Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 06.10.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. október 1983 13 Reikningar Á hverju ári er i blöðum sleg- iö upp frá sögnaf fjárhagsáætl- un Keflavíkurbæjar. Stundum veröa um hana nokkrar um- ræöur, en síðan hverfur hún á vit eilífðarinnar og er aö mestu gleymd eftir fáa mánuði. En þegar reikningar sveitarfélags- ins birtast er minna um þá fjall- aö og virðist sem fáa langi aö hnýsast í þá til að sjá hina raun- verulegu tekju- og gjaldaliði. Árlega gefa hin stærri sveit- arfélög út reikninga sina - og þar með eiga borgararnir kost á að kynna sér rekstur síns eigin ; sveitarfélags. Hér á eftir mun ég ræða örlítið um nýútkom- j inn reikning Keflavíkurbæjar. Ég mun ekki gera það i póli- tisku Ijósi, heldur aðeins út frá eigin sjónarmiði. Prentvillu- púkanum get ég ekki tekið ábyrgð á, en vona að prófarka- lesari blaðsins bæti þar um ef hann hnýtur um villur. Reikningurinn kom til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kefla- víkur 7. júní sl. Létu bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins, Ólafur Björnsson og Guðfinnur Sigur- vinsson, þá m.a. bóka eftirfar- andi: að reikningurinn ,,gefi villandi upplýsingar um raun- verulegar skuldir bæjarins. Fyrst og framst vegna aðildar aö SSS. Nú er svo komið að hlutur bæjarsjóðs i langtíma- skuldum sorpeyðingarstöðvar- innar nálgast að vera jafn hár og allar bókfærðar langtíma- skuldir bæjarins." Á fundi bæjarstjórnar28. júní kom reikningurinn til seinni umræðu og var þá samþykktur með 8 atkv. Aðaltekjustofn bæjarins, út- svörin, námu 1982 42.520.555 kr, en samkvæmt fjárhagsáætl- un var upphæðin 38.081.000. Aðstöðugjöld voru 5.983.017 kr., en á fjárhagsáætlun kr. 4.870.000. Fasteignaskattar og lóðaleiga voru 6.828.235, en á fjárhagsáætlun 5.610.000 kr. Aðrir tekjustofnar voru: Af þéttbýlisvegafé komu I. 045.237 kr. í hlut Keflavíkur- bæjar. Ýmsar tekjur voru kr. 786.456.000. Vaxtatekjur námu kr. 4.521.373. Alls námu tekjur bæjarsjóðs 1982 kr. 70.474.977, en á fjár- hagsáætlun voru þær kr. 61.040.000. Að vanda eru gjaldaliðir margir og sifellt lengist sá hali skyldukvaða sem sveitarfélög- in þurfa aö taka á sig lögum samkvæmt. Frjálst ráöstöfun- arfé veröur þvi minna. En aukn- ar álögur eða nýir tekjustofnar eru að jafnaði litnir hornauga, þrátt fyrir stöðugt vaxandi körfur fólks. SKULDIR OG EIGNIR Skammtimaskuldir bæjarins voru i árslok 1982 kr. 8.536.204. Á sama tíma 1981 námu þær 9.243.777 kr. Langtímaskuldir námu i árslok 1981 13.280.932 kr. en en í árslok 1982 kr. II. 440.047. Eigið fé bæjarins 1981 var kr. 47.292.077, en kr. 81.737.312 1982. Alls voru húseignir sveitarfé- lagsins virtar á kr. 74.370.096, þar af skólahús á 34.951.363 kr. Dýrasta húseignin var grunn- skólinn við Sunnubraut, virturá 22.069.000 kr. GJALDALIÐIR Yfirstjórn bæjarins. Til þessa málaflokks fóru alls 4.639.402 kr. Þar af voru laun bæjarfull- trúa 435.782 kr. Starfsfólk á bæjarskrifstofu fékk í laun kr. 2.122.675. Vegna kosninga sumarið 1982 voru greiddar kr. 76.462. Kostnaður vegna starfa framtalsnefndar nam 24.932 kr. en aðeins 890 kr. vegna starfa jafnréttisnefndar. Keflavíkurbæjar 1982 Almannatrygglngar og fé- lagsmálahjálp eru einn mesti útgjaldaliður bæjarins ásamt skólamálum. Til þeirra fóru alls 13.988.419 kr. Kostnaður vegna embættis félagsmála- fulltrúa nam 519.127 kr. Þar af voru laun hans 362.394. Bif- reiðastyrkir voru 29.324 kr. og húsaleiga 26.913 kr. Skúli Magnússon Til félagshjálpar fóru kr. 1.795.497, þar af til almennrar framfærslu 751.151 kr. Kostn- aður vegna heimilishjálpar var 468.820 kr. Vegna starfa félags- málaráðs voru greiddar kr. 38.046. Kostnaður við rekstur húss aldraðra í skrúðgarðinum við Suöurgötur nam 204.832 kr. Tekjur þess urðu 221.231 kr. Kostnaður vegna leiguhúss aldraðra að Hringbraut 57 nam 265.212 kr. Tekjur: 143.089. Húsaleiga nam kr. 150.951. Greiðslur bæjarstjóðs til Sjúkrasamlags Keflavíkur urðu 4.051,565 kr. Til atvinnuleysis- tryggingasjóðs runnu 895.701 kr. Kostnaður vegna þátttöku bæjarins í sameiginlegum rekstri sjúkrahússins var kr. 80.000 og hlutur bæjarins ifjár- hagshalla fyrri ára var 113.985 kr. Til leikvalla fóru: Til Miðtúnsvallar 391.690. Til Ásabrautarvallar 514.912. Til Baugholtsvallar 201.916. Til annarra leikvalla 146.922. Rekstur Tjarnarsels kostaði 2.005.699 kr., en til Garðasels var varið 2.667.615 kr. Fræðslumál. Þau kostuðu bæinn alls 14.241.556 kr. Til reksturs grunnskólans við Sól- vallagötu fóru 4.006.956 kr. Rekstur grunnskólans við Sunnubraut kostaði 3.877.589 kr. Kostnaöur vegna þátttöku Keflavíkurbæjar í rekstri Fjöl- brautaskólans nam 1.086.980 kr. Ríkissjóöurgreiöir kennara- laun við skólana, en bæjarsjóð- ur sér um rekstur þeirra og greiðir öðrum starfsmönnum þeirra laun. Menningarmál. Til reksturs bæjarbókasafns fóru 1.007.746 kr. Af þeirri upphæö voru laun 403.041 kr., bækur og timarit voru keypt fyrir 361.783 kr. og til bókbands fóru 39.745 kr. Kostnaður við byggðasafn var alls 305.508 kr., þar af voru laun 65.107 kr. Til viðhalds á húsi safnsins fóru 74.870 kr. Til sýningartækja fóru 55.000 kr. Listasafnsnefnd kostaði bæ- inn 4.048 kr., en áfjárhagsáætl- un hlaut nefndin 23.800 kr. Alls námu styrkir til menn- ingarmála 81.900 kr. Hæsta styrkinn hlaut Leikfélag Kefla- víkur, 21.400 kr. Baðstofan fékk 18.000 kr. og Skákfélag Kefla- víkur 12.500 kr. Karlakór Kefla- vikur hlaut aöeins 3.500 kr. og er það undarlega lítil upphæð miðað við hið þróttmikla starf þessa ágæta kórs, sem svo oft hefur glatt bæjarbúa með söng sínum. Kvennakór Suöurnesja hlaut og 3.500 kr. Æskulýðs- og íþróttamál. Þangað fóru alls 5.109.195 kr. Félagsstarfsemi æskulýösráðs kostaði 138.825 kr. Rekstur iþróttahúss við Sunnubraut kostaði 1.385.462 kr., þar af voru laun 744.720 kr. Rekstur sundhallar kostaði 1.875.117 kr. Laun voru 829.991 kr. Vegna viðhalds húss voru greiddar kr. 382.756. Aögangseyrir að sundhöllinni var 649.050 kr. Til iþróttavalla fóru alls 912.601 kr. Viöhald vallanna var stærsti gjaldaliðurinn, kr. 452.394. Laun vegna gæslu og miðasölu voru 29.494 kr., en önnur laun 251.336 kr. Alls námu styrkir til íþrótta- mála kr. 628.516. Til IBK vegna leigu af íþróttahúsi kr. 319.962. Auk þess fékk (BK sérstakan styrk að upphæð 150.000 kr. Golfklúbbur Suðurnesja hlaut 43.787 kr., en Hestamannafé- lagiö Máni kr. 4.767. Opin svæði, snjómokstur og gatnagerð. Til fegrunar og viðhalds á opnum svæðum i bænum fóru alls 827.520 kr., þar af til skrúðgarðs 395.604 kr. Kostnaður vegna jafn nauðsynlegs starfs og snjó- moksturs og hálkueyðingar nam alls 664.811 kr, þar af var kostnaöur viö vélavinnu kr. 485.002. Eitt mesta velferðarmál sveit- arfélaga er gatnagerð. Bundið slitlag er ekki eingöngu nauð- synlegt svo bílar komist greið- ar leiðar sinnar, heldur er það ekki síöur mikilvægur þátturfrá heilbrigðissjónarmiði, þar sem malbikaðar götur eru að sjálf- sögðu mun þrifalegri en malar- götur. Gatnagerð er einn af stærri útgjaldaliöum bæjarins Alls var varið til gatna- og gangstétta kr. 11.035.078. Til nýrra gatna fóru alls 9.116.046 kr., þar af til lagningar bundins slitlags kr. 3.654.761. Gatnagerðargjöld urðu alls kr. 3.667.329, holræsagjöld kr. 587.799, og til nýrra vatnslagna var variö 214.739 kr. Brunavarnir. Þangað fóru alls kr. 1.949.202, þar af voru laun til fastra starfsmanna kr. 419.767, en laun til slökkviliðs- manna voru 777.598 kr. Á bíla Brunavarna Suðurnesja var keypt bensín fyrir 33.239 kr. Framh. á 12. siðu VATNSVEITA KEFLAVÍKUR ÚTBOÐ Keflavíkurbær óskar hér meö eftirtilboðum í jarðvinnu og smíði undirstaða undir vatnsgeymi Vatnsveitu Keflavíkur og gerð dæluhúss við borholu II. Útboðsgögn eru afhent átæknideild Kefla- víkurbæjar, Hafnargötu 32, frá og með föstudeginum 30. september gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu bæjar- tæknifræðings mánudaginn 17. okt. n.k. kl. 11. Áskilinn er réttur til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Bæjartæknifræðingur Ðílaþjónustan sf. Iðavöllum 9c - auglýsir: Gerið við bílinn sjálf eða látið okkur gera það. Alhliöa bíla- og vélaviðgerðir. Þvotta- og bónaðstaða. Pantanir í síma 3214. fjdn U5 látf /f, Fitjabraut 2, Njarðvik -Sími 1227 Vantar þig pústkerfi, þá leitar þú okkar. Við eigum, smiðum og setjum pústkerfi undir bilinn þinn með góðri og fljótri þjónustu. HITAVEITA SUÐURNESJA SKRIFSTOFAN: Opið mánudag-föstudag frá kl. 9-12 og 13-16. VERKSTÆÐI OG LAGER: Opið mánudag-fimmtudag frá kl. 7.30-12 og 12.30-18. Símar Hitaveitunnar eru 3200 og 3475. Til notenda Hitaveitu Suðurnesja: Viðskiptavinir eru hvattir til að greiða ógreidda reikninga fyrir 15. dag hvers mánaðar. HITAVEITA SUÐURNESJA Brekkustíg 36, Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.