Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 20. október 1983 VÍKUR-fréttir Frá Foreidra- og kennarafélagi Barnaskólans Leikfélag Keflavíkur: Blása nýju lífi í starfsemi félagsins „Gatan I rigningu“ - nýtt verk frumsýnt í byrjun nóvember Leikfélag Keflavíkur aefir nú af krafti undir stjórn Kol- brúnar Halldórsdóttur nýtt verk eftir Ástu Sigurðar- dóttur sem nefnist „Gatan í rigningu". Útfærslan áverk- inu er í kabarettformi, stutt atriði og söngur, og sagan tengir þessi tvö atriði saman. Svið verður ekki Bridge-námskeið fyrir byrjendur og lengra komna hefjast í næstu viku ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og skráning í síma 2737 fimmtudag og föstudag eftir kl. 20, og laug- ardag frá kl. 14-18. íbúð - Vestmannaeyjum 5 herb. íbúð í verslunar, efri hæð, til sölu í Vestmannaeyjum. Gott verð ef samið er strax. Uppl. veitir Jón Hjaltason í síma 98-1847 eftir kl. 17. Kvenfélagskonur, Njarðvík Athugið að vinnufundirfyrir basarinn í nóv- ember verða á mánudögum og fimmtudög- um frá kl. 20.30 - 23 í Stapa. - Fjölmennum. Stjórnin með hinum hefðbundna hætti, heldur verður um að ræöa svokallað „kaffileik- hús“, en Stúdentaleikhúsið hefur flutt mörg sín verk aö undanförnu í þeim stil. Gat- an i rigningu verður frum- flutt í byrjun nóvember og verða sýningar á annarri hæð á veitingahúsinu Glóð- inni. Leikstjórinn, Kolbrún Halldórsdóttir, er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, 28 ára gömul og lauk námi frá Leiklistarskóla íslands áriö 1978 og er yngsti nem- andi sem þaðan hefur lokið námi. Kolbrún átti veg og vanda að stofnun leikhóps- ins „Svart og sykurlaust" sem hefur náð miklum vin- sældum hér á landi, og fyrir þá sem vilja heyra röddina í henni geta hlustað á morgunútvarpið, en hún er ein af stjórnendum þáttar- ins ,,Á virkum degi”. Blaðamaður hitti hana að máli í Tónlistarskólanum í Keflavík, en þar hefur Leik- félagið nú æfingaaðstöðu, og spurði hana hvað þetta nýja verk fjallaði um. „Gatan í rigningu túlkar í raun upplifun hinnar ís- lensku konu, drauma hennar og þrár. Nú, í þessu verki eru um 12-15 þátttakendur og flutningur verksins veröur í svoköll- uöu kabarettformi eða kaffi- leikhús, getum viö kallaö það, því fólk kemur og horf- ir á leikrit undir öörum for- merkjum en það er vant að gera. Það situr við borð og hefur kaffi við hönd eöa létt vín og hefur það huggulegt á meðan á sýningu stend- ur.“ Hvað kemur til að þlð velj- 16 ekkl eitthvert af hlnum hefðbundnu verkum? „Ætlunin var að sýna verkið „Sonur skóarans og dóttir bakarans", eftir Jökul Kolbrún Halldórsdóttir Jakobsson, en því miður náðist ekki nógu mikill mannskapur til þess að flytja það verk, en það hefði þurft yfir 20 manns í þaö.“ Er þetta þekkt fyrlrbœri, „kaffileikhús", hér á landi? „Þetta er í fyrsta sinn sem áhugaleikféiag tekur svona verk að sér og útfærir, en þetta er þó þekkt og mjög vinsælt erlendis, og með þessu erum viö aö reyna að blása nýju lífi í starfsemi leikfélagsins og reyna aö fitja upp á einhverjum nýj- ungum sem fallið geta betur í kramið hjá fólki." Ertu bjartsýn á fram- haldið? „Já, ég er það. Viö stefn- um að frumsýningu í byrjun nóvember og ég vona að fólk láti ekki bregðast og láti sjá sig. Síðan veröur það okkar að það fari ánægt heim að lokinni sýningu," sagði Kolbrún Halldórs- dóttir. - pket. Athugasemd vegna ummæla Theodórs Guðlaugssonar í síðasta tölublaði Það er alrangt og hefur aldrei verið rætt, hvorki við fjáreigendur né aðra hér í Vatnsleysustrandarhreppi, að Vegagerð ríkisins byðist til að girða meöfram Kefla- víkurveginum, því er nú verr. Það er alveg áreiöanlegt að ef slíkt hefði komið til, myndu allir aðilar hér hafa tekið slíku boði fagnandi. Það er svo annað mál að með réttu mun Vegagerðin ekki vera búin að ganga til Gólfdúkur (gott litaúrval) fulls frá veginum, fyrr en búið er að girða með honum. Væri slík girðing komin heiöar megin við veginn, frá núverandi gæsluskúr viö Vogaafleggjara og næði til Hafnarfjarðar, myndi slysa- hætta af sauðfé stórlega minnka, og allur sá kostn- aöur sem hliðvörslunni fylgir, sparast. Væri það veröugt verkefni fyrir SSS aö vinna aö, viö þá aðila sem þar eiga hlut að máli, að sem fyrst veröi gengiö í þaö að girða meöfram Keflavíkurveginum. Myndi þaö stórauka öryggi og spara mikiö fé fyrir sveitar- félögin og marga aöra. Magnús Ágústsson, Vogum. Nú eru skólarnir byrjaðir ánýog veturferíhönd, allra veðra er von og hætturnar aukast í umferðinni. Félagið vill hvetja foreldra til að festa endurskinsmerki á allar utanyfirflíkur barna sinna, og aöstoöa þau viö aö velja bestu og öruggustu lelöina til skólans, ef ekkl er hægt að fara með skóla- bílnum sem þó er best. Ekki er öruggt fyrir börn aö hjóla í skólann á þessum árstíma og tími til kominn aö setja þau í geymslu. Skorað er á alla foreldra aö sýna varkárni og tillits- semi í umferðinni, bæði sem gangandi vegfarendur og ökumenn, og vera þannig börnum sínum gott fordæmi. Stuölum öll aö slysalaus- um vetri fyrir alla. Stjórnin r Veggstrigi Mikið úrval af málningu og málningarvöru Gólfteppi dropinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.