Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 22. september 1983 11 Vernd - Virkni - Vellíðan Aldraðir og atvinna Maöur nokkur á níræöis- aldri vareittsinnspurðurað því, hvað hefði haft mest áhrif á hann á efri árum. Hann svaraöi: „Mesta áfall- ið sem ég hef fengiö á ævinni var þegar ég varð að hætta að vinna, og hafði bókastaflega ekkert að gera.“ Margir geta sjálfsagt tek- iö í sama streng og þessi aldni maöur. En þó fer það gjarnan eftir efnum og fé- lagslegum aöstæðum hverju sinni, hversu erfitt það reynist fólki að hætta að vinna. Sumum er sagt upp með litlum fyrirvara en Smáauglýsingar Tapað - Fundið Casio fermingarúr hefur tapast á leiðinni Bókabúð- Mávabraut. Finnandi vinsamlegast látið vita í sima 2458. - Fundarlaun. Herbergi tll lelgu Gott einstaklingsherbergi til leigu í Keflavík. Nánari uppl. veittar á afgreiðslu Víkur-frétta. Herbergi óskast Óska eftir að taka á leigu einstaklingsherbergi helst með baðaðstöðu, í Kefla- vík. Fyrirframgreiðsla. Nán- ari uppl. á afgreiðslu blaðs- ins. Óska eftir 1 herbergi og eldhúsi í Kefla vík eða Njarövík. Uppl. gef- ur John Daln í síma 2000- 4903. 3-4ra herb. ibúð óskast til leigu í keflavík eða Njarðvík sem fyrst. Uppl. í síma 2081 og 3518. Tll sölu hjónarúm úr basti ásamt tveimur náttborðum og rúm teppi. Verð kr. 10.000. Uppl. í síma 1555 (Guðbjörg) og 1390. Tll sölu notað sófasett, 3ja sæta + 2ja sæta + stóll, vel með far- ið. Uppl. í síma 1927. (sskápur Til sölu vel með farinn is- skápur. Uppl. í síma 1641. Tek að mér hvers konar innivinnu svo sem huröaísetningar, parketlagnir o.fl. Uppi. í síma 3476 eftir kl. 17. Tveir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 7078 eða að Heiðarbraut 2 í Garöi. AKAI hljómflutnlngstæki til sölu ásamt 55 w. magn- ara, kassettusegulbandi, tónjafnara og plötuspilara og skáp. Uppl. í síma 1805. ennþá lítt undir það búnir, aörir fá smám saman aö minnka viö sig vinnuna eftir þreki og löngun, og enn aörir hafa aðstöðu til þess að dunda sér heima við eftir að ævistarfi lýkur og þá jafnvel við verkefni sem þeir hafa lengi þráð að geta helgað sig. Þannig verður þessi breyting misjöfn eftir aðstæöum og einstakling- um. Hér á Suðurnesjum mætti gera meira af því að örva aldraða til þátttöku í tóm- stundastarfi, því það er staöreynd, að flestir eru tregir til að byrja, en þegar búiö er aö brjóta ísinn, þá er eftirleikur léttari og lífs- löngunin vakin á ný. (ítarlegri og greinargóðri könnun sem einn virtur sál- fræöingur gerði fyrir félags- málaráð Reykjavíkur á árunum 1976-77 um at- vinnumál aldraðra, kom í Ijós að margir aldraðir stunda lausavinnu utan heimilis, jafnvel á háum aldri. Könnunin leiddi m.a. í Ijós, að í aldursflokknum 60-69 ára stunda 74% at- vinnu, í aldurflokknum 70-79 ára stunduöu 28% vinnu, í aldursflokknum 80 ára og eldri stunda 18% vinnu. Þrátt fyrir þá stað- reynd, að ellilífeyrismörk hérlendis eru hærri en við- ast hvar annars staðar í ná- grannalöndum okkar, er þátttaka aldraðra mun meiri hérlendis en þar. Á miðvikudag í síðustu viku heimsótti norski söng- hópurinn Symre frá Osló, ýmsa vinnustaði i Keflavík og Njarðvik og skemmti starfsfólki. Síðar um kvöldiö kom hópurinn fram átónleikum (Stapameðaö- stoð Bergþóru Árnadóttur. Hópurinn, sem er nokkurs konar tónl istarleik- hópur, kom hingaðtil lands á vegum Vísnavina og Menningar- og fræöslu- sambands alþýöu, en á vegum Vísnavina komu þau fram víöa í Reykjavík. Hing- að til Suöurnesja komu þau ( ofangreindri könnun kom einnig í Ijós, að það heyrirtil undantekningar ef fólk hættir alveg vinnu um 67 ára aldur þrátt fyrir þá staðreynd að heilsa margra er brostin miklu fyrr. Að þessu framansögöu teldi ég þaö mjög gagnlegt fyrir sveitarfélögin hér á Suöurnesjum að láta gera svona könnun. Á efri árum eiga margir þess kost að skipta um vinnu eöa aö endurhæfa sig til nýrrar. Ég nefni hér fá- eina þætti, sem lítill gaum- ur verið gefinn hér á landi fram til þessa. 1) Auðvelda þarf öldruð- um aö skipta um vinnu og taka að sér verkefni sem krefjast ekki eins mikillar snerpu og álags sem fyrr. 2) Gera þarf öldruöum kleift að minnka við sig vinnu smám saman með sameiginlegu átaki atvinnu- rekenda, sveitarfélaga og yfirvalda. 3) Leggja þarf áherslu á endurmenntun og endur- hæfingu á fulloröinsárum. 4) Minni munur þyrfti aö vera á lífeyri frá Trygginga- stofnun ríkisins og raun- verulegum atvinnutekjum. 5) Hefja þarf markvisst starf aö undirbúningi elliár- anna meö útgáfu rita, bækl- inga, námskeiða og hvers kyns upplýsingastarfsemi. Ingólfur Bárðarson bæjarfulltrúi, Njarðvfk á vegum Verkakvennafé- lags Keflavíkur og Njarðvik- ur og Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis. Komu upplýsingar þess- ar fram í viötali blaösins við Aðalstein Sigurðsson, sem leikur með sönghópnum Hálft í hvoru, en hann var leiösögumaður Symre hérá landi. - epj. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 29. SEPTEMBER Skemmtu með söng á vinnustöðum Sönghópurinn Symre skemmtir starfsmönnum hjá Brynjólfi hf. i innri-Njarövik. Frá Gagnfræða- skólanum í Keflavík Vantar kennara fyrir tilfallandi forfalla- kennslu. Upplýsingar gefnar í síma 1135 eða 1045. Skólastjóri Bifreiðaeigendur á Suðurnesjum Aðalskoðun bifreiða i umdæminu lýkur á morgun. Þeir sem enn hafa eigi fært bif- reiðar sínar til skoðunar, mega búast við að þær verði teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Orðsending til húsbyggjenda fra Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu í haust og vetur, þurfa að sækja um tengingu sem fyrst, og eigi síðar en 1. október n.k. Hús verða ekki tengd, nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í pípustæðinu. Ef frost er í jörðu, þarf húseigandi aðgreiða aukakostnað, sem af því leiðir að leggja heimæðar við slíkar aðstæður. HITAVEITA SUÐURNESJA Brekkustíg 36, Njarðvík, sími 3200 Skrifstofu- starf Starfsmaður óskast á skrifstofu Gerða- hrepps í 1/2 stöðu frá 1. des. n.k. Starfið er aðallega fólgið í vélritun, skýrslu- gerð, innheimtu opinberra gjalda svo og almenn skrifstofuvinna. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. - Umsóknarfrestur er til 9. okt. n.k. Allar nán- ari upplýsingar veitir undirritaður í síma 7108 frá kl. 9-12 virka daga. Sveitarstjóri Gerðahrepps

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.