Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.09.1983, Page 12

Víkurfréttir - 08.09.1983, Page 12
mun Fimmtudagur 8. september 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Keflavík Njarðvík Garöl Sími 2800 Síml 3800 Sími 7ioo inganefndar verða fram- kvæmdir við seinni áfang- ann mun hægari og er það aöallega vegna peninga- skorts, sem viröist hrjá flest sveitarfélögin hér í kring. Hvað varöar bygginguna við Birkiteig 2-4 þá hefur komiö fjörkippur í sölu íbúða þar og er nú þegar helmingurinn seldur, sem er 4 íbúðir. Er nú komið fast verð á íbúðirnar og ekki alls fyrir löngu keypti bærinn sameignina þannig að verð- ið á íbúðunum lækkaði eitt- hvað frá fyrstu áætlun. íbúðirnar á Birkiteig verða tilbúnar á næstu mánuðum en þær munu fá sömu þjón- ustu og húsið við Suöur- götu. Fjöldi þeirra sem á bið- lista eru eftir húsnæði eru enn um 60-70, íbúðirnarvið Suðurgötu eru 12 og verða leigðar út og þar með Ijóst að þessi biðlisti verðurfljót- lega búinn að ná sömu tölu aftur þó afhending þessara 12 íbúða við Suðurgötu verði eftir um það bil áreins og áður segir. - pket. Rafveita Keflavíkur 50 ára „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að raforkan er eitt af því allra brýnasta, sem almenningur vill hafa aðgang að við dagleg störf, hvort heldur er heima, að ekki sé talað um á vinnu- stöðum. Menn verða þess æfin- lega óþægilega varir, ef straumur fer af húsum þeirra, þó ekki sé nema um stund, aflið sem veitti birt- una, eðasneri heimilistækj- um eða hitaöi matinn, það er allt í einu horfiö. Allt stöðvast um stund, ungum jafnt sem gömlum veröur ráðafátt og menn veröa að taka hlé frá starfi eða hætta að lesa blöðin, ef komið er rökkur. Þetta eru í raun eðli- leg viðbrögð þegar þess er gætt, hversu víða raforkan gripur inn í hið daglega líf . . . “ Þessi orð eru rituð af Valtý Guðjónssyni og eru í inngangi í 50 ára afmælis- riti sem Rafveita Keflavíkur hefur sent frá sér og flestir bæjarbúar ættu að vera búnir að fá i hendur. Rekstur Rafveitu Kefla- víkur hófst 4. september 1933 á vegum hreppsins, en áður hafði hún verið rekin um 10 ára skeið af hug- sjónamönnum í bænum. Greiddi hreppurinn þá 9 þúsund krónur fyrir kaupin, en innifalið var hús, vélar og dreifikerfi. Þetta ár námu kaupin á rafveitunni um fjórðungi af heildartekjum hreppsins það ár. í ár eru þvi liöin 50 árfrá þessum at- burði. Af þessu tilefni var haldiö afmælishóf á Glóðinni á sunnudaginn var og var þar saman komið fólk sem tengdist rafveitunni á einn Framh. á 8. sfðu Vatnsleysustrandarhreppur: Dýrar rafmagnsfram- kvæmdir í gangi Jón Ólafur Ellertsson: ,,Ne-hei.“ Ingvar Garðarsson: „Nei, það er svo leiðin- legt." Þorbjöm Llljansson: „Já, já, og mér finnst mest gaman að læra eðlis- fræði." Ibúðir aldraðra: Húsið við Suðurgötu fokhelt innan mánaðar Spurningin: Hlakkarðu til að byrja í skólanum? Róbert Jón Guðmundsson: „Já, svolítið." mjög dýrar framkvæmdir, en hluti af þessu verki var unninn í fyrra. Þá hefur einnig verið unnið aö því aö koma loftlínum í jörð og væri þar sama upp á ten- ingnum, mikill kostnaöur fylgdi þessu. Keypt hefur verið ný djúpvatnsdæla fyrir vatns- veituna. Er hér um hreina aukningu á dælukosti að ræöa auk öryggis af því aö hafa tvær dælur í stað einn- ar áður. Þá er fyrirhugað að hefja framkvæmdir við nýju hafnarvigtina, en tækja- kosturinn er þegar kominn. Unnið er aö hönnun á nýrri sundlaug í Vogum og standa vonir til aö á þessu ári Ijúki hönnun undir tré- verk. Þá eru og fyrirhugaö- ar gatnaframkvæmdir í Norður-Vogum. - epj. Bygging íbúða fyrir aldr- aða að Suðurgötu 15-17 í Keflavík hefur gengið sam- kvæmt áætlun og munu þær verða fokheldar eftir um það bil mánuð eða svo. Innan tíðar mun hefjast vinna við undirbúning á lóðafrágangi og einnig er verið að láta vinna að teikn- ingum og útboðsgögnum við seinni áfangann, en vinna við hann er mun dýr- ari og því óljóst hvenær húsið verður tilbúið. Þar af leiöandi hefur ekki verið ákveðið enn hvenær úthlut- að veröur. Þó má gera ráð fyrir því að húsið verði tilbú- iö innan árs ef vel gengur. Að sögn Leifs ísakssonar sveitarstjóra Vatnsleysu- strandarhrepps, hafa verið þó nokkrar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í sumar. Til aö mynda hefur verið keypt ný grafa, sem komið hefur ígóðar þarfirog áeftir að sanna gildi sitt betur, t.d. í vetur við snjómokstur, en Vegagerðin kemur aldrei meö tæki sín yfir vetrar- mánuöina niður þjóðveginn í Voga eöa gamla veginn, fyrr en kominn er miður dagur, og því er gott að hafa yfir að ráða tæki sem getur annast snjómokstur. Þá hefur veriö í gangi endurnýjun á háspennulín- unni frá aðveitustöðinni neöan við Stapa og alla leið inn undirStóru-Vatnsleysu. Sagði Leifur að þetta væru Að sögn Guðjóns Stef- ánssonar formanns bygg- Húsiö viö Suðurgötu 15-17 Margeir Jónsson, formaður rafveitunefndar, ávarpar af- mælisgesti. Tveir öldungar sem tóku þátt i upphafsárum rafveitunnar, Kari Guðjónsson (t.v.) og Ragnar Guðleifsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.