Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 20. október 1983 Fasteignasalan Hafnargötu 27 KEFLAVlK: Elnbýllshús og ra&hús: Viðlagasjóöshús viöÁlsvelli í mjög góöu ástandi 1.700.000 Viölagasjóöshús við Bjarnarvelli. Húsið er með hitaveitu .................................... 1.650.000 Raöhús viö^ Mávabraut ásamt stórum bílskúr, vönduð eign ................................ 1.750.000 Einbýlishús við Suðurgötu ................... 1.550.000 Ibúðln 5 herb. íbúð við Blikabraut með sér inngangi í góðu ástandi ............................... 1.600.000 5 herb. íbúð við Hringbraut ásamt nýjum bílskúr 1.550.000 3-4ra herb. íbúð við Faxabraut í mjög góðu á- standi ásamt b/lskúr......................... 1.350.000 3ja herb. íbúð við Baldursgötu (efri hæö) ..... 920.000 3ja herb. íbúð við Brekkubraut með sér inng. . 970.000 3ja herb. íbúð við Kirkjuveg, e.h. m/sér inng. . 825.000 2ja herb. íbúð við Mávabraut, ekkert áhvílandi, laus strax................................... 850.000 3ja herb. íbúð við Suðurgötu ................ 825.000 Fastelgnlr I smiðum I Keflavik: 3ja herb. íbúöir viö Hólmgarð, tilb. undirtréverk í byrjun næsta árs. Góðir greiðsluskilmálar, örfáar íbúðir óseldar............................... 1.060.000 Raðhús í smíðum við Heiðarholt og Norðurvelli. Hérer um glæsileg húsaðræðasemskilaöverð- ur fullfrágengnum að utan ásamt standsettri lóð .................................. 1.250-1.500.000 NJARÐVÍK: Einbýlishús viö Borgarveg ásamt stórum bílskúr 1.800.000 2ja herb. íbúð tilb. undirtréverk við Fífumóa. Fast verð ........................................ 650.000 3ja herb. íbúð við Hjallaveg, laus 1, des. n.k. .. 875.000 SANDGERÐI: Einbýlishús við Hjallagötu ásamt bílskúrsrétt. . 1.700.000 Stórt einbýlishús við Norðurgötu, 173 m2 ..... 1.750.000 Höfum úrval af fasteignum í Garöi, Grindavfk, Höfnum og Vogum. ATH. Vantar tilfinnanlega fasteignir á söluskrá Keflavík. Austurbraut 1, Keflavik: 4 herb. og eldhús, sór inng. Mjög stór bilskúr fylgir. - 1.550.000. Suðurgata 43, Keflavfk: Efri hæð, saml. stofur, 2 herb. og eldhús. Neðri hæð 3 herb. og eldhús. Tveir bíl- skúrar fylgja húsinu. - 2.100.000. Grenitelgur 29, Keflavfk: Glæsilegt raðhús, 4 herb., stofa og eldhús, ásamt bíl- skúr. - 2.200.000. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Bílasala Brynleifs Vatnsnesvegi 29A - Keflavík - Sfmi 1081 Mikið af bifreiðum á skrá við allra hæfi, af yngri sem eldri árgerðum. Komið og kynnið ykkur úrvalið á skránni og á sýningarsvæðinu. Opíð alla virka daga frá kl. 9 - 19. Laugardaga frá kl. 10 - 16. BÍLASALA BRYNLEIFS Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: Valur fór á kostum gegn Val - og Njarövík sigraði meö einu stigi Njarövíkingar héldu upp- teknum hætti í úrvalsdeild- inni á föstudagskvöldiö er þeir sigruöu íslandsmeist- ara Vals í „Ljónagryfjunni" með 80 stigum gegn 79. Leikurinn var mjög jafn all- an tímann og var staðan í hálfleik 45:39, Njarðvíking- um í hag. Fyrstu mínútur leiksins einkenndust af miklu jafn- ræði liðanna, þó svo Vals- mönnum gengi betur að koma boltanum í körfuna. Náðu þeir þó aldrei að kom- ast langt fram úr Njarðvík- ingum, en mest varð mun- urinn 9 stig um miðjan fyrri hálfleik, 30:21. Ekki varaði þetta forskot lengi, því þá var Valur Ingimundarson orðinn „heitur" og skoraði hann hverja körfuna af ann- arri fyrir Njarövíkinga. Tókst þeim að jafna leikinn þegar rúmlega fjórar mín. voru eftir af fyrri hálfleikn- um, 33:33, og síðan 9 stiga forskot, en Valsmenn minnkuðu þaö niður í 6 stig í lokin, 45:39. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu þeir á fyrstu 8 mín. 21 stig gegn 8 stigum Njarðvíkinga, staðan þá orðin 60:53. Njarðvíkingum tókst hins vegar aö saxa upp þetta forskot og þegar 38 sek. voru til leiksloka náðu þeir boltanum og voru þá einu stigi yfir, 78:77. Má segja að Njarðvíkingar hafi nýtt sér þennan tíma vel, því eftir 29 sek. sókn skoraöi Valur Ingimundarson sigur- körfuna og gerði út um leik- inn, þó svo aö Valsmönnum hafi tekist að minnka mun- inn úr vítaskotum eftir að venjulegum leiktíma lauk. Úrslitin því sem áöursagöi, 80:79 fyrir Njarðvík. Eftir þennan leik er það auðsjáanlegt að bæði þessi lið verða með í toppbarátt- unni, því leikur þeirra var hreint út sagt frábær. Vörn beggja liða var mjög góð og oft brá fyrir skemmtilegum leikfléttum sem glöddu augu áhorfenda. Bestur í liði Njarövíkinga var Valur Ingimundarson, en hann átti stórleik að þessu sinni og skoraði hvorki fleiri né færri en 36 stig! Annars var liðsheildin mjög góð og engan veikan hlekk að finna. Stig UMFN: Valur 36, Gunnar 16, Árni 11, ísak 9, Sturla 4, Ingimar 2, Júlíus2. í liði Vals voru þeir Krist- ján Ágústsson og Torfi Magnússon bestir, en Kristján var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. Leikinn dæmdu þeir Sig- urður Valur og Gunnar Val- geirs og var nokkuð mikið ósamræmi í dómum þeirra, enda létu hinir 430 áhorf- endur, sem troðfylltu húsið á föstudaginn, þá óspart vita af því með hrópum og köllum. - val. Valur Ingimundarson skorar 2 af 36 stigum sinum i leiknum gegn Val. ÍBK og UMF Afturelding léku í 3. deild handboltans sl. laugardag í íþróttahús- inu í Keflavík. Lokatölur urðu 23:20 fyrir UMFA en staðan í hálfleik var 10:9 fyrir gestina. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með, en í seinni hálfleik komst Afturelding í 15:11 og náðu Keflavíkur- strákarnir aldrei að jafna leikinn eftir það, og lokatöl- ur urðu 23:20 eins og áður segir. Ungu leikmennirnir í liði (BK komu skemmtilega á óvart og voru bestu menn liösins. Veröi haldiö rétt á sþilunum hjáforráðamönn- um handboltans i Keflavík er ekki langt í það að ÍBK tryggi sér sæti í 2. deild. pket. Einkaréttur á skipsnafni Samkv. lögum um skrán- ingu skipa hefur siglinga- málastjóri veitt Sigurði Friðrikssyni, Kirkjuvegi 57, Keflavík, einkarétt á skips- nafninu „Guðfinnur". - epj. Afturelding vann ÍBK í 3. deild Hafsteinn Ingibergsson, einn hinna ungu og efnilegu leik- manna ÍBK, svifur inn af linu og skorar. Áöur Sól Saloon SÓLBAÐSSTOFA Háteig 13 - Keflavlk Opið frá: mánud. - föstud. 7-23 laugardaga ___ 10-20 sunnudaga .....13-20 Sími 3680 Eftir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.