Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. september 1983 5 33. sambandsþing UMFÍ í Stapa 26 þús. félagar á landinu í 200 ungmennafélögum Pálmi Gislason, form. UMFl, i ræóustól 33. sambandsþing Ung- mennafélags (slands var háö í Félagsheimilinu Stapa í Njarövík dagana 10. og 11. september sl. Þingstaður var m.a. val- inn með tilliti til þess að næsta landsmót UMF( verður haldið í Keflavík og Njarðvík 13.-15. júlí næsta sumar. Formaður UMFf, Pálmi Gíslason, setti þingið með yfirlitsræöu um störf síð- ustu tveggja ára. í ræðu Pálma og skýrslu stjórnar kom fram, að starfsemin er í örum vexti og eru nú yfir 200 ungmennafélög starf- andi í landinu með um 26 þús. félaga. UMFf varð 75 ára á síð- asta ári og settu þau tíma- mót á ýmsan hátt sviþ sinn á starfið, m.a. var efnt til her- ferðarinnar „Eflum ís- lenskt" og í framhaldi af því var UMF( þátttakandi í nýaf- staðinni iðnsýningu. Saga UMFI mun koma út innan skamms og eins var afmælisins minnst með ýmis konar annarri útgáfu og kynningarstarfi. Þingið var vel sótt og sátu það samtals rúmlega 100 fulltrúar og gestir. Meðal gesta voru forseti og gjald- keri ÍS(, fulltrúar frá bæjar- stjórnum Keflavíkur og Njarðvíkur, íþróttafulltrúi ríkisins, æskulýösfulltrúi ríkisins, form. æskulýðs- ráðs, fyrrv. form. UMFÍ Haf- steinn Þorvaldsson og kona hans Ragnhildur Ingvars- dóttir. Fjölmörg mál voru lögð fyrir þingið sem starfshóp- ar fjölluðu um og lögðu síðan fram til afgreiðslu síðari dag þingsins. Má þar nefna ýmis mál varðandi næsta landsmót, erlend samskipti, fjármál, skipu- lags- og útbreiðslumál, málefni Skinfaxa og félags- málaskólans, tillaga um friðarmál, um Þrastaskóg og margt fleira. Aðstaða til þinghalds var góð í félagsheimilinu Stapa og öll fyrirgreiðsla heima- manna bæði Keflvíkinga og Njarðvíkinga til mikillar fyrirmyndar. I heild var þetta starfsamt þing og ánægjulegt, og má segja að áberandi bjartsýni um áframhaldandi vöxt og viðgang ungmennafélag- hreyfingarinnar hafi verið helsta einkenni þess. Fréttatilkynning fra UMFl. Jarðvegsframkvæmdir við flugstöðina: Suðurnesjamenn fengu verkið Þegar tilboð voru opnuð í jarðvegsframkvæmdir við nýju flugstöðina á Keflavík- urflugvelli kom fram, að enginn aðili hér að sunnan átti kost á að hljóta verkið. Nú hefur hins vegar komið í Ijós, að svo getur farið að Suðurnesjamenn komi inn í myndina, því meðal aðila í Hagvirki, sem verkið fær, er Svavar Skúla- son í Njarðvík. Að sögn for- manns byggingarnefndar flugstöðvarinnar, Sverris Hauks Guðlaugssonar, hafa þeir Hagvirkismenn sagt að hjá þeim starfi fjöldi af Suöurnesjamönnum sem myndu fá starfið hér syðra. Til að fá þetta staðfest af forráðamönnum Hagvirkis, var gerð tilraun til að ná i þá, en því miður tókst það ekki. epj. Alhliða raflagnir EFNISSALA ÞVOTTAVÉLAVIÐGERÐIR Hringbraut 96 - Keflavík - Sími 1112 Vilja pósthús ÓDÝR SLÁTURSALA í Njarðvík ALLT TiL SLÁTURGERÐAR Ólafur (. Hannesson hefur lagt fram svohljóðandi til- lögu í bæjarstjórn Njarð- víkur: „Bæjarstjórn Njarðvíkur samþykkir að skora á Póst- og símamálastjórn að gera Flöskusöfnun körfubolta- manna á laugardag Leikmenn körfuboltaliðs (BK í úrvalsdeild verða með sína árlegu flöskusöfnun á laugardaginn kemur. Er fólk vinsamlegast beðið að taka vel á móti flöskusöfn- urum, en þetta er ein af fjár- öflunarleiðum þeirra körfu- boltamanna. - þket. þegar ráðstafanirtil þessað opnuð verði póstafgreiðsla í Njarðvíkurkaupstað. Greinargerð með tillögu þessari á að vera óþörf. Það mun hvergi þekkjast ann- ars staðar á landinu, að kaupstaður, heilt lögsagn- arumdæmi, sé án póstaf- greiðslu. Þótt hægt sé að kaupa frímerki og setja bréf í kassa á einum eða tveimur stöðum í bæjarfélaginu, þá þarf að sækja alla aöra þjónustu sem pósthús veita, í annað bæjarfélag, annað lögsagnarumdæmi. Þótt þessi ráðstöfun muni án efa hafa einhver útgjöld í för með sér, þá verður einnig að hafa í huga þann sparnaö, sem af þessu myndi leiöa, t.d. í erlendum gjaldeyri, þar sem flestir fara akandi héðan í það pósthús, sem við nú verð- um að sækja." - epj. 5 slátur í kassa .. kr. - 498 ,00 Lifur .. kr. 82,50 Pr- kg Hjörtu .. kr. 82,50 Pr- kg Nýru .. kr. 82,50 Pr- kg Rúgmjöl .. kr. 11,20 pi\ kg Nautahakk .. kr. 155,00 Pr- kg Ljómi .. kr. 27,30 Pr- kg Allt gos og öl nú fáanlegt. HAGKAUP 5Bk

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.