Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. september 1983 Litla leikfélagið, Garði: Byrjað að æfa „Spanskfluguna" Nú eru hafnar æfingar á gamanleikritinu „Spansk- flugan" hjá Litla leikfélag- inu í Garði, undir stjórn Guörúnar Ásmundsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðrún setur þetta á svið, því hún setti þetta sama verk upp hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur fyrir um það bil 12 áru, síðan, og naut það mikilla vinsælda þegar það var sýnt. Þetta leikrit er eftir þá Arnold & Bach, leikendur eru 12 talsins. Þetta verk- Frábært hjá ungu kylfing- unum á írlandi Þrir kylfingar frá Golf- klúbbi Suöurnesja toku þátt i alþjóðlegu móti ,,Air Lingus" golfmóti á írlandi í síöustu viku. Þarna voru saman komnar sveitir frá tólf þjóð- um, og er skemmst frá því að segja að sveit GS með þá Gylfa Kristinsson, Magnús Jónsson og Sigurð Sigurðs- son, lenti í fimmta sæti, sem Myndarlegur farmur Eins og fram hefur komið i blaöinu aó undanförnu hefur þeim iðnfyrirtækjum sem selja sina framleiöslu á stór- Reykjavikursvæðið og út um land, farið fjólgandi hérsyðra. Eitt þessara fyrirtækja er Rammi hf., en meðfylgjandi mynd var tekin nýlega er bill frá fyrirtækinu var að fara með myndarlegan farm út á Álftanes. - epj. Sveit GS lenti í öðru sæti á Jaðarsvelli á Akureyrí Það var stutt stopp hjá þeim írlandsförunum Gylfa Kristinssyni, Magnúsi Jóns- syni og Sigurði Sigurðs- syni, þvi þegar þeir komu heim um miðnætti aðfara- nótt föstudags þá þurftu þeir að fara strax um morg- uninn til Akureyrar í sveita- keppni GS(. Auk þeirra var í sveitinni Hilmar Björgvins- son. Leiknar voru 72 holur laugardag og sunnudag, og eftir fyrri dag höfðu þeir GS-menn þriggja högga forystu á Golfklúbb Reykja- víkur. Daginneftirgekkekki alveg eins vel og þegaryfir lauk höfðu Reykvíkingarnir ellefu högga forystu og hlutu þar með 1. sætið. Léku þeir á 950 höggum. Sveit GS spilaöi á 961 höggi. Magnús Jónsson lék best allra keppenda, lék 72 holurnar á 309 höggum. ój. Ollu óþarfa ótta Um kl. 22 á mánudags- kvöldiö í siðustu viku varö fólk sem statt var í hinum ýmsu verslunum og þjón- ustustofnunum við neðri hluta Hafnargötu, vart við mikla reykjarlykt inni í hús- unum, auk þess sem aðrir urðu varir við mikiö neista- flug frá versluninni Pósei- don. Er betur var að gáö reyndist bæði reykjarbræl- an og neistaflugiö stafa af báli sem kveikt haföi veriö neðan gömlu lögreglu- stöövarinnar. Sökudólgarnir reyndust hafa i barnaskap sínum kveikt í drasli. Sem beturfór verð ekki tjón af reyknum, en litlu munaði og þá sér- staklega í versluninni Póseidon. - epj.________ 1 með 13 rétta Nú þegar leikjum ÍBK lauk í 1. deild var farið yfir getraunaseðil þann sem knattspyrnuráö gaf út í vor. Þá kom í Ijós að einn seðill var með 13 rétta og er hand- hafi þess seðils beöinn að hafa samband viö knatt- spyrnuráð. Úrslit uröu þessi: 2-1-1, 1-1-2, 1-X-2, 2-2-1, 1-2-1,2-2-1. epj. efni er það 16. sem tekið er til sýningar hjá þeim í Garð- inum og verður eflaust gaman aö sjá hvernig til tekst. - ój. Næsta blafi kemur út 22. september. er einn besti árangur sem íslensk golfsveit hefur náð erlendis. Þarna voru leikn- ar 36 holur og lék Sigurður á 154 höggum, Magnús á 159 höggum og Gylfi á 160 höggum. Sveitin lenti eins og áður segir í fimmta sæti og vilja Víkur-fréttir óska þeim þre- menningum til hamingju með þennan frábæra ár- angur. Liösstjóri sveitarinnarvar Hörður Guðmundsson, for- maður GS. - ój. Hinir frábæru TOMMA-HAMBORGARAR TOMMA HAMBORCARAR FITJUM - NJARÐVÍK Opið frá kl. 8.00 - 23.30. Bílasala Brynleifs Vatnsnesvegl 29a - Keflavík - Slmi 1081 Mikið af bifreiðum á skrá. Komið og kynnið ykkur úrvalið. Opið alla virka daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 10-16. BÍLASALA BRYNLEIFS Keflvíkingar Suðurnesjamenn HINAR GEYSIVINSÆLU doncano úlpur fást hjá okkur. V Siml 2006 Hrtngbraut 92 - Keflavik Veggflísar og gólfflísar frá VILLEROY& BOCH ¦ -.¦-¦•.-í¦¦¦ ¦ ¦¦ ¦ - ¦ ¦ ¦¦¦ ¦¦.¦¦:,;„.¦.;.¦.......:,,,„.:.V.,. i^PWfP í miklu úrvali. JÁRN & SKIP Víkurbraut - Símar 1505, 2616

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.