello, gítar, flest blást- urshljóðfæri, jafnvel saxo- fon og ásláttarhljóðfæri. Unglingalúðrasveit skólans veröur með sama hætti og að undanförnu. Kennaralið skólans er að mestu óbreytt frá síðastliðnu skólaári. Formaður skólanefndar er frú Elínborg Einarsdótt- ir, en meöstjórnendur af hálfu bæjarins eru Gott- skálk Ólafsson og Viðar Oddgeirsson, en frá Tón- listarfélagi Keflavíkur frá Margrét Friðriksdóttir og Bjarni J. Gíslason. Formað- ur Tónlistarfélagsins er Sævar Helgason. H. H. Ágústsson Heimsækja NATO (gær, miðvikudag, fóru 5 fulltrúar héðan af Suður- nesjum í 8 daga kynnisferð á vegum Atlantshafsbanda- lagsins til fjögurra landa og munu þeir m.a. skoða höf- uðstöðvar NATO í Brussel. í ferðina fóru Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri í Grindavík, Áki Granzforseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, Leifur (saksson sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, Karl Steinar Guðnason al- þingismaður, og að sjálf- sögðu er fulltrúi Víkur- frétta, Páll Ketilsson, með í hópnum. - epj. TÖSKUR Símatími lækna á Heiisugæslustöð Suður- nesja í Keflavík ARNBJÖRN ÓLAFSSON: Mánudagur: kl. 8.15-9.00 Þriðjudagur: kl. 8.15-9.00 og 12.15-13.00 Fimmtudagur kl. 12.15-13.00 Föstudagur kl. 12.15-13.00* HREGGVIÐUR HERMANNSSON: Mánudagur: kl. 13.00-13.45 Þriðjudagur: kl. 13.00-13.45 Fimmtudagur: kl. 9.00-9.45 Föstudagur: kl. 9.00-9.45 JÓN A. JÓHANNSSON: Mánudagur: kl. 9.00-9.45 Miðvikudagur: kl. 9.00-9.45 og 13.00-13.45 Föstudagur: kl. 8.15-9.00 og 13.00-13.45 LÆKNIR: Mánudagur: kl. 12.15-13.00 Þriðjudagur: kl. 9.00-9.45 Miðvikudagur: kl. 8.15-9.00 og 12.15-13.00 Fimmtudagur: kl. 8.15-9.00. Athugið, að breyting þessi verður frá og með 15. september 1983. * Ath.: Leiðrétting frá fyrri auglýsingu. HEILSUGÆSLUSTÖÐ SUÐURNESJA (Geymið auglýsinguna). Iðnaðarhúsnæði óskast 100-200 fermetrar, með innkeyrsludyrum. Upplýsingar í síma 6083 og 3240.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.