Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 13. október 1983 11 öflugt félagsstarf hjá Styrktar- félagi aldraðra á Suðurnesjum Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum er félags- skapur áhugafólks sem verður 10 ára í febrúar n.k., en eins og nafnið bendir til er aðaláhugamál þessa hóps að hafa ofan af fyrir öldruðum samborgurum víðs vegar um Suðurnes. Hefur þessi hópur varið flestum sínum tómstundum í þetta starf. Undanfarin ár hefur aðal- starfsemin farið fram í Keflavík, auk opins húss og annarra skemmtana sem fara fram á hinum ýmsu stöðum á Suðurnesjum. Nú hafa þau hins vegar fært út kvíarnar og bjóða upp á föndur og spil, leirvinnu, smíðavinnu, leikfimi, hár- greiðslu og fótsnyrtingu í hverri viku í Keflavík og úr- drátt úr þessu einnig í Grindavík, Njarðvík og Sandgerði. Af þessu tilefni tókum við þrjá aðila úr stjórninni tali nú nýverið, en þau voru Matti Ásbjörnsson formað- ur, Árni Ólafsson ritari og Guðrún Sigurbergsdóttir gjaldkeri, en með þeim í stjórn eru Anna Ingólfsdótt- ir varaformaður, og með- stjórnendur þau Valgerður hönnuð eru af Stefáni Jóns- syni og prentuð af Grágás hf., en báðir þessir aðilar hafa gefið vinnu sína. Ágóði af sölu þessara minningar- spjalda mun renna til lang- legudeildar. Verða spjöldin til sölu hjá Ritval, Bókabúð Keflavíkur, Blómastofu Guðrúnar, hjá stjórnar- mönnum og að Suðurgötu 12-14. Þá hafa Kiwanismenn gefið félaginu stórgjöf, en þar sem gjöfin hefur ekki verið formlega afhent, mun frásögn af því bíða. I sumar gekkst félagið Oft er glatt á hjalla hjá öldruöum. fyrir utanlandsferð og viku- dvölum að Flúðum, Bifröst og Varmalandi, auk þess sem farnar voru tvær dags- ferðir og var önnur í boði Rotaryklúbbs Keflavíkur. Að lokum vildu þau þakka öllum velunnurum félags- ins fyrir gott samstarf um leið og þau hvetja nýtt fólk til að koma í félagið, því sumir þeirra sem starfað hafa við þetta frá byrjun eru að komast á þann aldur að fá þann rétt, að vera þiggj- endur en ekki gefendur. Og þau fyrirtæki eða félaga- samtök sem fá sérstakar þakkir, eru Sparisjóðurinn í Keflavík, Stefán Jónsson, Grágás hf. og Kiwanis- menn, og einnig allir þeir sem aðstoðuðu félagið í sambandi við ferðalögin, bæði innanlands og utan. epj. n 2211 Leigubílar © Sendibílar Alhliða raflagnir EFNISSALA ÞVOTTAVÉLAVIÐGERÐIR Rafverkstæði I.B. Bolafæti 3 - Njarðvfk Simi 2136 - 2356 \ NÝJUNG Á ÍSLANDI y> i \\ Áður Lengri og breiðari bekkir en þekkst hafa hér á landi. Meiri og jafnari kæling í lokum. Sterkari perur - Styttri tími Andlitsljós Eini bekkurinn sem framleiddur er, sem lætur vita þegar skipta á um perur. Stereotónlist í höfðagafli hjálpar þér til að slaka vel á. Sól Saloon Háteig 13 - Keflavik - Sími 3680 Eftir Bjarnadóttir, Magni Sigur- hansson og Sæunn Kristj- ánsdóttir. í vetur var stofnuð sér deild í Grindavík undir stjórn Sæunnar Kristjáns- dóttur, sem hefur síma 8064, og sögðust þau binda miklar vonir við þessa nýju deild. Þá sögðu þau að við gerð Vetrardagskrár þeirr- ar sem nú hefur verið send út, var gerð sú breyting, að nú er föndrað og spilað frá kl. 14-17 í Keflavík að Suðurgötu 12-14, og á sama tíma er hvern mánudag til sölu á Suður- götunni handavinna gamla fólksins. Tekið hefur veriö upp nýtt fyrirkomulag til innheimtu félagsgjalda hér í Keflavík, en Sparisjóðurinn gaf fé- laginu gíróseðla til aö inn- heimta þessi gjöld hjá fé- lagsmönnum og styrktar- félögum. Voru viöbrögð fólks mjög góð og vildu þau færa þakkir fyrir, því út á þessa fjáröflun byggist starf félagsins. Hinar deildirnar innheimta fyrirsig oger það óháð Keflavíkurstarfinu. Félagið hefur gefið út minningarspjöld, sem OKKAR STYRKUR YKKAR HAGUR Keflavik Simi 2800 Njarövik Simi 3800 Garöl Simi 7100 Það eru breytingar í peninga- málum þjóðarinnar. Verðbólgan er á undanhaidi, vextir og verðbætur lækka. Nú er því ástæða til að fylgjast betur með ávöxtunarkjörunum. Leitið ófeimin eftir upplýsingum hjá starfsfólki okkar. SPARISJÓÐURINN SSSSSSSSS - Stofnun allra Suðurnesjamanna -

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.