Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 13. október 1983 5 AFS heldur opinn fund í Kirkjulundi í kvöld: Áhugi fyrir AFS hefur aukist á Suðurnesjum - segir Guðný Gunnarsdóttir í kvöld (fimmtudag) verð- ur haldinn í Kirkjulundi op- inn fundur á vegum AFS (al- þjóðleg fræðsla og sam- skipti), þar sem kynnt verð- ur starfsemi samtakanna. Hefst fundurinn kl. 20.30 og er opinn öllum sem áhuga hafa á að kynnast starfi AFS en á fundinum mun Héléne Luzon, kanadisk stúlka, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verða kynnt, auk þess sem hún mun skemmta með söng og hljóðfæraleik. ,,Nú er hópurinn á þessu svæði, sem haft hefur af- skipti af félagi okkar á und- anförnum árum, orðinn það stór, að sú tillaga hefur komið fram að stofna sér- staka deild innan AFS sem staðsett yrði hér á Suður- nesjum,“ sagði Guðný Gunnarsdóttir, en hún er byggðafulltrúi fyrir Suður- nesjasvæðið innan AFS samtakanna. Til að fræðast aðeins meira um samtökin tókum við hana tali. „Markmið AFS númereitt er að koma á friði í heimin- um og þetta er því okkar sterkasta vopn og jafnframt raunhæfasta til að eyða for- dómum og koma þessum skilningi fram ígegnum vin- áttu. Auk þess er okkar megin markmið að þjóðir kynnist og þess vegna hefur Fréttir og auglýsingar í blaðið berist í síðasta lagi fyrir kl. 16 á þriðjudögum. Viltu kaupa Land-Rover? Þessi fini Land-Rover (fyrrverandi bill) á þessari mynd, er til sölu. Söluverö er mjög hagstætt. Selst þess vegna i tveim hlutum, auk þess eru ýmsir fylgihlutir sem fást fyrir ekki neitt (nema fyrirhöfn) en þeir eru þarna ikringum jeppann. Allar nánari upplýsingar gefur Jeppavinafélagiö, en þaö er meö aösetur iSorpbirgöastööinni. Ath. ekki svaraö isima i hádeginu. - Stjórnin .... Héléne Luzon frá Kanada, nemi i F.S. fólk verið sent til annarra landa til að kynna sér lifnaðarhætti og starf hjá öðrum þjóðum," sagði Guðný. Að sögn Guðnýjar hefur áhugi fólks hér á Suður- nesjum fyrir starfi samtak- anna aukist mjög á undan- förnum árum og nú orðið gengur mun beturaðfáfjöl- skyldur til að taka að sér nema frá öðrum löndum. Af Suðurnesjum hafa farið 19 krakkar á aldrinum 16-18 ára, en á Suðurnesjum hafa dvalið 17 krakkar bæði til ársdvalar og til sumardval- ar. „Áhugi fólks beinist fyrst og fremst að komasttil ann- arra landa, en grundvöllur til að svo geti orðið er að það sé hægt að útvega heimili fyrir erlenda nema hér á landi," sagði Guðný. Frá (slandi eru nú 52 nemar i ársdvöl í öðrum ríkj- um, 32 í Bandaríkjunum, 13 í Evrópu, 2 í Kanada og 5 í S-Ameríku. En hvað hafa krakkarnir út úr slíkri dvöl? „Þau hafa mjög gott af þessu, þau læra að meta hlutina í öðru Ijósi og verða víðsýnni og læra að taka til- lit til fólks af hvaða þjóðerni sem það er,“ sagði Guðný Gunnarsdóttir. - pket. Spilum músík fyrir fólk á öllum aldri (Gömlu og nýju dansana) ViÖ höldum uppi fjörinu! Jónmundur Hilmarsson (71660) Skúli K. Gíslason (36729) Þorkdl S. Árnason (66611) — GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA - Nýkomið í Járn & Skip VATNSRÖR, 3/8 til 2 tommu PANEL, norskur og sænskur, margar teg. PARKET, fjölbreytt úrval KROSSVIÐUR, 4 til 18 millimetra GÓLFTEPPI og MOTTUR KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn & Skip ------------------------------------------, ÞAU GEFA SVIP - gleraugun frá okkur GUERfiUGNFMERSlUN KFflfiVIKUR HfifNflRGÖTU 27, 230 K6flflVÍK SÍMi 381 1 __________ X

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.