Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 22. september 1983 VÍKUR-fréttir VÍKUR-FRÉTTIR í hverri viku ATVINNA Viljum ráða nú þegar starfsfólk í snyrtingu og pökkun. Einnig vantar fólk til annarra starfa í frystihúsinu. Allar nánari upplýsingar gefur yfirverk- stjóri í síma 1104. HRAÐFRYSTIHÚS KEFLAVÍKUR HF. Dagmæður í haust verður haldið námskeið á vegum Félagsmálaráðs Keflavíkurbæjar, fyrirstarf andi dagmæður og aðra þá er vinna við dagvistun barna. Þeir sem ætla að taka börn í daggæslu eru hvattir til að sækja námskeiðið. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu félags- málafulltrúa, Hafnargötu 32, sími 1555. Þingmenn Reykjaneskjördæmis á fundi með bæjarstjórn Njarðvíkur Þingmenn Reykjanes- kjördæmis sátu fund meö bæjarstjórn Njarðvíkur sl. mánudag í Félagsheimil- inu Stapa, þarsemýmismál voru rædd. Lagöi bæjar- stjórn fram nokkra punkta sem sérstaka áherslu þarf aö leggja á. 1. Fjárveiting vegnaReykja- nesbrautar, lýsing brautar- innar frá Ytri-Njarövík aö Njarövíkurbraut í Innri- Njarðvík, auk þess lagfær- ing á öllum tengingum gatna í Ytri-Njarðvík að Reykjanesbraut. Kemur þetta til aöallega vegna til- komu Hagkaups, sem felur í sér aukinn umferöarþunga frá Keflavík að versluninni og viö svæðið þar í kring. 2. Fjárveiting vegna Njarö- víkurbrautar, lýsing vegar- ins frá Reykjanesbraut aö byggð í Innri-Njarðvík. 3. Fjárveiting: a) til dagheimilis í Innri- Njarðvík. b) til búningsklefa viö íþróttavöllinn vegna landsmóts UMF( 1984, c) til 25 m keppnislaug- ar vegna landsmóts UMFÍ 1984. SUÐURNESJAMENN Nú fer í hönd sá árstími þegar allra veðra er von. Almannavarnanefnd Suðurnesja hvetur húseigendur og umsjónarmenn fasteigna til þess að ganga sem best frá öllu utan dyra sem fyrst, og draga þannig úr hættu á óveðurstjóni í haust og vetur. Almannavarnanefnd Suðurnesja NJARÐVÍKURBÆR Útsvar Aðstöðugjald Lögtök eru hafin á ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum 1983, svo og eldri skuld- um. Gerið skil strax og forðist þannig óþarfa aukakostnað. Bæjarsjóður - Innheimta 4. Fjárveiting: a) til tækjakaupa og verkloka viö Heilsu- gæslustöð Suöurnesja, b) til áframhaldandi ný- byggingar Sjúkrahúss Keflavíkur, c) til Dvalarheimilis aldraöra, Garöi, d) til Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 5. Skipulagsmál. Færsla girðingar vegna varnar- svæða til aukningar á svæði til íbúðabygginga í Njarð- vík. 6. Póstur og Sími. Opnun pósthúss í Njarðvík. 7. Stóriðja, álver. Stapi - Vatnsleysuvík - Helguvík. 8. Sjóefnavinnsla. 9. Atvinnumál. Það má bæta því við að innan tíðar mun koma frum- varp um' Orkubú Suöur- nesja, en iðnaðarráðherra er með það í deiglunni nú og mun skýrast innan tíðar. Eftir fundinn fóru þing- mennirnir, sem voru mættir allir með tölu, með bæjar- stjórninni um bæinn og til þeirra svæða sem koma fram hér á undan. - pket. Til styrktar sjúkrahúsinu Börnin á myndinni héldu fyrir stuttu tombólu að Vestur- götu 17 og söfnuöu 1860kr., sem þau hafa afhenttilstyrkt- ar sjúkrahúsinu. Þau heita frá vinstri: Björn S. Unnarsson, Pétur K. Pétursson, Brynja L. Sævarsdóttir, Svanhildur Pétursdóttir og Freyja Ásgeirsdóttir. Meö þeim á myndinni er Iris ösp Pétursdóttir. - epj. Einar Páll Svavarsson Ráðinn bæjarritari á Sauðárkróki Nýlega var gengiö frá ráðningu í starf bæjarritara á Sauöárkróki, sem er í sjálfu sér ekki merkleg frétt hér fyrir sunnan, nema fyrir þær sakir að sá sem ráöinn var er Keflvíkingur að nafni Einar Páll Svavarsson. Er þetta annar aöilinn sem Sauökrækingar ráða héöan úr Keflavík í ábyrgð- arstööur á vegum bæjarins á þessu ári. Hinn var Matth- ías Viktorsson, sem gegnir þar stöðu félagsmála- og æskulýðsfulltrúa með meiru. - epj. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja: Hefur sölu minningarkorta Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja hefur hafið sölu á minningarkortum. Verða þau til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Aðalheiði i síma 1855 - Halldóru ísíma2193-Corn- elíu í síma 2449 - og á skrif- stofu félagsins, en síminn þar er 3448. Félagiö stendur nú í mikl- um byggingarframkvæmd- um, þ.e. verið er að breyta húsi félagsins að Túngötu 22 í Keflavík og koma þar upp fundarsal sem ætti aö geta rúmað flest alla félags- fundi, auk þess sem önnur aðstaöa verður bætt. Auk sölu minningarkort- anna hefur félagiö verið með gjafabréf til sölu og eru þau frádráttarbær frá skatti. Rennur ágóðinn til bygg- ingarframkvæmdanna. epj. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 29. SEPTEMBER

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.