Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. október 1983 11 Kvennaklúbbur Karlakórs Keflavíkur: Kaffisala - Karlakórshúsið til sýnis Eins og áöur hefur komiö fram hér í blaöinu hefur efri hæð Félagsheimilis Karla- kórs Keflavíkur við Vestur- braut verið tekin í notkun. Aðastaða öll er þarna mjög glæsileg og vekur athygli að skuldir kórsins eru ekki teljandi vegna byggingar- innar, því hún hefur aö miklu leyti verið unnin í sjálfboðavinnu af kórfélög- um. Þá hafa eiginkonur kórfé- laga stutt dyggilega við menn sína með ýmsum fjár- öflunum, og n.k. sunnudag verður á þeirra vegum kaffi- sala í húsinu og því tókum við tali Einhildi Pálmadótt- ur, formann klúbbsins, nú nýverið. N.k. sunnudag frá kl. 15 ætlum við að hafa kaffisölu í Karlakórshúsinu til styrktar Biblían talar í þessu tölublaði hefst nýr þáttur er nefnist „Biblian talar". Þar verður að finna ritningartexta til uppörvun- ar og hvatningar. í margar aldir hefur Biblían veitt manninum styrk og hugar- ró, enda eru þar að finna orð skaparans, orð full af orku sem endurnýjar hvert það líf sem það kemst í snertingu við. Ekki hafa þau orð misst neitt af mætti sínum þó svo að milljónir manna hafi meðtekið Iffsorku hennar, því þar er að finna ótæm- andi uppsprettu. Jesús agði viðsamversku konuna sem hann hitti við Jakobsbrunninn: „Ef þú þekkir gjöf Guðs og hver sá er, sem segir við þig: Gef mér að drekka! Þá mundir þú biðja hann, og hann mundi gefa þér lifandi vatn. Hvern þann sem drekkur af vatninu, sem ég mun gefa honum, mun aldrei aðeilífu þyrsta, heldur mun vatnið, sem ég mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs." Jóh. 4:10,14. Til viðbótar við þennan þátt hér í blaöinu verður þjónusta símsvarans Biblí- an talar sfmi 1221 endur- bætt. Þar hefur veriö að finna stuttar hugvekjur um orð Drottins og verður því haldið áfram með þeirri breytingu að ný hugvekja verður í simsvaranum á hverjum virkum degi. Er það ósk okkar aö Suður- neskabúar njóti góðs af. Með kærri kveðju frá Söfnuði Sjöunda dags Aöventista á Suðurnesjum Aukið upplag Án efa hafa lesendur blaðsins tekið eftir að meira framboð var af blaðinu þegar það kom út síöast en verið hefur. Stafar þetta af því aö upplag blaðsins hefur veriö aukið í 3500 ein- tök, og ættu því nú fleiri að geta fengið blao. starfsemi kórsins," sagði Einhildur. „Við höfum haft basar á hverju ári undan- farin ár, en nú ætlum viö að skiptayfirog hafakaffisölu, bæði til þess að sýna bæjar- búum húsið og kynna starf- semi kvennaklúbbsins. Við höfum það að markmiði og höfum haft það í þessi 23 ár sem klúbburinn hefurstarf- aö, að styðja við bakið á eig- inmönnum okkar og styðja þá fjárhagslega í þessum framkvæmdum. Við verðum með hlaðborð með ýmsu heimabökuðu og viljum við endilega hvetja bæjarbúatil að styrkja okkur og skoða húsið um leið." Á sama tíma og þær verða með kaffisöluna stendur Listasafnsnefnd Keflavíkur fyrir sýningu á málverkum í eigu bæjarins, í húsinu. epj. Frá efri hæö Karlakórshússins. Höldum lengur í æskuljómann Tilsögn í andlits-barm-og líkamssnyrtingu f rá f remsta húðsnyrtivöruframleiðanda Frakklands. KYNNINC Á CLARINS *^**-^^^ ~*^æ*** Vörn þín gegn hrörnun felst í því sem þú gerir núna til þess að viðhalda unglegu andliti, stinnum barmi og stæltum líkama. CLARINS bvður upp a nýtt tíma- bil þar sem atvinnumennska situr í fyrirrúmi við framleiðslu og notkun snyrtivara. CLARIN5 hefur frá upphafi stefnt að því aðfinna raunhæfa lausn á fegurðar- málum kvenna. CLARINS sérhæfir sig í húðsnyrtingu alls líkamans. Áhugamál okkar er áferð og styrkleiki húðarinnar- ekki aðeins í and- liti heldur um allan líkamann. Þess vegna er ekkert sparað til á rannsóknarstofum CLARINS og hráefni öll í hæsta gæðaflokki. UNGLEGT ANDLIT CLARINS hefur meðalið til þess að styrkja andlitsvöðva, bæta áferð húðar, draga úr smáhrukkum og brota kringum augu og til bess að slétta og mýkja hálsinn. STÆLTUR LÍKAMI Hjá CLARINS fara saman hug- tökin stæltur og grannur. Konan verður að skilja bær breytingar, sem verða á húðvefnum og innri sam- setningu hans, begar um k byngdarbreytingu (t.d. megrun, bungun, streitu, breytu, öldrun) er að ræða. Reynsla CLARINS hefur leitt til framleiðslu áhrifaríkra efna, sem hjálpa konum á öllum aldri, til þess að auka teygjanleika húðarinnar, mýkja hana og styrkja. NÚ ER CLARINS KOMIN í KEFLAVÍK Dagný Helgadóttir - CLARINS snyrtisérfræð- ingur, veröur á staðnum og til viðtals í dag, fimmtudag 20/10 og morgun, föstudag 21/10. APÖTEK KEFLAVÍKUR Suðurgötu 2 - Sími 1280 c^o David Pitt & co. h.f. Klapparstig 16, Sími 13333, Pósthólf 1297, Reykjavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.