Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.1983, Síða 1

Víkurfréttir - 22.09.1983, Síða 1
Þaö er ekkert smá gutumagn sem kemur upp úr holunni Sjóefnavinnslan á Reykjanesi: Borholu nr. 9 hleypt upp Laust fyrir kl. 14 á mið- vikudag í síðustu viku var borholu nr. 9 hjá Sjóefna- vinnslunni hf. á Reykjanesi hleypt upp sem kallað er, þ.e. hún var opnuð í fyrsta sinn, að viðstöddum ýmsum forráðamönnum frá fyrirtækinu, Orkustofnun o.fl. aðilum. Borhola þessi er 1440 m djúp og tók vinna við borunina 27 daga og er kostnaður nú um 14 milljónir króna. Endanleg mæling hefur ekki verið framkvæmd, en áætlað er að holan gefi um 100 kg af gufu pr. sek. Er það fjórum sinnum betri ár- angur en notað var sem reikniforsendur saltvinnslu í upphafi. - epj. Gunnar Hasler verkstjóri opnar fyrir holuna Hóf fjöldaútgáfu á inni- stæðulausum tékkum - úr 20 ára gömlu stolnu tékkhefti í síðustu viku stal fert- ugur maður, sem aldrei áður hefur komist í kast við lögin, ávisanahefti í íbúð í Keflavík. Var hér á ferðinni 20 ára gamalt hefti með tæpum 50 eyðublöðum, en þrátt fyrir að eyðublöðin væru nokkuðfrábrugðin því sem notuð eru í dag, átti hann í litlum erfiðleikum með að losna við ávísan- irnar í verslunum í Keflavík. Voru gefnarút12ávísanir að upphæð frá 1500-3000 kr. hver. Síðan afhenti hann kunningja sinum í Reykja- vík heftið, áður en hann sjálfur var handtekinn. Hóf sá í Reykjavík þegar útgáfu úr heftinu, en þrátt fyrir að lögreglan vissi hver hann var, hafði sl. mánudag ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Athygli vekur í máli þessu, hve verslunarfólk virðist vera kærulaust er það tekur á móti ávísunum, þvi aðeins í einni verslun- Aukið tékkamisferli Það sem af er sumri hefur orðið mikil aukning á kæru- málum hjá Rannsóknarlög- reglunni vegna innistæðu- lausra ávísana. Sagði Vík- ingur Sveinsson, rannsókn- arlögreglumaður, að síöan í vor hefði þessum kærumál- um fariö jafnt og þétt vax- andi. Er hér yfirleitt um smáar Keflavík: Treg aflabrögð Að sögn Hafsteins Guðna sonar á hafnarvigtinni í Keflavík hafa aflabrögð veriö mjög treg í öll veiðar- færi. Sem dæmi þar um hafa línubátar landað 5 tonnum eftir tvær setningar og algengur afli hjá neta- bátum þetta 2-3 tonn. Ein undantekning er þó varðandi afla netabáta, en þar sker Stafnes sig nokkuð úr með þetta 5-7 tonn í róðri. Þó nokkur fjöldi báta stundar nú netaveiðar frá Keflavík og hefur sá fjöldi sjaldan veriö meiri. - epj. upphæðir að ræða og virð- ast þær komafráfólki úröll- um stéttum, þó aukningin sé hvað mest hjá þeim sem lítið hafa milli handanna. Má því segja að peninga- leysið í þjóðfélaginu sé farið aö segja til sín. Þessi kærumál eru yfir- leitt þannig til komin, að verslanirnar sitja uppi með ávísanir sem þær fá ekki innleystar og þvi leggja þær fram kærur fyrir tékkamis- ferli. - epj. 52 umferðar- slys í ágúst Umferðarráð hefur gefið út mánaðaryfirlit umferðar- slysa í ágúst 1983 og kemur þar fram, að í þeim mánuði urðu 26 umferðaróhöþþ í Keflavík, 18 á Keflavíkur- flugvelli og 8 annars staðar i Gullbringusýslu. Einungis var um eigna- tjón að ræða í þeim öllum nema einu, sem átti sér stað í sýslunni, en þar urðu meiri háttar meiðsli. - epj. inni sagðist afgreiðslu- kona ætla að athuga málið, og hljóp þá viðkomandi út, en skildi ávísunina eftir. Hefði afgreiðslustúlkan lát- ið lögregluna vita, hefði verið hægt að stöðva frekkari útgáfu, en það var ekki gert og því fór sem fór. Ætti allt afgreiðslufólk sem verður vart við grunsamlegar ávísanir, að láta lögregluna vita strax um málið, svo hægt verði að ná í kauða og stöðva frek- ari vandræði. Lögreglunni hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem notuðu heftið í Reykja- vík og reyndust þeir vera tveir. - epj. Kom með slasaðan sjómann Togarinn Engey frá Reykjavík komfyrirstuttutil Keflavíkur með slasaðan skipverja sem hafði orðið með annan fótinn á milli er skuturinn lokaðist með sjálf virkum útbúnaði. Slapp skipverjinn tiltölu- lega vel, skaddaöist þó á rist og hæl. - epj. Ný samþykkt um hundahald Ný samþykkt um hunda- hald hefur tekið gildi fyrir öll byggðarlögin á Suður- nesjum og kveður þar svo á að hundahald sé bannað i öllum sveitarfélögunum að undanskildum þarfahund- um á lögbýlum, leitarhund- um og hundum til aðstoðar blindum og fötluðu fólki skv. læknisráði. Sveitarstjórnum er þó heimilt að veita undanþágu til hundahalds gegn ákveðn um skilyrðum. Verður fjall- að nánar um þau skilyrði síðar. - epj. Flaug af torfæruhjóli og slasaðist Sl. sunnudag slasaðist ökumaður á torfæruhjóli þar sem hann var að leik úti á Reykjanesi. Þar sem aðstæður á slysstað voru nokkuð erfiðar þurfti að sel- flytja hinn slasaða af slys- stað og að sjúkrabílnum, sem fór með hann fyrst á sjúkrahúsið í Keflavík, en síðan á Borgarspítalann i Reykjavík vegna ótta um hryggbrot. Torfæruhjól það sem hinn slasaði var á eru alveg ný af nálinni og eru þau bæði óskráð og ótryggð. Er hér um að ræða tæki með 3 hjólum. Var hinn slasaði í hópi unglinga úr Reykjavík sem voru þarna að leik og flaug hann fram af hjóli sínu þar sem hann var að aka í sandhólum. - epj. Sjúkraflutningamenn, lögregla og rannsóknarlögreglan áttu i erf- iöleikum meö aö komast á slysstaö. Eitt kíló á hvern sentimetra Fyrir stuttu var sagt frá stórlúðu sem landað hafði verið á Akranesi, en á mið- vikudag í síðustu viku var líka landað upp úr b.v. Berg- vík stórri lúðu. Sú sem hing- að kom var aö vísu 10 cm styttri en sú sem kom á tand uppi á Skaga, en 49 kg þyngri. Lúðan sem Bergvík fékk á Látragrunni var 250 cm á lengd og 107 cm á breidd og vó 250 kg, sem sé að jafnaöi var hver lengdarsentimetri eitt kg að þyngd. - epj. Lyftarinn hjá Hraöfrystihúsi Keflavíkur rétt hafði þaó að lyfta lúöunni i fulla hæó.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.