Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 1
Veiða kindur og fugla í þorskanet Alvarlegur trassaskapur hjallaeigenda Þaö var Ijót sjón sem blasti við okkur blaðamönn- um, er við vorum á ferð ásam Theódóri Guðlaugs- syni smala, um hjallasvæð- ið ofan við Háabjalla. Þarna höfðu naelon-net varið vafin umhverfis hjallana til að forða því að fuglinn kæmist i skreiðina. En þrátt fyrir að engin skreið væri til staðar voru netin látin hanga uppi og í þeim hékk mikill fjöldi dauðra fugla, auk þess sem ein rolla hafði flækst i neti og soltið til bana. Sagði Theodór að sumir hjallaeigendur notuðu gróf- ara efni s.s. troll, og virtust dýrin ekki fesíast í þeim eins og nælon-netunum. Á stuttum tima hafa Theodór og systir hans bjargað 3 lömbum sem voru föst í nælon-netunum og biðu dauða sína. „Fiskverkendur sem eiga þessa hjalla eiga ekkert með að drepa fuglinn og kindurnar á þennan hátt. Ég hef komið hér að fuglum sem hafa verið búniraðvera það lengi flæktir í netin, að þau hafa veriö komin inn í þá og varð ég þá að aflífa þá,“ sagði Theodór. „Það versta við þetta er að hjalla- eigendurnir taka netin aldrei í burtu aftur og ýmist hangandi uppi eða liggj- andi á jörðinni veiöa þau í sig fugla og rollur. Dæmi eru fyrir því að Dauður fugl hangandi i þorskaneti. Dagmömmuskortur í Keflavík Þrátt fyrir að á þriðja tug kvenna taki að sér dagvist- un barna á einkaheimilum í Keflavík, er enn nokkur skortur á dagmömmum, að sögn Maríu Valdimarsdótt- ur á skrifstofu Félagsmála- fulltrúa. Þessar konur eru með frá einu barni og upp i 5 i pössun, en sú tala er há- mark sem barnaverndar- nefnd gefur leyfi fyrir. Frá þeirri tölu dragast þau börn frá sem konur eiga sjálfar og eru í pössun á sama tíma. Barnaverndarnefnd gefur út reglur fyrir þessa dag- vistun þar sem getið er hvaða skilyrði þarf að upp- fylla til að fá að kallast dag- mæður. Þau eru þessi: 1. Börn séu eigi fleiri en 5 undir skólaaldri að heim- ilisbörnum meðtöldum. 2. Leikrými sé nóg með góðri loftræstingu og eingöngu ætlað börnun- um og auðþrifið, einnig afgirt útileiksvæði. 3. Leikföng verða að vera fyrir hendi sem henta hverju aldursskeiði. 4. Heilbrigðisvottorð frá héraðslækni fyrir allt Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf.: 2.61% verðmætaaukning ef saltað er með Reykjanessalti I inn á Glóöinni sl. laugar- | dag. Þar kom fram ýmislegt fróðlegt um starfsemi fyrir- tækisins og grípum við hér nokkur atriði úr skýrslu Guðmundar Einarssonar, formanns fyrirtækisins, sem hann flutti á fundinum varðandi framkvæmdir og rekstur á árinu: „Borun holu nr. 9 var lokið á 27 dögum og varð hún 1440 m djúp, en áætlað var að bora 40 daga og allt Framh. á 10. siðu Aðalfundur Sjóefna- I arið 1982, sem var fyrsta vinnslunnar hf. fyrir starfs- | starfsár félagsins, var hald- stióri. Fyrir rúmum tveim mánuðum var þetta spræk kind. hjallar sem ekki hafa veriö í notkun í 2 ár, séu umgirtir netum sem enn veiöa í sig. Því álít ég að þetta falli und- ir dýraverndunarlögin, því þeir eiga ekkert með þetta. Fuglinn kemst í fiskinn ofan frá í hjöllunum, þrátt fyrir netin á hliðunum, og því verða þeir að passa hjallana á einhvern annan hátt. Annað lamb, nokkuð ofar, hefur eftir verksum- merkjum að dæma verið í fleiri vikur að drepast flækt í neti. Málum þessum hef ég vísað til lögreglunnar og verður gaman að fylgjast með málum þar,“ sagði Theodór Guðlaugsson smali, að lokum. Til að fá nánari upplýs- ingar um þetta viðbjóðs- lega mál höfðum við sam- band við rannsóknarlög- regluna. Þar fengum við þær upplýsingar að málið væri i rannsókn, væri m.a. veriö að kanna hverjir ættu þessa hjalla og hvers vegna ekki væri betur gengið frá þessu. - epj. Fyrirmyndar aóstaóa fyrir börn i dagvistun, aó Vallargötu 16. heimilisfólk (sérstaklega | berklapróf) endurnýist árlega. Einnig skulu heil- brigðisvottorð frá hverju aðslækni fylgja hverju barni sem tekið er inn á heimilið. 5. Gæta skal þess, að hvers konar ráöstafanir í sam- bandi við brunahættu séu í fullkomnu lagi t.d. brunavarnir, björgunar- tæki og slökkvitæki. Ef um er að ræða húsnæði á annari hæð, skulu gerðar strangari kröfur til allra brunavarna. Dagmæður þessar leysa hið svokallaða vöggustofu- vandamál, því meiri hluti þeirra sem þarna eru í pöss- un eru of ung til að fá inni á dagheimilum, og að sögn Maríu þá greiðir bærinn nið- ur kostnaö við þessa gæslu til handaeinstæöum mæðr- um. Er þar um að ræða 70% af mismuni á dagheimilis gjaldi og dagmömmugjaldi. Skrifstofa Félagsmálafull- trúa fylgist siðan meö þess- um heimilum, en til hennar þarf að sækja um leyfi til að taka að sér pössun í heima- húsi. ( haust mun Félagsmála- ráð standa fyrir námskeiði fyrir þessar konur, en nán- ari upplýsingar um það er veitt á skrifstofu félags- málafulltrúa, aðHafnargötu 32, III. hæð, og vildi María að lokum hvetja konur til að taka að sér dagvistun og sækja því námskeiöið. - epj. Datt út úr flutningabíl á ferð f síðustu viku varö það óhapp, að drengur sem var aftan í flutningabíl, féll út um hliöarhurð og lenti meö höfuöið í götunni. Átti slys þetta sér stað á Vatnsnes- veginum viö Hringbraut- ina. Þar sem líkur voru á að drengurinn hefði hlotið höf- uðáverka var hann fluttur til rannsóknar ( sjúkrahús í Reykjavík. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.