Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1983, Síða 5

Víkurfréttir - 15.09.1983, Síða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. september 1983 5 íslandsmótið - I. deild: Keflvíkingar seinir í gang - er þeir sigruðu ÍBÍ 3:0 Sl. laugardag léku Kefl- víkingar sinn síðasta leik í íslandsmótinu í ár. Var leik- urinn gegn ÍBl og var fyrir- fram búist við miklum bar- áttuleik, þar sem bæði liðin börðust fyrir því að falla ekki í 2. deild. Keflvíkingar hreinlega urðu að vinna leikinn ef þeir ætluðu að eiga möguleika á að halda sínu sæti í 1. deild. Staða (Bí var þó öllu verri því þó þeir ynnu áttu þeir sáralitla möguleika á að halda sér í deildinni. Leikurinn hófst og byrj- uðu heimamenn af miklum krafti og voru meira með knöttinn allan fyrri hálfleik- inn. Áttu Keflvikingar þá nokkur góð marktækifæri en tókst þó ekki að skora. Var það helst á 5 fnín. kafla sem Keflvíkingar voru óheppnir að skora ekki. Var þá mikil pressa við mark ÍBÍ en ekki vildi boltinn í hvíta ferhyrninginn. í siðari hálfleik mættu ís- firðingar svo ákveðnir til leiks. Fyrstu 15 mín. var pressa á mark Keflvíkinga, en Þorsteinn markvörður var vel á verði. Á 56. min. komst Jón Oddsson ÍBÍ inn fyrir vörnina, skaut föstu skoti frá vítateig, Þorsteinn kom út á móti og náði aðslá knöttinn meistaralega aftur fyrir endamörk. Á 60. min. var Ingvari Gu- mundssyni brugðið gróf- lega inni i vítateig ÍBl, og að sjálfsögðu var dæmd víta- spyrna. Einar Á. Ólafsson var látinn framkvæma spyrnuna, en er hann hljóp að knettinum virtist hann hrasa um lausa torfu í víta- teignum og fór skot hans himinhátt yfir markið. Eftir þetta kom Rúnar Georgsson inn áfyrir Björg- vin Björgvinsson og var þá eins og nýtt blóð færðist í keflvíska liöið. Samt sem áður voru sóknirnar hálf máttlausar og virtist svo sem menn héldu að þeir yrðu að sóla með knöttinn yfir marklínuna. Ragnar Margeirsson kom þó með skemmtilega til- breytingu frá þessu á 73. min. Hann fékk knöttinn frá Sigurði Björgvinssyni á miðjum vallarhelmingi ÍB(, tók sprett með hann inn i teig og skaut góðu skoti í hægra horn marksins - gott mark það. Aðeins tveimur mín. síðar fékk Rúnar sendingu frá Ragnari á svipuðum slóð- um og Ragnar fékk boltann frá Sigurði. Stakk Rúnarsér inn í teiginn fram hjá öllum varnarmönnum (Bíogskor- höndum á marklínu, sem sagt víti. Rúnar fram- kvæmdi vítið og varð ekki á nein mistök, 3:0. Stuttu síð- ar var leikurinn flautaður af. Leikur þessi var mikill baráttuleikur og voru Kefl- víkingar sterkari aðilinn. Bestu menn liðsins voru þeir Sigurður Björgvinsson, sem lék sinn besta leik í langan tíma, Ragnar Mar- geirsson, hann var að venj'u frískur í sókninni og síðast en ekki síst var Rúnar Georgsson góður eftir að hann kom inn á. Enn er óútséð með það hvort Keflvíkingar halda sæti sínu í 1. deild, en við verðum bara að vona að Valsmenn tapi leik sínum gegn ÍBV, en ef af þeirri von verður halda okkar menn sínu sæti. - gæi. Viti skal þaö vera. DAGBLÖÐ - VIKUBLÖÐ MÁNAÐRBLÖÐ - RAKBLÖÐ TOMMA FITJUM - NJARÐVÍK HAMBOROARAD Opið frá kl. 8.00 - 23.30. NÝ SENDING REYRHÚSGAGNA Vatnsnesvegi 12 - Keflavík - Sími 3377 aði auðveldlega fram hjá Hreiðari markveröi (B( 2:0. Eftir þetta var aldrei vafi á því hvorum megin sigurinn var. Rétt fyrir leikslok var svo mikil pressa við ísfirska markið. Dundu skotin á markinu en ekki vildi bolt- inn inn fyrr en Einar Ásbjörn skaut að markinu, en varnarmenn (B( brugðu þá á það ráð að verja með Golfklúbbur Suðurnesja: Systkinin sigurvegarar Barna- og unglingamót var haldið í Leirunni fimmtu daginn 8. ágúst sl. 30 hress ungviði voru mætt til leiks. Keppt var i þremur flokk- um: 1. og 2. flokki á litla vell- inu og í einum flokki með forgjöf á stóra vellinum. Hart var barist, þó sérstak- lega á litla vellinum, og voru úrslit mjög tvísýn allt fram á síðasta hring. Það var sérlega skemmtilegt að fylgjast með baráttuhug krakkanna, ekkert var gefið eftir. Ráðinn heilsu- gæslulæknir Gengið hefur verið frá ráðningu á Jóni Aðalsteini Jóhannssyni sem heilsu- gæslulækni við Heilsu- gæslustöð Suðurnesja. Hefur hann tekið við starf- inu sem slíkur. - epj. Úrslit urðu þessi: Stóri völlurinn: h.n. Sigurþór Sævarsson . 74 Pétur Ingi Arnarson .. 75 Guðmundur Bjarnas. . 79 1. fl. á litla velllnum: h. Karen Sævarsdóttir .. 76 HlynurJóhannsson .. 77 Jóhann Júlíusson .... 81 2. fl. á litla vellinum: h. Davíð Jónsson ........ 84 Arnar Ástþórsson .... 91 Jörgen Eiríksson ..... 92 Til gamans má geta þess að Davíð Jónsson er nýlega orðinn 7 ára gamall. Dreng- urinn sá er bróðir Magnús- ar Jónssonar sem er hand- hafi meistaratignar Golf- klúbbs Suðurnesja. Ekki er ósennilegt að Davíð litli veiti bróður sínum harða keppni, en trúlega þarf hann að bæta nokkrum árum við aldur sinn áður en það skeður. - K.S. Stærsta sportvöruverslun á Suðurnesjum Hringbraut 96 - Keflavík vekur athygli á breyttum opnunartíma á föstudögum kl. 9 til 22.00 laugardögum kl. 13.00 til 15.00 Verslið í lifandi verslun - verslun sem vex. Póstsendum um allt land.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.