Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. september 1983 9 Keypt til niðurrifs Keflavíkurbær hefur keypt húsiö að Kirkjuvegi 7 í Keflavík til niöurrifs, en húsiö er ekki taliö ibúöar- hæft. - epj. Bridgekvöldin aö hefjast Þriöjudaginn 20. þ.m. kl. 20 hefst vetrarstarf Bridge- félags Suöurnesja, en i vet- ur verður æft í hinu nýja húsi Karlakórs Keflavíkur við Vesturbraut. Eræskilegt að allir þeir sem ætla að vera með í vetur mæti á fyrsta kvöldið og eru konur sérstaklega hvattar til aö vera með. Vitað er um mik- inn fjölda kvenna sem ekki hafa mætt á þessi bridge- kvöld, en nú ættu þær að láta sjá sig. Félagið er ennfremur op- ið fyrir alla Suðurnesja- menn sem áhuga hafa fyrir bridge. - epj. SJÓEFNAVINNSLAN Framh. af 1. síöu að 1800 m dýpi. Endanleg mæling hefur ekki verið f ramkvæmd en áætlað er að holan gef i um 100 kg af guf u pr. sek., sem er fjórum sinnum betri árangur en notað var sem reiknifor- senda saltvinnslu í upphafi. Tilraunarekstur salt- vinnslu hófst í maí 1982 og voru fyrstu þrir mánuðir notaðir í prófunar- og sam- ræmingarrekstur. Hönnun- arafköst, þ.e. 5 tonn á sólar- hring, hafa náöst og um 250 tonn hafa verið framleidd. Framleiðsla var stöðvuð í einn mánuð meðan verið var að breyta holu nr. 8. Búið er að leysa vandamál um kísilúrfellingu í krist- öllunarpönnu en verið erað vinna að lausn á sveiflum í Kalsíum Clóríð innihaldi sem hefur verið 0.2%. Niðurstöður tilrauna Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins í Vestmanna- eyjum sýndu að verðmæta- aukning saltfisks sem salt- aður var með Reykjanes- salti í samanburði við Mið- jarðarhafssalt, var 2.61%, sem er um 55 milljónir kr. á ársgrundvelli miðað við 50.000 tonn af salti og verð- lagi í sept. '82. Natríum Klórat-fram- leiðsla 20.000 t/ár hefur verið könnuö í samræmi við lög um Sjóefnavinnsluna. Hafa 4 erlend fyrirtæki sýnt málinu áhuga. Stóriðju- nefnd er samræmingaraðili fyrir iðnaðarráðuneytið um þetta mál og hafa þeir ný- verið fengið skýrslu um málið og er beöið ákvörð- unar þeirra. í maí sl. fór formaður ásamt Sig. Hallssyni efna- verkfræðingi, á saltráð- stefnu i Toronto, Kanada. Ferðin var notuð til að hafa samband við væntanlega bjóöendur í Fínsaltverk- smiðju og einnig Allied Chemicals um Calsíum Clórið sölu. Niðurstöður þessara viðræðna urðu þær að 2 yfirverkfræðingar frá Vegagerð ríkisins sem voru á ferð í Bandaríkjunum fóru til Kanada og kynntu sér nýjustu aðferðir i notk- un Kalsíum Klórið við að stabilisera vegi. Niðurstöð- ur eru mjög jákvæðar um að hægt sé að nota kalsíum við að stabilisera malarvegi hér á landi." Þá fór fram stjórnarkjör og var stjórnin öll endur- kjörin meö þó einni undan- tekningu að Iðnaðarráðu- neytið skipti um fulltrúa í aðalstjórn, þ.e. Halldór Ibsen kom í stað Elsu Kristj- ánsdóttur. Stjórnin er því þannig skipuð: Guðmundur Einarsson formaður, skipaður af iðn- aðarráðherra, Friðrik Á. Magnússon og Gunnar Sveinsson kosnir af aðal- fundi, Halldór Ibsen skip- aður af iðnaöarráðherra, Árni Kolbeinsson skipaöur af fjármálaráðherra. Aðal- starfsmenn eru Baldur Lín- dal tæknilegur ráðgjafi og hönnunarstjóri, Finnbogi Björnsson framkvæmda- stjóri, og Gunnar Hasler verkstjóri. Starfsmenn eru 8 talsins, 6 á verksmiðju- svæði og 2 á skrifstofu. epj. HAGKAUP OG------ Framh. af baksíðu Fitjum hefði verið brotið blað varðandi frágang nýrra fyrirtækja á umhverfi sínu í Njarðvík, þar sem gengið hefði verið frá öllum hlutum strax. Væri það því von nefndarinnar að aðrir verk- takar og byggingaaðilar tækju sér þá til fyrirmyndar. Þeir þrír aðilar sem fengu verðlaun fyrir góða umhiröu á húsi og lóð um langt árabil voru Arnheiður Magnúsdóttir og Árni Sigurðsson að Kirkjubraut 17, Eyrún Helgadóttir og Bárður Olgeirsson að Þórusstíg 17, og Árný Ólafs- dóttir og Eiríkur Þorsteins- son aö Borgarvegi 9. - epj. Afmælishapp- drætti HSS Dregið hefur verið í af- mælishappdrætti Hjálpar- sveitar skáta í Njarövík, og af því tilefni hafa hjálpar- sveitarmenn beðið blaðið að koma á framfæri þökkum fyrir stuðning við þá með kaupum á happ- drættismiðunum. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1. vinningur kom á miða nr. 289. 2. vinningur kom á miða nr. 467. 3. vinningur kom á miða nr. 105. 4. og 5. vinningur kom á miöa nr. 49 og 151. 6. vinningur kom á miða nr. 193. epj- Skátastarf Heiðabúa að hefjast Nú er vetrarstarf hjá Heiðabúum að hefjast, en innritun verður hjá Skátafé- laginu milli kl. 14 og 17 n.k. laugardag 17. september í Skátahúsinu. Eru allir þeir sem ætla að starfa í félag- inu í vetur beðnir að koma til innritunar á laugardag- inn og greiða ársgjaldið, sem er 350 kr. í vetur mun verslunin Sproti selja skátavörur, svo sem búninga, merki og bækur. - epj. Bæjarstjórn Keflavfkur: Tekur undir mótmæli um- ferðarnefndar Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur á þriðjudaginn í síðustu viku voru mótmæli umferðarnefndar vegna yf- irgangs Njarðvíkurbæjar varðandi lagningu „Njarð- víkurfrekjunnar" svoköll- uðu, samþykkt. Ekki var talin ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu. - epj. Vitni vantar Mánudaginn 5. septem- ber sl. var ekið á kyrrstæðan bíl af Datsun-gerð, brúnan að lit, þar sem hann stóð á Tjarnargötu við verslunina Nonna& Bubba. Þarsemsá sem að verki var stakk af, óskar lögreglan eftir vitnum að þessu, en þettaskeði rétt fyrir hádegi. - epj. Nýr eigandi að Video King Sl. þriðjudag tók nýr eig- andi við videoleigunni Video King, að Hafnargötu 32 í Keflavík, en það er Rún- ar Hartmannsson úr Höfn- um. Mun hann flytja í hús Hannesar Ragnarssonar, þar sem lögreglustööin var áður til húsa, þegar það hús er tilbúið. - epj. Sölulúgan opin frá kl. 8.00 - 23.30. TOMMA FITJUM - NJARÐVÍK hamborgara* Opið frá kl. 8.00 - 23.30. "*?^^WrB Sími 2760 Grófin 7 - 230 Keflavík • Bifreiðaverkstæði • Vélastillingar • Hjólastillingar • Bremsuborðaálímingar • Rennum bremsuskálar, ventla og sæti • Púströraviðgerðir • Allar almennar viðgerðir ijíV 5-W ".' ?.. Suðurnesja- konur athugið Líkamsþjálfun — Leikfimi Ný 5 vikna námskeiö hefjast 19. og 20. september. 50-60 mínútna leikfimi með músík fyrir dömur á öilum aldri. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Tvisvar í viku á þriöju- dögum og fimmtudögum í íþróttasal Njarövíkur, og nú einnig í Keflavlk. Kvöld- tímar á mánudögum og miövikudögum í Iþróttasal Barnaskólans í Keflavík. Konur, Sandgerðl, athugiö: 5 vikna leik- fiminámskeiö hefst 19. sept. í íþróttahúsi Sandgeröis. Styrkjandi og liðkandi fyrir dömur á öllum aldri. Vigtun, mæling, og nýi matarkúrinn frá Líkamsrækt Jassball- etskóla Báru. - Nú er bara aö skella sér í fjörið. 70 mínútna leikfimi fyrir ungar dömur 16áraog eldri (þjálfunarkerfifyrirjass- ballet) á mánudögum og miövikudög- um og frjáls mæting á laugardags- morgnum. Upplýsingar og innritun í síma 6062. k Birna Magnúsdóttir m i ¦¦¦-. I ¦ ¦ Keramik-kynning frá Keramik-húsinu verður í versluninni laugardaginn 17. september frá kl. 13-16. FÖNDURSTOFAN Hafnargötu 68, Keflavík, sími 2738 ;•-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.