Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. september 1983 3 Eigendaskipti að Sportvík Eins og fram kom i siðasta blaði hafa orðið eigendaskipti að sportvöruversluninni Sportvik, Hringbraut 92. Hinn nýi eigandi er Rúnar Helgason. Sagði hann i viðtali við blaðið að verslunin myndi veróa áfram með sama sniði og áður, þó breytingar verði með nýjum eigenda, en hverjar þær verða mun timinn leiða i Ijós. Myndin erafRúnari i verslun- inni. - epj. GOS - SÆLGÆTI TÓBAK - FILMUR TOMMA HAMBORGARAR FITJUM - NJARÐVÍK Opið frá kl. 8.00 - 23.30. VÍKUR-FRÉTTIR í hverri viku Jsi_ Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Símar 1700 og 3868 KEFLAVÍK: 2ja herb. 60-70 m2 ibúö við Faxabraut sér inng. - 680.000. 3ja herb. íbúð við Mávabraut. 900.000. 3ja herb. íbúð við Faxabraut. 865.000. 3ja herb. íbúð við Suðurgötu. 725.000. 3ja herb. íbúð við Vesturbraut, sér inngangur. - 700.000. 3ja herb. nýleg ibúð við Háteig. 900.000. 3ja herb. góð risíbúð við Kirkjuteig. Góður staður. - 850.000. 3ja herb. góð íbúð við Háteig, suður- svalir. - 1.050.000. 4ra herb. 100 m2 íbúð á efri hæð við Aðalgötu, laus strax. - 900.000. 4ra herb. góð risíbúð við Hólabraut. 880.000. 4ra herb. 80-90 ferm. rishæð við Garöaveg. Góður staður. - 790.000. 110 m2 raðhús við Heiöarbraut, skipti möguleg. - 1.750.000. Gott eldra 3ja herb. einbýlishús við Hafnargötu. - 900.000. 100 m2 eldra einbýli við Garðaveg, ásamt bílskúr. - 1.300.000. NJARÐVÍK: Glæsileg nýleg 3ja herb. íbúð í fjór- býli við Fífumóa. - 1.100.000. 123 m2 endaraðhús við Hliðarveg á- samt bílskúr. Engar veðskuldir. 1.600.000. Góð 3ja herb. ibúð við Hjallaveg. 925.000. Góð 3ja herb. ibúð við Fífumóa. 925.000. GARÐUR: 143 m2 hús við Gerðaveg ásamt bíl- skúrssökkli. - 1.450.000. ÝMISLEGT: Gott 150 m2 verslunarhúsnæði við Hafnargötu. 240 m2 eign við Hafnargötu, miklir möguleikar, engar veðskuldir. Eignamiðlun Suðurnesja Búinn að selja á 4. hundrað bíla Austurbraut 1, e.h., Keflavik: 4ra herb. 120 m2 hæð ásamt góðum bíl- skúr. - 1.600.000. Bjarnarvelllr 3, Keflavfk: 121 m2 Viðlagasjóöshús, ásamt bílskýli, hitaveita. Skipti möguleg. - 1.650.000. Suðurvelllr 2, Keflavfk: 125 m2 einbýlishús ásamt bílskúr. Skipti mðguleg. - 2.200.000. Faxabraut 3, efrl haeð, Keflavfk: 90 m2 3ja herb. rúmgóð íbúð. Góður staöur. - 1.100.000. Klrkjubruat 24, Njarðvfk: 130 m2 hús ásamt 60 m2 bílskúr, ekki full- búið. Skipti á eign i Keflavík möguleg. 1.450.000. Norðurgata 25, Sandgerðl: 173 m2 hús á tveimur hæðum. Eign með mikla möguleika. Stafnesvegur 6, neðrl hæð, Sandgerðl: 2-3ja herb. íbúð í góöu ástandi, ásamt bil- skúr. Fagridalur 4, Vogum: 129 m2 hús, skemmtileg teikning, laust strax. - 1.400.000. Þeir voru ekki margir sem trúðu því að hér í Keflavík væri hægt að hafa atvinnu af bílasölu. Þetta hefur þótek- ist og vel það hjá Brynleifi Jóhannessyni, sem 22. apríl í vor opnaði bílasölu að Vatnsnesvegi 29a. Hann hefur haft það mikið að gera þennan tíma, að fljótlega bætti hann við öðrum manni við söluna. Af þessu tilefni tókum við Brynleif tali sl. helgi. Hann sagði að frá því hann opn- aði hefði hann skráð rúmlega 1000 bíla til sölu hjá sér og væri hann búinn að selja á fjórða hundrað þennan tíma. ,,Ég átti aldrei von á þess- um viðbrögðum," sagði Brynleifur, ,,ég átti von á að þetta yrði aðeins aukavinna hjá mér, ég yrði að starfa við verkstæðið að einhverju Algeng sjón við Bílasölu Brynleifs, mikið úrval af bilum á sýningarsvæðinu. leyti. Vegna þessa er nú í bí- gerð aukning á þjónustu og þá t.d. opnun á inniplássi fyrir dýrustu bílana." Þá sagði hann að flestir leyti eftir sem áöur. En þró- unin hefur orðið sú, að þetta er orðið mitt fulla starf og meira en það, því ég varð að ráða mér aðstoöarmann. Þetta hefur orðið mjög vin- sælt hér og jákvætt aö öllu bilanna sem selst heföu væru á veröbilinu 75-150 þús. kr. Þó hann hefði bæði selt dýrari og ódýrari bíla, væri eftirspurnin mest í þessa ódýru og sparneytnu bíla. - epj. Kaupmenn á Suðurnesjum skora á Kaupmannasamtökin: Afgreiðslutími verslana verði ekki lögbundinn Á fundi sem Félag kaupsýslumanna á Suður- nesjum hélt nýlega, var eft- irfarandi ályktun samþykkt samhljóða: ,,Við skorum á stjórn og fulltrúaráð Kaupmanna- samtaka íslands að hætta að beita sér fyrir lögbind- ingu á afgreiðslutíma versl- ana fyrir allt landið. Lítum við svo á að samningum um afgreiðslutíma verslana sé best varið í heimabyggð, enda aðstæður mjög mis- jafnar til reksturs verslana á landsbyggðinni." Var ályktunin send stjórn og fulltrúaráði Kaupmanna1 samtakanna svo og samtakanna svo og þing- mönnum Reykjaneskjör- dæmis. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 22. SEPTEMBER Eins og kunnugteraf frétt um hefur afgreiðslutími verslana verið mikið hita- mál í Reykjavík og þá sér- staklega eftir opnun Vöru- markaðarins á Seltjarnar- nesi. En hinn langi opnun- artími sem gildir hér á Suð- urnesjum er sennilega eins- dæmi hvað varðar verslanir úti á landsbyggðinni og verða margir höfuðborgar- búar hissa þegar þeir frétta hve hann er langur. Þá hefur hann verið þyrnir í augum ýmissa aðila innan Kaupmannasamtakanna. Vonandi fáum við að búa áfram við þessa þjónustu kaupmanna hér, án afskipta Reykjavíkurvaldsins. Hefur stjórn Kaupmanna- samtakanna ekki tekið álykt unina enn til afgreiðslu, en þeir hafa látið það frá sér fara að þeir stefni að sama opnunartíma verslana um allt land. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.