Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 22. september 1983 VÍKUR-fréttir veriutedi Sími 3003 Grófin 7 - 230 Keflavik Eigum fyrirliggjandi og smíðum pústkerfi í flestar tegundir bifreiða. Önnumst einnig uppsetningu. Tölvunámskeið Keflvíkingar, Suðurnesjamenn Ný námskeið hefjast í byrjun október, og þá hefjast einnig unglinganámskeið. Innritun í síma 1373 og 91-43335. TÖLVUMENNT Afgreiðslustúlka óskast í Sundhöll Keflavíkur frá 1. okt. n.k. Nánari upplýsingar veitir Sundhallarstjóri. SUNDHÖLL KEFLAVÍKUR Frá Félagi smábátaeig- enda í Keflavík og Njarðvík Áríðandi fundur verður haldinn sunnudag- inn 25. sept. n.k. kl. 14 í Gagnfræðaskól- anum. Á fundinn mætir Vilhjálmur Gríms- son, bæjartæknifræðingur. Stjórnin Starfsmaður óskast Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Kefla- vík, óskar að ráða starfsmann frá 1. okt. 1983. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir sendist til Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, Hafnargötu 88, Keflavík. Hestamenn, Suðurnesjum Fjórði partur úr 16 hesta húsi með aðgang að kaffistofu, hnakkageymslu og öðru sem fylgir húsinu, til sölu á Mánagrund við Sandgerðisveg. - Upplýsingar gefur EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA Sími 1700 - 3868 Keflavík: Kvensjúkdómalæknir ráðinn Á fundi í stjórn Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishér- aós nýverið var tekin fyrir ráöning sérfræöings í kven- sjúkdómum og fæöingar- hjálp. Umsækjendur voru Lokið fjár- hliðunum við Háabjalla Theodór Guölaugsson smali, haföi samband við blaöið og baö um að því yrði komiö á framfæri að aðili sá sem væri meö aöstööu til að ná í hraungrýti innan viö fjárgirðinguna viö Háa- bjalla, lokaöi á eftir sér fjár- hliöinu sem hann skildi alltaf eftir opið þar. í gegnum opiö hliðið færu rollurnar inn á lokuð svæöi og væri hann oft búinn aö tala við viðkom- andi aðila, án þess að hann tæki nokkurt mark á því. epj. Theodór Guólaugsson smali, ásamt tveimur hundum sinum. Hvað er Krabbameinsvörn Kefla- víkur og nágrennis? Einu sinni var ég stödd á fundi hjá Styrktarfélagi aldraöra. Var mér þar boðin þátttaka í Krabbameins- vörn Keflavíkur og ná- grennis, og þar sem ég taldi Jónína Guðjónsdóttir ráðin bæjarbókari Ekki alls fyrir löngu var ráöinn nýr bæjabókari hjá Keflavíkurbæ. Fimm um- sóknir bárust og samþykkti bæjarráð að ráða Jónínu Guðjónsdóttur til reynslu. Jónina lauk stúdents- prófi frá Samvinnuskólan- um að Bifröst sl. vor, en vann nú síðast í Samvinnu- bankanum í Keflavík. pket. að ég gengi með þessu í Krabbameinsfélag íslands ákvað ég að ganga í félagið. Síðan hef ég ekkert frétt af þessum félagsskap þar til um daginn, að til mín kom maður og rukkaði mig um þrjú ársgjöld, þ.e. 1981 kr.30,1982 kr. 50 og 1983 kr. 100. því óska ég nú eftir að fá svar viö því hvenær fundir séu haldnir. Ég hef aldrei séð þá auglýsta, og hvaö gerir þetta félag? Ég hef aldrei séö neina pésa eða neitt frá þessu félagi og því spyr ég líka, hver ber ábyrgð fyrir Krabbameins- vörn Keflavíkur og ná- grennis, ef aldrei hafa verið haldnir fundir? Við þessum fyrirspurn- um vil ég fá svar birt í Víkur- fréttum. Suðurnesjakona tveir, Edward Kierman og Konráð A. Lúðvíksson. ( umsögn stöðunefndar kom fram að Edward hafði ekki aflað sér þeirra rétt- inda sem krafist er og kom því ekki til greina. Stöðu- nefnd mælti með umsókn Konráðs, sem hefur sér- fræðileyfi i kvensjúkdóm- um og fæðinaarhjálp í Svi- þjóð og á Islandi. Hann hefur auk þess nokkra reynslu af rannsóknum og ritstörfum i sinni grein. epj. Sjálfsbjörg: Merkja- og blaðasala um helgina Merkja- og blaðasala Sjálfsbjargarfélaganna um allt land verður um næstu helgi. Suðurnesjadeildin biður fólk að taka vel á móti sölufólki, en gengið verður í öll hús hér á Suðurnesja- svæðinu. Sölufólk getur haft samband við Jón Stígs- son í síma 2185 eða komið að Smáratúni 30 fyrir há- degi á laugardaginn. Með fyrirfram þökk. Sjálfsbjörg á Suöurnesjum Hróarsholts- búið Guðfinnur Gíslason, Mel- teig 10, Keflavik, hefur látið skrá hjá firmaskrá Árnes- sýslu firmanafnið Hróar- holtsbúið, en hér er um að ræða búskap og eignaum- sýslu sem hann rekur að Hróarsholti II i Villinga- holtshreppi, Árnessýslu. epj. JC-húsið endurbyggt Kirkjuvegur 39 í Keflavík, sem áður var nefnt JC- húsið, hefur eins og kunnugt er verið þyrnir í augum margra eftir að það brann fyrir nokkrum miss- erum. Nú hefur orðið breyting þarna á, því Garðhús hf. hefur sótt um leyfi til bygg- inganefndar Keflavíkur um aö mega klæöa húsið utan með standandi timbur- klæðningu og stækka glugga á suðurgafli. Tók bygginganefnd vel í er- indið. - epj. Honeybee pollen, „hin full- komna faeða". Sölustaöur: Hólmar Magnússon, Vestur- götu 15, Keflavík, sími 3445. - Sendum heim.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.