Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. október 1983 9 Mötuneyti Varnarliösins: Of lítill matur og of dýr Eiii er pað airiði sem parft mga messans meO pvi aO er aO laga varOanai okkur gela okkur mínna aO boröa starlsmenn VarnarliOsms Þetta helur m a gengiö svo Helur paOvenOstefnavarn- langt. aO emu smm var arliösms ner undanlarna . kommuppauglysmgumaO mánuöi aö retta af reikn- | vegna IjarhagsorOugleika messans vaeri ekki haegt aö gela lolki abot a matmn Fullvaxmn karlmaöur parl meira i mat en ema pulsu. ems og boöiö var upp a a timabili Þa purfum viö aö greiöa 40 kr fynr hverja máltiö og er paO ol mikiö. enda sam- svarar paOemumvmnutima i laun hja ræstingarkonu. p e el hun er i sambuö. annars er hun lengur aö vmna fyrir matnum j/. /*?£?/?/^A/ ////> ////> /" Handbolti - 2. deild: Einstaklingsframtakið ræður ríkjum 5 marka tap Reynis á móti Fram - 24:19 Sandgeröingar töpuðu sinum öðrum ieik í 2. deiid handboltans, er þeir léku við Fram í íþróttahúsi Selja- skólasl. laugardag. Lokatöl ur urðu 24:19 en staðan í hálfleik var 11:9 fyrir Fram. Reynismenn byrjuðu leikinn vel og komust í 2:0 og 3:1, en þá kom slæmur kafli hjá nýliðunum og Framarar komust í 8:3, en Reynir náði að laga stöð- una fyrir leikhlé þannig að Fram var tveimur mörkum yfir, 11:9. ( seinni hálfleik var Fram með yfirhöndina, þetta 3-5 mörk, en aðeins einu sinni náðu Reynismenn að minnka muninn í 1 mark og síðan ekki söguna meir. Lokatölur urðu einsog áður segir, 24:19. Daníel Einarsson var markahæstur í liði Reynis með 6 mörk, Sigurður Guðna 3 mörk, aðrir minna. Dagur Jónsson og Viðar Birgisson voru með 5 mörk hvor í liði Fram. Reynismenn leika sinn fyrsta heimaleik á tímabil inu á föstudaginn við HK og Ijóst er að þó HK sé ekki með sterkari liðum deildar- innar þá verða Reynismenn að halda höfði í leik sínum ef þeir ætla að sigra, en það hefur verið aðal veikleiki liðsins það sem af er, að það vantar alla liðsheild og ein- staklingsframtakið hefur ráðið ríkjum. - pket. VÍKUR-FRÉTTIR VIKUBLAÐ Reynismenn lagfæra Samkomuhúsið Að undanförnu hafa stað- ið yfir lagfæringar á Sam- komuhúsinu í Sandgeröi. Sjálfboðaliðar úr knatt- spyrnudeild, handknatt- leiksdeild og körfuknatt- leiksdeild Reynis hafa sl. tvær vikur staðið í ströngu við að koma húsinu í nýjan búning og mun framkværnd um að öllum líkindum Ijúka um helgina. Eigendur hússins eru Knattspyrnufélagið Reynir, sem á stærsta hlutinn, Mið- neshreppur og Kvenfélagið í Sandgerði. Miðneshrepp- ur hefur nú að vísu tekið við rekstrinum á húsinu og ráð- inn hefur verið húsvörðurtil starfa. Húsið mun síðan verða tekið í notkun innan skamms, en fyrsta sam- koman í þvi mun verða árs- hátíð Reynis. - pket. Séó yfir danssal hussins. Hópur manna hefur unnið við lagfæringu hússins síðustu daga. 34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Hagkaup í Njarðvík ódýrasta yerslunin Iægstu meðaltalsútgjöld hjá Akurnesingum o z <S) > 0 D < VERÐLAGSSTOFNUN hefur kann- að hve mikil ársútgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru vegna kaupa á mat-, drykkjar- og hreinlætisvörura. Stofnunin hefur gert samanburð á útgjöldum þessum eftir verslunum í fjórtán sveitarfélögum víðs vegar á landinu. í frétt frá Verðlagsstofnun segir, að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið valiö úrtak 14 verslana, sem Laldar væru dæmigerðar fyrir al- hliða mat- og nýlenduvöruverslanir á því svæði. A öðrum stöðura (Akra- nes, ísafjörður, Sauðárkrókur, Ak- ureyri, Egilsstaðir, Neskaupstaöur, Vestmannaeyjar, Selfoss, Keflavfk og Njarðvík) náði könnunin til þeirra verslana sem seldu allar vör- unnar, sem kannaðar voru. Niður- stöður eru birtar yfír samtals 45 verslanir. Megin niðurstöður könnunar- innar eru eftirfarandi, segir í frétt Verðlagsstofnunar: 1) Lægst heildarútgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru að með- altali í verslunum á Akranesi eða 113,3 þús. kr., en hæst að meðaltali á Egilsstöðum eða 124,5 þús kr. 4.(mismunur um 10%). 2) Lægstu heildarútgjöld í einstakri versiun sem könnunin náði til voru í Hagkaupum í Njarðvík, 108.8 þús. kr., en hæstu heild- arútgjöldin voru í Melabúðinni í Neskaupstað 126,3 þús. kr. (mismunur rúmlega 16%). 3) Lægstu ársútgjöld vegna kaupa á kjöt- og mjólkurvörum voru að meðaltali á Selfossi, 44.8 þús. kr., en hæst á Akur- eyri, 46,6 þús. kr. 4) Lægstu ársútgjöld vegna kjöt- og mjólkurvöru í einstakri verslun voru í Sarnkaupum í Njarðvíkum, 43,8 þús. kr., en hæst voru þau í Hafnarbúðinni á Akureyri og Jónsborg í Vest- mannaeyjum, 46,8 þús. kr. 5) Munurinn á ársútgjöldum vegna annarra vörutegunda en kjöt- og mjólkurvöru var mest- ur um 25% á milli verslana. 6) Lægsta heildarverð á höfuð- borgarsvæðinu var í Fjarðar- kaupum, Hafnarfirði, 109,6 þús., en mestur munur á milli verslana á höfuðborgarsvæð- inu var um 9%. Kjöt- og mjólkurvörur í verslunum, sem athugaðar voru á höfuðborg- arsvæðinu voru ódýrastar í Vörumarkaðnum í Ármúla. Verðmunur á þessum vörum var mestur um 5%. Meðalverö ársinnkaupa á hinum einstöku stööum. Svs&i FjöWi versiana HeHdarverö Kjðt og mjóHairvörur HötuóborgarsvaDÖIð 14 114,7 þús. 45,3 þús Akranes 4 <Tl3.3 Þús_5 45,5 þús luafjöröur 2 122,7 þus 46,2 þús. Sau&órkrökur 1 1 19,5 þus 46,3 þús Akureyri 4 1 18,8 þús 46,6 þús Egilsstaöu 2 124,5 þus 46,3 þús. Neskaupstaður 2 123,4 þús 46,4 þús Seltoss 2 1 16,5 þús C.44.8 þus Vostmannaeyjar í> 122,6 þús 46,3 þus Ketlavik - Njarövik 9 1 15,1 þús 45,0 þus Meöaltal af heildinni 45 1 1 7.3 þus. 45,6 þús. ^ Lægsta meðalverð 7) Rétt er að benda sérstaklega á að á höfuðborgarsvæðinu er tekið úrtak verslana. Mundu tugir verslana á höfuðborg- arsvæðinu lenda í hverjum hinna hærri verðflokka ef sömu reglu væru fylgt þar og annars staðar á landinu. 8) I 15—20 tilvikum var vöruverð óleyfilega hátt. Hefur það nú verið lækkað. Kannað var verð á 67 vöruteg- undum, en þær voru þannig vald- ar og þeim gefið það vægi, að þær endurspegli heildarneyslu meðal- fjölskyldu vegna fyrrnefndra vóruflokka. Athugað var verð á mjólkurvörum, kjötvörum, öðrum landbúnaðarvörum, ávöxtum, fiski, brauði og kökum, ýmsum niðursuðu- og pakkavörum, mjöli og sykri, sælgæti, safa og gos- drykkjum, ýmsum hreinlætisvör- um og fleiri vörutegundum. Ef fleiri en ein gerð var til af ein- stökum vörutegundum var ávallt valin ódýrasta gerðin, þannig að niðurstöður sýna ársútgjöld mið- að við að valin sé ódýrasta gerð hverrar vörutegundar í verslun- Niðurstöður þessarar könnunar birtast í „Verðkynningu Verð- lagsstofnunar" og verður nánari úrvinnsla birt í næsta tölublaði. 0 Z cn > 0 D < Samkvæmt umfangsmestu verðkönnun Verðlagsstofnunar, sem gerð hefur verið, kemur í Ijós að HAGKAUP, Njarðvík, er ódýrasta verlsun á íslandi. Kannað var verð á um 70 vörutegundum til þess að meta heildar útgjöld meðalfjölskyldu í mat- og nýlenduvörum á einu ári. VERSLIÐ ÓDÝRT Á HEIMASLÓÐUM. HAGKAUP ™| m Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.