Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.1983, Side 1

Víkurfréttir - 06.10.1983, Side 1
Mál Hafarnarins GK 90: Afli og veiðarfæri gerð upptæk - Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á íþróttavellinum í Keflavík Rétt eftirhádegi sl. föstu- dag lenti þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-GRÓ, á grasvellinum í Keflavík. Ástæðan fyrir ferðalagi þyrlunnar var að á fimmtudag var Haförn GK 90, sem er í eigu Útgarðs hf. í Garði, tekinn fyrir meinta ólöglega veiði skammt norður af Garðskaga. Á sama tíma var skip frá Akranesi einnig tekið fyrir meint sama brot, og þar sem fulltrúar Landhelgis- gæslunnar, þeir Jón Magn- ússon lögfræðingur og Þröstur Sigtryggsson skip- herra, þurftu að mæta við rannsókn málsins með fárra minútna millibili bæði uppi á Akranesi og hér, var þyrl- an notuð til að ferja menn- ina héðan og upp á Skaga. Ekki er deilt um staðar- ákvörðun skipanna, heldur er hér um aö ræða hvort við- komandi skip teljast togar- ar eða ekki. í þeirri viðmið- un er m.a. ákvæði um vélar- stærð og lengd, en bæði þessi skip hafa 1200 hest- afla vél en innsigli á að minnka afl vélarinnar niður í 889 hestöfl. Viðmiðunin er 1000 hestöfl. Sé skipið með vél undir 1000 hestöflum og erstyttra en 39 metrar að lengd, má það veiða inn að 4 mílum, en togarar mega ekki stunda veiðar innan 12 mílna. Niðurstöður þessa máls féllu á þá leið, að afli og veiðarfæri Hafarnarins voru gerð upptæk, skipstjór inn sýknaður, en dæmdur til að greiða málskostnað. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. - epj./pket. Fannst látinn í Njarðvíkur- höfn Unniö að löndun úr Haferni GK 90 i Sandgerðishöfn Þyrla Landhelgisgæslunnar i aðflugi að iþróttavellinum TF-GRO lent á grasvellinum konar og átti einnig að flytja hermenn á milli landa. Rannsókn á máli þessu stendur en yfir og er Eldur kom upp í herflugvél á Keflavíkurflugvelli: Varnarliðsmaður grunaður um að hafa kveikt í vélinni Bandarískur hermaður á Keflavíku rf I ugvel li er nú sterklega grunaður um að hafa kveikt í herflugvél sl. laugardagsmorgun, en flugvélin var í stærsta flug- skýli vallarins, og eraf gerð- inni CL 18 Liftmaster, betur þekkt sem DC-6. Að sögn Williams W. Clyde, blaðafulltrúa Varn- arliösins, er vélin ónýt, en hún hafði aðeins verið hér í 7 daga frá því hún kom frá Bandaríkjunum. Þó vélin sé 30áragömul þáerhúntalin mjög fullkomin sinnar teg- undar. Mjög vel gekk að bægja niður eldinn i vélinni og mesta mildi að ekki fór verr, því að í vængjum vélarinn- ar eru eldsneytisgeymar, en eldurinn var aðeins inni í vélinni og ekki sér á henni að utan, en er þó talin ónýt, eins og áður segir. Engar aðrar skemmdir urðu á vélum eða flugskýlinu sjálfu við brunann. Flugvél þessa átti að nota til flutnings á varningi ýmis Hervélin er talin ónýt, þó ekki sjái mikið á ytra útliti. einn hermaður grun- aður, en yfirheyrslur yfir fjölda manna hafa staðið yfir og ekki var enn Ijóst hver væri sá seki, þegar blaðið fór í prentun sl. þriðjudag. Brunasérfræð- ingur frá Norfolk í Banda- ríkjunum kom til landsinstil að rannsaka eldsvoðann og telur hann líklegt að um íkveikju hafi verið að ræöa. pket. Tveir 24 ára gamlir bátar keyptir í Garöinn 26 ára gamall maður, Sig- urgeir Jóhannsson, til heim ilis að Melteig 8 í Keflavík, fannst látinn í höfninni í Njarðvík í síðustu viku. Hans var saknað aðfaranótt þriðjudagsins. Síðast sást til hans um borð í Hörpu RE 342, þar sem skipið lá við bryggju í Njarðvíkum. Hann var vélstjóri á Hörpunni. Talið erað hann hafi falliðá milli skips og bryggju. Sigurgeir var fæddur í Keflavík, 20. febrúar 1957. Hann var ókvæntur. - pket. Nýverið hefur verið gengið frá kaupum á tveim- ur stálskipum sem byggð voru fyrir 24 árum. Bæði skipin eiga það sameigin- legt að hafa verið mikil afla- skip á síldveiðum á 7. ára- tugnum. Annað skipið sem hlotið hefur nafnið Sigurður Bjarnason GK 100ogernúí eigu Baldvins Njálssonar, Garði, er byggt í Noregi og er 146 tonn að stærð og hét upphaflega Guðrún Þor- kelsdóttir frá Eskifirði. Hitt skipið kaupir Suðurnes hf., Garði, og er það smíöað í Austur-Þýskalandi, er 230 tonn að stærð og hét áður fyrr Björgvin frá Dalvík, en ekki er vitað hvaða nafn það mun bera. Það hefur enn sama nafn, en umdæmis- stafina RE 159. - epj. M.b. Siguróur Bjarnason frá Garði

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.