Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 1
Fyrsta síldin til Keflavíkur: Stór og falleg Harpan kom með 50 tonn Skömmu eftir hádegi sl. föstudag kom Harpa RE 342 með 50 tonn af stórri og góðri síld, svonefndri demantssíld, tíl Njarðvíkur eftir 16 tíma siglingu úr ísa- fjarðardjúpi. Fór síldin i söltun hjá Keflavík hf. og var þetta fyrsta síldin sem barst til Keflavíkur á þessu hausti. Var síldin það góð, að hún fór öll í stærsta flokk, þ.e. 3-500 síldar í tunnu, og var hún kryddsöltuð upp í sér- samninga fyrir Svípjóðar- markað. Inni í blaðinu eru viötöl sem tekin voru við skipstjór- ann á Hörpunni, Jón Eyfjörð, og verkstjórann í Frá síldarsöltun i Keflavlk hf. síldarsöltuninni hjá Kefla- vík hf., Þorkel Indriðason, en þar eiga þeir von á 1000 tonnum í haust. Þá eru einnig myndir teknar af fólkinu viö síldarsöltunina, því síldarsöltun var áður fastur liður á haustin, en er nú orðinn frekar fátíður hin seinni ár. - epj. "V 4 '¦ lldís 1*A sriðÉi%~ '","!•' f • * i „.wrtw i Hs™' '. . - ¦ ¦¦ ¦¦¦¦¦ Harpa RE 342 kemur með fyrstu sildina Þrjú vínveitingahús í Keflavík? Það virðist lengi ætla aö loða við okkur Suðumesja- menn, að ef einhver setur upp þjónustu sem áður hef- ur ekki verið hér til staðar, er sá hinn sami varla búinn að opna þegar fleiri koma í kjölfarið og ætla að græða svo og svo mikið. Dæmi um þetta er að þegar einn spari- sjóður var búinn að veita þjónustu í mörg ár, kom banki og áðuren menn voru búnir að snúa sér við höfðu aðrir bankar opnað útibú svo til á hverju horni. Nú viröist það sama vera að ske varðandi vínveit- ingahúsin, því varla hefur 340 umferöarslys frá 1. jan. sl. til 1. sept.: Fyrstu 2 árin frá ökuprófi erfiðust 17-19 ára ökumenn valdir að 65 umferðarslysum í samantekt Lögreglunn- ar í Keflavík kemur fram að frá 1. jan. sl. til 1. sept. hafa orðið 340 umferðarslys á Suðumesjum, að undan- skilinni Grindavík. Fþessum 340 slysum hafa 317 slopp- iö við meiðsli en 23 hlotið einhver meiðsl og þar af 11 alvarlega, og eitt dauöa- slys. Mjög athyglisveröur punktur í þessari skýrslu er sá, að erfiðasti aldurinn, þ.e. þeir ökumenn sem lenda í hvað mestum slysum og alvarlegustu, eru karlmenn á aldrinum 17-19 ára og af 264 slysum sem karlmenn hafa verið valdir að hefur þessi aldur verið valdur af 65 slysum, sem gerir tæp 25%. Sé hver ald- urshópur tekinn sérstak- lega fyrir, þá skiptist það svona umrætt tímabil: 17 ára ökumenn hafa orðið valdir að 25 umferö- arslysum, 18ára19slysum, 19 ára 21 slysi og 20 ára, sé hann tekinn með, að 14 um- ferðarslysum. " \ ¦-¦ ¦-'¦¦¦ - ¦ ¦:¦ . ¦ ¦¦/..¦ _p ¦ ;,;. - ¦ LÍ ' ^k ¦ ¦ , -..f^.. % ..- ¦ •-^•^í^f.r^ W»*ft._Á«» á | $¦ ¦ -mýt '-¦ :¦.*.- ( 1 ' En hvernig stendur á því að þessi aldur, sérstaklega 17-19 ára, lendir svo mikið í óhöppum? Algengustu orsakirnar meðal ökumanna á þessum aldri, og þá umfram aðra aldurshópa, eru: of stutt bil á milli ökutækja, ógætileg- ur framúrakstur, röng stað- setning á akbraut, og síðast en ekki síst alltof algengt, of hraöur akstur. í 29 tilvikum slysa sem urðu af of hröðum akstri, voru ökumenn undir 20 ára aldri valdir að 18 tilvikum af 29, sem gerir 62%. í 8 tilvikum af 17 var þessi aldurshópur valdur að útafkeyrslu eða veltu og í slíkum tilvikum verða oft alvarlegustu meiðsl á fólki. Hvað varðar tímasetn- ingu, þ.e.a.s. hvenær ó- höppin eiga sér stað, er þessi aldurshópur einnig á sér parti. Frá kl. 21 til 6 aö morgni eru ökumenn undir 20 ára aldri valdir aö 70% óhappa á þessum tíma, en þá er j ú skygg ni og aðstæð- Framh. á 10. siöu hið skemmtilega veitinga- hús Glóöin fengið vínveit- ingaleyfi, þegarErling Lauf- dal, eigandi Nautsins aö Hafnargötu 19, óskar eftir vínveitingaleyfi í húsi sínu og ræöir um í því sambandi aö koma þar upp diskóteki og byggja hæð ofan á. Þá eru líkur á að þrioji staðurinn opni við Hafnar- götuna og því ætti að verða innan tíðar hörku sam- keppni í þessu. Þó sam- keppni sé yfirleitt til góðs verða menn þó að gæta hófs í þessu sem öðru. - epj. Er bein aðild að ASÍ heppilegri? Fundur ístjórn og trúnað- armannaráði Verslunar- mannafélags Suðurnesja haldinn 17. okt. 1983, lýsir fullum stuðningi við þá ákvöröun fulltrúa V.S. að taka ekki þátt í störfum 14. þings Landssambands ís- lenskra verslunarmanna, vegna þeirra deilna, sem upp komu fyrir þingið um einn fulltrúann. Þá ályktar félagið að V.S. ætti aö íhuga hvort þaö þjóni nokkrum tilgangi að sækja slík þing, þar sem einn aðili hefur algeran meirihluta. Líka mætti at- huga hvort bein aðild V.S. að AS( sé heppilegri en nú- verandi skipulag, með L.Í.V. sem milliaðila. VS/epj. Spretturinn tekinn Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.