Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. október 1983 3 Hagkvæmast að versla á Suðurnesjum Skv. verðkönnun þeirri sem Verðlagsstofnun fram- kvæmdi 12.-16. september sl„ kom fram að lægst vöru- verð var á Suðurnesjum og þær verslanir sem komu best út úr könnuninni voru Samkaup, Hagkaup og Nonni og Bubbi, en röð þeirra breyttist nokkuð inn- byrðis eftir því hvort tekið var fyrir matur, drykkur og hreinlætisvörur eða mjólk og kjötvörur. Sést þetta best á meðfylgjandi töflu. Eitt atriði gleymist þó í þessari upptalningu, en það er 3% afslátturinn, sem Kaupfélagið veitir öllum fé- lagsmönnum sínum, en sé hann tekinn með breytist röð verslana nokkuð, þ.e. Samkaup og nokkrar aðrar kaupfélagsverslanir lenda í hagkvæmasta flokknum. Matur, drykkur og hreinlætisvörur - Ársútgjöld meðal- fjölskyldu KEFLAVfK - NJARÐVlK (meðaltal 115.1 þús. kr.): Sprauta bertíkur með 5 mánaða millibili ( nýju hundasamþykkt- inni sem tekið hefur gildi fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, eru mörg ákvæði sem áður voru óþekkt. Gilda þau fyrir þá hunda sem eru hér með undanþágu sem sveitar- stjórnirnar hafa veitt. Þá hafa önnur ákvæði verið samræmd milli sveitarfé- laganna. Hér eftir munum við stikla á nokkrum þeirra ákvæða er nú gilda: Tíkur ber að sprauta með getnaðarvarnarlyfi með 5 mánaða millibili, þó má gefa undanþágu frá því, ef fyrir liggur skrifleg beiðni frá Hundaræktunarfélagi (slands. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd með aðila sem hefur fullt vald á honum. Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn á leik- velli, skóla, matvöruversl- anir, fiskverkunarhús eða aöra staði þar sem matvara er um hönd höfð, ennfrem- ur sjúkrahús, kirkjur, bóka- söfn og opinberar stofn- anir. Við brot gegn þeim skilyrðum fyrir hundahaldi sem fram kemur í sam- þykktinni má taka viðkomandi hund úr um- ferð, og er sveitarstjórnum heimilt hvenær sem þörf krefur að afturkalla leyfi fyrir einstökum hundum og ber þá hundeiganda að færa hundinn í hunda- geymslu eða til dýralæknis í samráði við Heilbrigðiseft- irlit Suðurnesja. ( þeim til- vikum þar sem rekja má leyfissviptingu til van- rækslu eiganda, skal eig- anda veittur viku frestur til að ráöstafa hundinum ann- að. Sé slíkt ekki gert er heimilt að aflífa hundinn. epj. Til styrktar þroskaheftum Nýverið héldu stúlkurnar þrjár sem sjást hér á myndinni, tombólu að Krossholti 9 til styrktarþroskaheftum. Söfnuð- ust 616 krónur sem þaer hafa þegar afhent til Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Þær heita f.v.: Anna Maria Sigurðardóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir og Vilborg Sævarsdóttir. - epj. Einkaaðili vill setja á stofn leikskóla ( síðasta tölublaði birtist auglýsing um leikskóla- vandamál sem vakti mjög mikla athygli. Var hún und- irskrifuð „Félagsmálapakk- inn". Kom hún frá nokkrum einstaklingum sem hafa áhuga á að koma á stofn leikskóla, en fyrirsvarsmað- ur þeirra er Sigurjón Vikars- son. Nú hafa þessir sömu aðil- ar lagt mál sitt fyrir bæjar- ráð Keflavíkur og þarspyrj- ast þeirfyrir um hvort Kefla- víkurbær sé tilbúinn að leggja eitthvað að mörkum t.d. í sambandi við lóð og leiktæki. Á fundi bæjarráðs 29. sept. sl. var málið tekið fyrir og taldi bæjarráð vel koma til greina að veröa við ósk- um þeirra félaga. - epj. 108-109 þús. kr.: Hagkaup Fitjum. 110- 111 þús. kr. Samkaup v/Reykjanesbraut 111- 112 þús. kr. Nonnl og Bubbl Hringbr. 92 116- 117 þús. kr. Sparkaup Hringbraut 55 KSK Hafnargötu 30 117- 118 þús. kr. Kostur Hringbraut 99 Brekkubúðln Tjarnarg.31 118- 119 þús. kr. Vikurbær Hafnargötu 21-23 119- 120 þús. kr. Frlðjónskjör Holtsgötu 24 Mjólk og kjötvörur - Ársútgjöld meðal- fjölskyldu (meðaltal 45.0 þús. kr.) 43- 44 þús. kr. Samkaup v/Reykjanesbraut 44- 45 þús. kr. Nonni og Bubbi Hringbr. 92 KSK Hafnargötu 30 Hagkaup Fitjum 45- 46 þús. kr. Sparkaup Hringbraut 55 Brekkubúðin Tjarnarg. 31 Vikurbær Hafnargötu 21-23 Kostur Hringbraut 99 46- 47 þús. kr. Friðjónskjör Holtsgötu 24 epj. Prjónakonur athugið Hefjum aftur lopavörumóttöku okkar að Iðavöllum 14b. Kaupum hnepptar peysur í öllum stærðum og heilar peysur í hvítu og mórauðu, einnig vel kembda vettlinga. Móttakan verður opin sem hér segir: Frá kl. 9-12 miðvikudagana 12., 19. og 26. okt. næstkomandi. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. oewis.? Hesthús Óska eftir básum eða hesthúsi til kaups eða leigu. Allar upplýsingar í síma 3013. Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Símar 1700, 3868 KEFLAVÍK: 3ja herb. íbúð við Faxabraut. - 865.000. Glæsileg fullbúin 3ja herb. íbúð við Heiðarhvamm. Parket o.fl. - 1.200.000. 3ja herb. góð risíbúð við Kirkjuteig. Góður staður. - 850.000. Höfum fengið til sölumeðferðar sex parhús sem verða staösett við Heið- arholt. Stærð húsanna eru 100 m2 auk 28 m2 bílskúrs. Húsin skilast full- búin að utan og að innan samkv. nán- ara samkomulagi. Athugið: Verð aö- eins ca. kr. 1.030.000, miðaö viö 1/10 '83. 3ja herb. íbúð á neðri hæð við Vestur- braut, sér inng. - 700.000. 90 m2 3ja herb. íbúð við Faxabraut, laus fljótlega. - 700.000. Mjög góð 135 m2 5 herb. íbúð við Hringbraut, ásamt bílskúr. Lítið áhvíl- andi. - 1.500.000. NJARÐVÍK: Glæsileg nýleg 3ja herb. 80 m2 íbúð í fjórbýli við Fífumóa. - 1.100.000. Góð 3ja herb. íbúð við Hjallaveg. - 900.000. 4ra herb. góð ibúð við Mávabraut. 1.100.000. Glæsileg 4ra herb. íbúð við Háteig, ásamt bílskúr. - 1.450.000. Góð 100 m2 sérhæð við Hringbraut ásamt bílskúr. Skipti á raðhúsi eða sambærilegu möguleg. - 1.400.000. 3ja herb. risíbúð við Hafnargötu. - 700.000. Góð 4ra herb. efri hæð við Austur- braut ásamt rúmgóðum bilskúr. - 1.600.000. Nýlegt 154 m2 hús við Háseylu ásamt tvöföldum bílskúr. Skipti möguleg. - 2.200.000. SANDGERÐI: Góð 80 m2 neöri hæö við Stafnesveg ásamt bílskúr. - 950.000. Gott 120 m2 Viðlagasjóöshús við Bjarmaland. - 1.350.000. GARÐUR: Gott eldra einbýlishús við Hafnar- götu. - 900.000. 145 m2 fokhelt einbýlishús við Skóla- veg ásamt bílskúr. Hitavatnslögn og ofnar fylgja uppsett. Gott nýlegt 125 m2 einbýlishús við Suöurvelli ásamt bílskúr. Skipti möguleg. - 2.200.000. Verslunarhúsnæði: 150 m2 nýlegt verslunarhúsnæði við Hafnargötu. Stækkunarmöguleikar. 2.500.000. 240 m2 einbýlishús við Hafnargötu, laust strax, miklir möguleikar. - 2.000.000. Nýbyggingar: 136 m2 parhús við Norðurvelli ásamt bílskúr. Húsið skilastfullbúiöaðutan og rúmlega fokhelt að innan, þ.e.a.s. miðstöðvarlögn og ofnar uppsett. - Fast verð 1.550.000. 143 m2 einbýlishús við Geröaveg á- samt bílskúrssökkli, ekki fullgert. - 1.450.000. 2-3ja herb. einbýlishús viö Garð- braut, engar veðskuldir. - 970.000. Einbýlishús á tveimur hæðum viö Heiöarbraut ásamt bílskúr. - 1.400.000. Höfum fengið til sölumeöferöar fjög- ur raðhús sem verða staðsett viö Fríholt. Stærð husanna eru 106 m2 auk bílskúrs. Húsunum verðurskilað fullbúnum aö utan og fokheld aö innan. - 1.010.000. HAFNIR: 122 m2 fokhelt hús við Djúpavog ásamt 35 m2 bílskúr. - 650.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM frá kl. 10 - 15. VERIÐ VELKOMIN.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.