Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 6. október 1983 VÍKUR-fréttir PASSAMYNDIR tilbúnar strax. numijnD Hafnargötu 26 - Keflavik - Simi 1016 Gengiö inn frá bilastæöi. Bílasala Brynleifs Vatnsnetvegl 29a - Keflavik - Sfml 1081 Mikið af bifreiðum á skrá, t.d. árgerðir ’82 og '83. Komið og kynnið ykkur úrvalið á skránni og á sýningarsvæðinu. Opiö alla virka daga frá kl. 9 - 19. Laugardaga frá kl. 10 - 16. BÍLASALA BRYNLEIFS verk/toedi Sími 3003 Grófln 7 - 230 Keflavfk Eigum fyrirliggjandi og smíöum pústkerfi í flestar tegundir bifreiöa. Önnumst einnig uppsetningu. j Seljum: Þvottavélar - Þurrkara - Kæliskápa. Mjög góð greiðslukjör. Verslið viö fagmanninn. \ CANDY-umboðið Bolafæti 3 - NJarövík Simi 2136 - 2356 Hvað segja spámennirnir núna? „Aumingja Vestmannaeyingarnir. . . “ „Hörmulegur árangur ÍBK-liðsins . . . “ Áður en Islandsmótiö í knattspyrnu hófst í maí sl., voru fengnir 6 kunnir knatt- spyrnuáhugamenn til að spá um úrslit deildarinnar. Af spám þeirra var ekki ann- að að sjá en að þeir bundu miklar vonir við IBK-Iiðið þar sem enginn þeirra spáði þeim aftar en öðru sæti. Eins og kunnugt er lenti liöið i hinum enda deildar- innar, þó ekki sé enn full- Ijóst hvort þeir verða áfram í deildinni eða ekki. Það þótti því tilvalið að fá þessa knattspyrnuáhuga- menn til að láta álit sitt á frammistöðu Iiðsins i sumar, auk þess sem þeir voru beðnir að láta álit sitt á (BV-málinu svokall- aða í Ijós. Ragnar Friöriksson: ,,Ég vil bara gleyma því sem ég sagði þarna í vor, frammistaða liðsins brást öllum vonum manna. Þetta er búið að vera mikil bar- átta hjá strákunum, en ég hef ekki neina fljóttekna skýringu á þessu slæma gengi liðsins. Þaðverðurað segjast, aö það er i raun furðulegt að liö með 17 stig geti verið í fallsæti. Nú, með IBV-Iiðið er ekk- ert annað um það að segja, að þarna hafa átt sér stað óafsakanleg mistök hjá knattspyrnuforystunni í Eyjum, en jafnframt er grát- legt að svona lagað geti komið fyrir." Siguröur Steindorssson: ..Árangur liðsins er hörmulegur að mínum dómi, og það kom miklu minna út úr liðinu en vonir stóðu til. Ástæður eru fleiri en ein, en sú stærsta er sú, að vörnin brást, liðið fékk alltof mörg mörk á sig á meðan sóknarleikmenn náðu ekki að nýta mörg góð tækifæri. Hvað varðar Vestmanna- eyjamálið er það, að þarna hafa átt sér stað ein stærstu mistök sem átt hafasérstað í 1. deildinni, en þó er ég viss um að þeir verða fljótir að vinna sig upp aftur því þeir fara ekki neðar en í 2. deild, annað væri afglöp af hálfu KS(.“ Guöný Guöjónsdóttir: „Þeir voru seinheppnir, strákarnir, í mörgum leikj- um, alla vega þó þaðséekki einhlít skýring á þessu slæma gengi, en þá spilar það samt inn í þegardeildin er svona jöfn. Liöið nýtti heldur ekki færin sem það fékk, það var eins og það vantaöi markaskorara í lið- ið, einhvern sem er alltaf á réttum stað. Aumingja Vestmannaey- ingarnir, ég dauð vorkenni þeim. Þarna hefur greini- lega einhver misskilningur átt sér stað. Þó er ég að sjálfsögðu ánægð ef (BK verður áfram í 1. deild." Elias Jóhannsson: „Enginn er spámaður í sinni heimabyggð. Það skorti baráttuneistann eða vilja til að vinna leiki sem voru jafnir og tvísýnir. Ég vona baraað þeim gangi allt í haginn næsta sumar. Þetta með Vestmanna- eyjamáliö er það, að það er gott að (BK er áfram i 1. deild, en aðsenda ÍBV niður í 4. deild er hrein niðurlæg- ing fyrir þá. Það er nógu þung refsing fyrir þá að verða fyrir svona áfalli og þess vegna á bara að dæma af þeim þetta stig úr leik þeirra við UBK, og búið spil. Þannig var gert við Vals- menn í fyrra, þegar þeir not- uðu ólöglegan leikmann." Steinþór Júliusson: „Árangurinn hefði mátt vera betri, en þó verð ég að segja að það voru önnur lið i deildinni sem komu sterk- ari út en ég bjóst við. Mér sýnist þetta (BV-mál ekki vera útkljáð ennþá, þannig að það er ekki öruggt að Keflvíkingar verði áfram í 1. deild." Ekki tókst að ná í 6. spá- manninn okkar, Tómas Tómasson, þar sem hann er erlendis. - pket. Eigendaskipti að Myndval Nýir eigendur hafa tekið við myndbandaleigunni Myndval. Eru það þau Eyj- ólfur Sverrisson, Helga Guðmundsdóttir og Sverrir Sverrisson. Myndval hefur verið til húsa að Hafnargötu 35, en hinir nýju eigendur munu færa aðsetur sitt að Hafnar- götu 16, þar sem Katý var áður til húsa, og munu að öllum líkindum opna þar í dag (fimmtudag). - pket. Ókeypis í bíó Laugardaginn 8. okt. n.k. er alþjóðlegur þjónustu- dagur Lionshreyfingarinn- ar. Þann dag eru Lions- klúbbar um allan heim með einhverja uppákomu eða einhverja framkvæmd til að minna á sig. Þennan dag mun Lionsklúbburinn Óð- inn í Keflavík bjóða öllum krökkum á öllum aldri í ókeypis kvikmyndasýn- ingu. Verður sýningin í Félags- bíói kl. 15 og er um að gera fyrir krakkana að koma nógu tímanlega til að komast í bíóið. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.