Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 20. október 1983 3 Umrætt hús að Vesturbraut 10A Vinstri höndin rukkar þá hægri Stundum skeður ýmis- legt spaugilegt meóal hinna ýmsu bæjarfyrirtækja, og í fundargerö rafveitunefnd- ar 19. sept. sl. mátti lesa eftirfarandi: „Borist hefur kvittun frá bæjarsjóði Keflavíkur fyrir innheimtu fasteignagjalda af Vesturbraut 10a. Þar sem um helmingur af húsnæð- inu er notað af öðrum fyrir- tækjum bæjarins en rafveit- unni og ekkert er greitt fyrir þessi afnot, hvorki í leigu eða annan rekstur, telur raf- veitunefnd að þessir aðilar eigi að berasinn hluta þess- ara fasteignagjalda, en ekki Rafveita Keflavíkur ein." epj. Utvarp Keflavík Að undanförnu hafa veriö í gangi undirbúningsum- ræður vegna hugsanlegs útvarps sem sett yrði á stof n fyrir Suðurnesjamenn og útvarpaði eingöngu fréttum, efni og öðru héðan að sunnan. Jafnframt myndu létt lög verða flutt og ýmislegt annað. Er það hópur áhugamanna um frjálsan útvarpsrekstur sem hefur staöið í þessum um- ræðum. Nú hefur það skeð að annar hópur hefur ákveðið að 25. okt. n.k. kl. 20.30 veröi haldinn fundur á Glóðinni um útvarpsrekstur fyrir Keflavík. Er tilgangur fundarins að koma af stað umræðum um þessi mál og hafa þeir fengið sem frum- mælendur aöila úr Reykja- vík sem eru að berjast fyrir Næsta blaö kemur út 27. október. Verslunin RÓSALIND flutt í nýtt húsnæði: „Það er mikið prjónað í dagfifi - segja þær Vilborg Verslunin Rósalind hefur flutt aðsetur sitt að Hafnar- götu 24 ( Keflavík, en versl- unin var áður til húsa að Tjarnargötu 20. Eigendureru þærVilborg Georgsdóttir og Sigrún Jónatansdóttir. Hið nýja húsnæði er allt stærra og bjartara og vinnuaðstaða betri. Að sögn þeirra Vilborgar og Sigrúnar býður verslun- in upp á mikið úrval af alls Georgsdóttir og Sigrún kyns garni og má þá nefna prjónagarn, heklugarn, auk þess sem hægt er að fá hnýtigarn og hnýtikúlur, sem vinsælt er oröiö til gjafa. Einnig hefur verslun- in á boöstólum föndurvör- ur til jólanna, borðdúka, hinn íslenska loþa og ýmis- legt fleira. „Jú, það er mikið prjónað í dag, enda er það miklu ódýrara að prjóna sér peysu Jónatansdóttir heldur en að kaupa hana tilbúna í búö," sögöu þær Vilborg og Sigrún í verslun- inni Rósalind. - pket. frjálsu útvarpi, s.s. Ólaf Hauksson og Gisla Baldur Garðarsson. En þessi fund- ur er haldinn af Heimi, félagi ungra sjálfstæðis- manna, og ættu allir aðilar sem áhuga hafa fyrir þess- um málum og hvorum hópnum sem þeir fylgja, að koma á fundinn og fylgjast með því sem þar fer fram. epj. II málverki 'uóumna BJARNA JÓNSSONAR á Glóðinni er opin sem hér segir: mw Naust um vetur (Oliulitir) í dag, fimmtudag, frákl. 13-17.30,föstudag frá kl. 13-21, laugardag frá kl. 13-17.30 og sunnudag frá kl. 13-21. - ATH. Sýningunni lýkur n.k. sunnudag. Eigendur Rósalindar, Sigrún Jónatansdóttir (t.v.), og Vil- borg Georgsdóttir. S66 inn i hluta nýju verslunarinnar. Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Símar 1700, 3868 Garðbraut 68, Garöi: 110 m2 steinsteypt einbýlishús, sem skiptist í 3 svefnherbergi og stofu, ásamt 5C m2 bílskúr. Skipti á íbúð í Keflavík möguleg. - 1.300.000. Vesturbraut 9, n.h., Keflavtk: 3ja herb. íbúð með sér inngangi. ¦ 700.000. Hrlngbraut 136, Keflavik: Glæsileg 135 m2 5 herb. íbúð, ásamt bílskúr. Lítið áhvilandi. Skipti á minni íbúð möguleg. - 1.500.000. Miðtún 7, e.h., Keflavik: Mjög góð 120 m2 4ra herb. íbúð. Mikiöendurnýjuö, góðurstaður. - 1.300.000. Hátún 37, Keflavik: 155 m2 parhús, sem skiptist isam- liggjandi stofur og 4 svefnherb. Nýtt eldhús o.fl. - 1.850.000. Suðurvellir 2, Keflavik: 125 m2 einbýlishús ásamt 35 m2 bílskúr, aö mestu fullgert. Skipti á minni eign möguleg. - 2.200.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM frá kl. 10 - 15. VERIÐ VELKOMIN.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.