Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 1
Glæsilegasti togari Suðurnesjamanna: Dagstjarnan komin úr umfangsmiklum endurbótum Skuttogari Stjörnunnar hf. í Njarðvík, b/v Dag- stjarnan KE 3, kom sl. mánudag úr umtalsverðum endurbótum sem fram- kvæmdar voru hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Eftir breytingarnarer skipið orð- ið fullkomnasta togskip á Suðurnesjum og jafnvel þó víðar væri leitað. Af þessu tilefni tókum við tali Einar Kristinsson, fram- kvæmdastjóra skipsins, og báðum hann að lýsa þeim breytingum sem gerðar voru. ,,í stórum dráttum er það endurnýjun á spilkerfi, al- gjörlega skipt um aðalvindu og settar 4 grandaravindur, sagði Einar. ,,Það er komið tvöfalt kerfi þannig að það eru tvö troll undirslegin hverju sinni og er því hægt að setja annað troll út strax ef hitt rifnar. Ennfremur voru lunning- ar hækkaðar og lest breytt úr stíum í kassa þannig að lestin getur nú tekið 4200 kassa, þ.e. 70 lítra kassa, sem þýðir þá um 180 tonn. Þá voru mannaíbúðir lag- færðar og brúin innréttuð að nýju. Eru þetta helstu breytingar sem gerðar voru þannig að skipið er alveg eins og nýtt í sambandi við veiðibúnaðinn. Þá var einnig farið yfir vélar skips- ins og því á það að vera samkeppnisfært við önnur skip eins og það er í dag." Nánari umfjöllun um skipið, rekstur þess og Sjö- stjörnunnar hf., er i viðtali viö Einar Kristinsson fram- kvæmdastjóra, á bls. 2. Fiskverkun Jóns Erlingssonar, Sandgerði: Upphitað bílaplan 7 km af rörum fóru í verkið Að undanförnu hefur borið nokkuð á því að bæði fyrirtæki og stofnanir hafa lagt út í það að leggja hita- lagnir í innkeyrslur og bíla- stæði. Auðveldar það mjög alla vinnu á svæðinu þar sem ekki nær að safnast neinn snjór og sparar því jafnframt moksturskostnað sem oft vill verða mikill á hörðum vetrum hér á landi. 7 km af rörum fóru i planið, sem er 1800 m2 Njarðvík: Engar breytingar orðið á afstöðu til sameiningar Nýlega var sagt frá fyrir- spurn sem Ólafur í. Hann- esson lagði fyrir bæjar- stjórn Njarðvíkur þess efnis, hvort meirihluti bæj- arstjórnar hafi í laumi hafið undirbúning að því að leggja Njarðvikurkaupstað niður sem sjálfstætt sveitar- félag t.d. með sameiningu við Keflavíkurkaupstað. Þegar greinin var gerð lá ekki fyrir svar meirihlutans, en nú hefur okkur borist það og er það svohljóð- andi: „Vegna fyrirspurnar Ól- afs (. Hannessonar bæjar- fulltrúa, viljum við undirrit- aðir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins taka fram eftirfarandi: Engar breyt- ingar hafa orðið á afstöðu Sjálfstæðisflokksins varð- andi sameiningu eða sam- vinnu við Keflavík, og er sjónarmið okkar, núverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, það sama og fram kom i samþykkt bæjarstjórn ar Njarðvíkur við afgreiðslu málsins á sfnum tima. Njarðvík, 6. sept. 1983. Áki Granz, Helga Óskars- dóttir, Ingólfur Bárðarson, Sveinn R. Eiríksson." - epj. Við Fiskverkun Jóns Erl- ingssonar i Sandgerði hafa verið lagðar hitalagnir á um 1800 fermetra svæði og fóru um 7 km af rörum í verkið. Yfir rörin er síðan malbikað og þá komin hin besta snjó- bræðsla. Orka frá frystivél- um er síðan notuð til að hita upp planið. Fyrirtækið Pípulagnir sf. sá um lagn- ingu og hönnun á rörunum og tók verkið um einn dag og er það vel af sér vikið þegar um svona stórt svæði er að ræða. Kostnaður við lagnir og malbik er á milli 7-800 þús. kr. Að sögn Jóns Erlings- sonar mun þetta gera alla vinnu á planinu miklu auð- veldari, sem felst í mikilli keyrslu lyftara og vörubíla, auk þess sem hægt verður að nýta það betur til að geyma fiskikassa, en það hefur oft á tíðum verið erfitt þegar snjór hefur þakið planið. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.