Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 13. október 1983 13 Eyþór Þórðarson for- maður, Jón Sæmundsson varaformaður, Jón Tómas- son ritari, Knútur Höiriis gjaldkeri, Margeir Jónsson meðstjórnandi, og Björgvin Lúthersson var kjörinn full- trúi félagsins i stjórn Krabbameinsfélags íslands Ég leyfi mér að upplýsa Suðurnesjakonu um að fundir félagsins hafa verið vel auglýstir bæði í Morg- unblaðinu og i gluggum verslana á Suðurnesjum. Vegna þess að Suðurnesja- kona lætur að því liggja að aldrei hafi verið haldnir fundir í Krabbameinsfélag- inu, vil ég upplýsa hana um að eftirtaldir fundir og námskeið hafa verið haldnir á þvi tímabili sem hún hefur verið meðlimur félagsins: í baráttunni við tóbaks- reykingar gekkst Krabba- meinsvörn Keflavíkur og nágrennis til samstarfs við íslenska bindindisfélagið, en þessi tvö félög stóðu fyrir fimm daga námskeiði til að hætta reykingum. Námskeiðið hófst 29. okt. 1979, leiðbeinendur voru Snorri Ólafsson læknir, og David West, prestur. Nám- skeiðið fór fram í Safnaðar- heimili aðventista í Kefla- vík. Fræðslufundurvar haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Njarð- vík 6. marz 1980. Erindi flutti dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir. Fræðslufundur var hald- inn í framhaldi aðalfundar í Sjálfstæðishúsinu í Njarð- vík 8. maí 1980. Erindi flutti Sigurður Björnsson, sér- fræðingur í krabbameins- lækningum. Fræðslufundur var hald- inn um Samhjálp kvenna, að Tjarnargötu 7 í Keflavík 21. jan. 1981. Erindi fluttu Elín Finnbogadóttir og Erla Einarsdóttir. Fræðslufundur um stóma-aðgerðir var haldinn í sal Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur 9. apríl 1981. Erindi fluttu Edda Ólafs- dóttir hjúkrunarfræðingur, og dr. Ólafur Dýrmunds- son. Aðalfundur var haldinn í sal Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur 7. maí 1981. í framhaldi aðalfundar voru umræður um heilbrigðis- mál. Fræðslufundur var hald- inn í Stapa 28. jan. 1982. Er- indi flutti Tómas Árni Jón- asson yfirlæknir. Fræðslufundur var hald- inn 16. febr. 1982 að Tjarn- argötu 7 í Keflavík. Erindi flutti Hrafn Túliníus lækna- prófessor. Aðalfundur var haldinn í Stapa 29. apríl 1982. í fram- haldi aðalfundar voru um- ræður um heilbrigðismál. Aðalfundur var haldinn 14. apríl 1983 að Hafnar- götu 28 í Keflavík. ( fram- haldi aðalfundar flutti for- maður félagsins skýrslu um baráttu félagsins til að koma á fót reglulegri krabbameinsleit kvenna á Suðurnesjum. Ætlað er að halda aðal- fund félagsins I febrúar n.k. og jafnframt að minnast 30 ára afmælis félagsins. Við bjóðum Suðurnesja- konu velkomna til sam- starfs. F.h. Krabbameinsfélags Suðurnesja. Eyþór Þórðarson. Bjarni Jónsson sýnir á Glóðinni Þjóðlegar myndir og myndir frá gamla tímanum N.k. laugardag opnar Bjarni Jónsson listmálari, málverkasýningu á Glóð- inni, Hafnargötu 62, og mun hún standa yfir fram á sunnudag 23. október n.k. Á sýningunni, sem verður opin frá kl. 13-17.30 alla dagana, verða til sýnis um 100 myndir. Bjarni Jónsson erfæddur 15. september 1934. Var fyrst ungur mikið á vinnu- stofum margra af okkar þekktustu málurum, eins og Ásgeirs Bjarnþórssonar, Ásríms Jónssonar, Kjarvals o.fl. Stundaði síðan nám í skóla frístundamálara, - átti þá m.a. mynd á sýningu, sem hann gerði 10 ára gamall. Síðan stundaði hann nám í Handíðaskólan- um hjá Valtý Péturssyni, Hjörleifi Sigurðssyni og Ás- mundi Sveinssyni. Bjarni hefur tekið þátt í mörgum samsýningum auk Smáeyjar (Vatnslitir) Lending (Vatnslitir) þess sem hann hefur haldið sjálfstæðar sýningar um land allt, s.s. Akureyri, Akranesi, Bolungarvík, Hornafirði, Stykkishólmi, ísafirði og Selfossi. Þá hefur hann unnið sl. 20 ár að heimildateikningum i hið mikla rit Lúðvíks Kristjáns- sonar um íslenska sjávar- hætti frá fyrstu tíð, og einnig hefur hann unnið að gerð fjölmargra mynda í nýju Skátabókina, og í haust kemur út ný íslensk orðabók á vegum Menning- arsjóðs og þar birtast teikn- ingar eftir Bjarna um búninga, s.s. þjóðbúning- inn frá upphafi. Á þessari sýningu eru þjóðlífsmyndir, dýramynd- ir, blómamyndir, landslags- myndir, heimildamyndir frá sjósókn, ýmsar gamlar myndir o.fl. Myndir þær sem hann sýnir hér hafa verið valdar með það fyrir augum, að sýnaflestarhlið- ar á list Bjarna Jónssonar. Forstöðumaður dagheimilis Forstöðumaður óskast nú þegar að nýju dagheimili og leikskóla í Sandgerði. Fóstrumenntun æskileg. Umsóknarfrestur framlengist til 21. októ- ber n.k. og sendist undirrituðum. SVEITARSTJÓRI MIÐNESHREPPS Tjarnargötu 4, Sandgerði Njarðvík Lögtaks- úrskurður Samkvæmt beiðni bæjarsjóðs Njarðvíkur úrskurðast hér með, að lögtök fyrir ó- greiddu og gjaldföllnu útsvari og aðstöðu- gjaldi til Njarðvíkurbæjar fyrir gjaldárið 1983 geta farið fram að 8 dögum liðnum frá birtingu lögtaksúrskurðar þessa. Keflavík, 12. september 1983. Bæjarfógetinn í Njarðvík Jón Eysteinsson (sign) ccmtxnmaai5' Tilkynning Á næstunni munu hefjast undirbúnings- framkvæmdir við olíuleiðslu frá Keflavíkur- flugvelli að Helguvík. Aðilar er hafa stund- að kartöflurækt norðan Sandgerðisvegar, þar sem framkvæmdir munu fara fram, eru beðnir að fjarlægja eignir og áhöld áðuren framkvæmdir hefjast. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins 10. október 1983. SUÐURNESJAMENN Nú fer í hönd sá árstími þegar allra veðra er von. Almannavarnanefnd Suðurnesja hvetur húseigendur og umsjónarmenn fasteigna til þess að ganga sem best frá öllu utan dyra sem fyrst, og draga þannig úr hættu á óveðurstjóni í haust og vetur. Almannavarnanefnd Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.