Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. september 1983 11 Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir þig?: Vill Sparisjóðurinn kaupa Landsbankann? Fjölmennur fundur Steingríms í Stapa ,,Ég skal skila því til Al- berts, að Sparisjóöurinn hafi áhuga á að kaupa Landsbankann, Páll,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, á opnum fundi í litla sal Stapa á laug- ardaginn var, en þetta varsá fjórði í röðinni af mörgum, sem haldnir verða á næstu dögum undir yfirskriftinni: „Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir þig?“. „Mér finnst það nú ansi hart af flokksbræðrum mín- um hér, að þeir skuli ekki treysta mér til að fylla litla salinn", segði Steingrímur og hló við, en húsfyllir varð og margir fengu ekki sæti, en það hafa verið þarna um 300 manns þegar mest var. Steingrímur flutti fram- söguræðu þar sem hann kom inn á verk og gjörðir ríkisstjórnarinnar frá því hún tók við völdum og hvað framundan væri í þeim málum. Forsætisráðherra sagði m.a. að um síðustu áramót hafi verðbólga mælst 80%, 1. júní sl. hafi hún verið komin í 130%, en nú væri búið að ná henni niður í 35% og um næstu áramót yrði hún komin í 30%. Og með áframhald- andi aðgerðum myndi verð- bólgan fara niður í 10% í árslok 1984. „Það er rétt, að launþegar hafa borið bagga þessara aðgerða, en þó með ávinn- ingi í hjöðnun verðbólgu," sagði forsætisráðherra, en bætti þó við: ,,Lögin falla úr gildi 1. febrúar n.k. og þá geta viðræður hafist, en þangað til má nota tím- ann til undirbúnings, ekki veitir af. Nú, það er margt sem hefur hjálpað til að koma verðbólgunni upp. Eins og allir landsmenn vita hefur hinn mikli aflabrestur haftslæm áhrif ágang þjóð- mála, fella hefur þurft gengið hvað eftir annað þar af leiöandi, svo hægt væri að halda fiskiðnaðinum gangandi, en hann skapar okkur 75% af öllum gjald- eyri sem við fáum. - Erlend lántaka hefur verið mjög mikil og Ijóst að ekki er hægt að halda uppi kaup- mætti svoleiðis. Islendingar hafa eytt um efni fram og einkaneysla hefur aukist um 30% á síðustu 30 árum.“ Að lokinni framsögu- ræðu forsætisráðherra var mönnum heimilt að leggja fram fyrirspurnir. E i nar Kristi nsson í Sjöstjörnunni, Njarðvík, spurði forsætisráðherra hvort erlend lán yrðu ekki tekin, væru þau notuð til arðbærra hluta. Steingrímur svaraöi því á þá leið, að mörg fyrirtæki hefðu farið illa vegna rangra fjárfestinga. Lán þessi ætti ekki að taka nema til arðbærra framkvæmda, en ef fyrirtæki gætu ekki staöið undir þessum lánum, þá yrðu þau bara að fara á hausinn. Páll Jónsson, sparisjóðs- stjóri, annar fyrirspyrjandi, sagði m.a. um sölu ríkis- fyrirtækja, að hiklaust ætti aö selja ríkisbankana og þar með aö losa þá pólitíkusa sem þar ráða ferðinni af þeirri kvöð að þurfa að taka ákvarðanir einungis eftir því hvar menn væru i pólitík. „Ég skal segja Albert frá því að Sparisjóðurinn i Keflavík vilji kaupa Lands- bankann," sagði Steingrím- ur, „en ég er ekki sammála því að selja ríkisbankana. Ríkiö á að standa bak við lánastofnanir og eiga alla vega einn ríkisbanka, og ég er á því að töluverö rikis- umsvif séu nauðsynleg." í fyrirspurn Páls kom fleira athyglisvert fram: „Allt sem ríkisstjórnin gerir á að vera sameiginlegt, og einnig finnst mér að ein- stakir ráðherra eigi ekki að vera að auglýsa sig í tíma og ótíma." Forsætisráðherra svar- aöi á eftirfarandi hátt: „Það getur verið erfitt að stöðva mann sem hefur alltaf verið stjarna og leikið sér með bolta, en þetta berauðvitað að varast." Annar Páll, en hann er Þ. Jónsson, smiður, sagði fundargestum litla bygg- ingarsögu. Hún var þannig að Páll byggði sér grunn hér í Keflavík og hafði síðan samband við forráðamenn Siglufjarðarhúsa og sendi þeim teikningu af grunn- inum og bað þá um að gera sér tilboð sem fæli í sér kaup á tilbúnu húsi og upp- setningu þess. Tilboðið hljóöaði síöan upp á 1100 þúsund ef húsinu yrði skil- að fokheldu, en fullfrá- gengnu kr. 1900 þús. Páll tók hvorugu tilboðinu en byggði sjálfur og kostaöi það hann um 400 þús. „Svo eruð þið að segja að bygg- ingaiðnaðurinn séillaá vegi staddur, ég er ekki hissa á því." Steingrímur svaraöi þessu stutt og laggott: „Er nokkuð hægtaðfáþig, Páll, til að byggja fyrir mig svona hús?“ Fleiri fyrirspurnir komu frá fundarmönnum, en við látum þetta gott heita. pket. VÍKUR-fréttir vikulega „Það getur verið erfitt aö stöðva mann sem alltaf hefur veriö stjarna og leikiö sér meö bolta . . . " Steingrimur fyllti litla salinn i Stapa. ATVINNA Síldarfrysting Okkur vantar konur í síldarfrystingu. Mikil vinna framundan. BRYNJÓLFUR HF., Njarðvík Sími 1264 og hjá verkstjóra heima í síma 2746. Frá ÞEL-hárhúsi Komið og reynið hina vinsælu REGNBOGALITUN Einnig PERMANENT - NÆRINGAR- KÚRAR og GLANSSKOL. Höfum opið: mánudaga-föstudaga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10 og eitthvað fram eftir. Verið velkomin og reynið þjónustuna. ÞEL-hárhús Tjarnargötu 7 - Keflavík - Sími 3990 Óskum eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð fyrir starfs- mann okkar. SKIPASMÍÐASTÖÐ NJARÐVÍKUR HF. Grófin 7 - 230 Keflavik • Bifreiðaverkstæði • Vélastillingar • Hjólastillingar • Bremsuborðaálimingar • Rennum bremsuskálar, ventla og sæti • Púströraviögerðir • Allar almennar viðgerðir Bílasala Brynleifs Vatnsnesvegi 29a - Keflavik - Slml 1081 Mikið af bifreiðum á skrá, t.d. árgerðir '82 og '83. Komið og kynnið ykkur úrvalið á skránni og á sýningarsvæðinu. Opið alla virka daga frá kl. 9 - 19. Laugardaga frá kl. 10 - 16. BÍLASALA BRYNLEIFS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.