Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. september 1983 11 Föndurstofan með brennslu á keramiki N.k. laugardag veröur Föndurstofan, Hafnargötu 68a, með sýnikennslu í meðferð á keramíki, og af þvi tilefni höföum við sam- band við Garðar Sveinsson hjá Föndurstofunni til að fræðast nánar um vinnslu á keramiki. Búið að ráða lögregluþjóna Þrír lögregluþjónar hafa verið ráðnir til lögreglunnar í Keflavík, en alls sóttu 27 manns um þessar 3 stöður. Þeir sem ráðnir voru eru Þorsteinn Bjarnason, Sigur- björn Hallsson og Skúli Björnsson. - pket. „Við seljum keramikvör- una hérna og kaupir fólkið þetta algjörlega hrátt og vinnur það sjálft heima," sagði Garðar. „Hefur þetta verið mjög vinsælt hjá hús- mæðrum og jafnvel einnig hjá karlmönnum. Við selj- um einnig verkfæri sem það notar við að laga vöruna til, en síöan sjáum við um að brenna það. Er þetta mjög vinsæl og sniðug tóm- stundaiðja. f stuttu máli er hægt að fá allt til að búa til þessa fallegu muni hjá okkur og einnig sjálfa brennsluna, en það hefur ekki veriö hægt að fá hana hér syðra síðan Keramik- húsið hætti. Sýnikennsla verður síðan hér í versluninni n.k. laug- ardag kl. 1 -4 s.d., og verður hér leiðbeinandi frá Kera- mikhúsinu sem sýnir fólki hvernig vinna éigi viö þessa muni." - epj. Hljómleikar í Félagsbíói N.k. föstudag munu þeir Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari halda tónleika í Félagsbíói í Keflavík kl. 21. Gæsluvellir Gæsluvellir Keflavíkurbæjar við Miðtún, Ásabraut og Baugholt, verða opnir á tíma- bilinu 16. september til 1. maí, kl. 13-16. Vellirnir verða opnir alla virka daga nema laugardaga. Félagsmálafulltrúi Keflavíkurbæjar Sandgerðingar - Suður- nesjamenn, athugið Traktorsgrafa MF-50 - Beltagrafa HM-580. Til leigu í stór og smá verk. Höfum líka fyll- ingarefni í grunna og lóðir. Erum með umboð fyrir túnþökur. Vinnum einnig á kvöldin og um helgar. Gerum einnig föst tilboð. Óskar og Herbert Guömundssynir Óskar, sfmi 7184 - Herbert, sfmi 7250 Kristinn er við nám í Vín- arborg hjá próf. Helene Karusso og Christian Moeller. í sumar tók hann þátt í alþjóðlegri keppni ungra óperusöngvara i Vin og hreppti sérstök verð- laun sem ,,The Philadelphia Opera Company" veitti. Hann hefur tekið þátt í tón- leikum og óperusýningum hér heima, en auk þess hefur hann sungið i Austur- ríki, Þýskalandi, Ungverja- landi, ítalíu og Spáni. Jónas er einn af reynd- ustu undirleikurum lands- ins. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík og seinna framhalds- nám við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg. Að námi loknu árið 1970 hefur hann starfað sem tónlistarkenn- ari, kórstjóri og pianóleik- ari, og sem slíkur ýmist sem einleikari meö hljómsveit og meðleikari með söng og hljóðfærum. Jónas hefur f rá 1970 komið f ram á 30-50 tónleikum árlega í Reykja- vík, um landið vítt og breitt, og einnig á Norðurlöndum, Englandi, Rússlandi, Litháen og Bandaríkjunum. Þeir Kristinn og Jónas héldu tónleika í Reykjavík dagana 21. og 22. ágúst. Húsfyllir var á báðum tón- leikunum og fengu þeir hina bestu dóma gagnrýn- enda. Á efnisskránni verða Ijóð og áríur eftir Bizet, Ives, Mozart, Schubert, Verdi og Wagner. Tónlistarfélag Keflavikur Gunnar kaupir aftur Sl. vetur sögðum viö frá eigendaskiptum á Gunnars- bakaríi, þar sem Gunnar Sigurjónsson seldi syni sín- um, Magnúsi, fyrirtækið. Nú hefur Gunnartekiðaftur við fyrirtækinu og Magnús flutt aftur norður til Akur- eyrar. - epj. Að lokinni verslun hjá okkur hvetjum við þig til að spenna beltin og kveikja Ijósin þegar þú ekur í burtu, við viljum helst sjá þig aftur óskaddaðan. TOMMi FITJUM - NJARÐVÍK HAMSORGARAR °Pið frá kl- 80° " 23-30. Viðtalstími Starfsmaður stjórnar verkamannabústaða í Keflavík verður til viðtals alla þriðjudaga f rá kl. 13-15 á bæjarskrifstofunni, Hafnar- götu 12. Stjórn verkamannabústaða í Keflavík Lögtaks- úrskurður Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýsla Það úrskurðast hér með, að lögtök geta far- ið fram fyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þinggjaldsseðli 1983, erféllu íeindaga hinn 15. fyrra mánaðar og eftirtöldum gjöldum álögðum árið 1983 í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eigna- skattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysa tryggingagjald vegna heimilisstarfa, iðn- aðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála- gjald, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um almanna- tryggingar, lífeyristryggingargjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingar- gjald, launaskattur, skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjald, bifreiðaskattur, slysa- tryggingargjald ökumanna, vélaeftirlits- gjald skemmtanaskattur og miðagjald, vörugjald, gjöld af innlendum tollvöruteg- undum, matvælaeftirlitsgjald, gjald til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutnings- og út- flutningsgjöld, skráningargjöld skips- hafna, skipulagsgjald af nýbyggingum, gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti ársins 1983 svo og nýálögðum hækkunum söluskatts vegna fyrri ára, allt ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði. Ennfremur nær úrskurðurinn til skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til ríkissjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birt- ingu pessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Keflavík, 6. sept. 1983 Bæjarfógetlnn í Keflavfk, Grlndavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.