Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 20. október 1983 13 Á réttri leið í Stapa: „Verðbólgan verði komin niður í 10% á næsta ári" - sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra ,,Fólk verður að sýna þol- inmæði svo tryggja megi ár- angur þeirra aðgerða sem rikisstjórnin hefur verið að gera. Ef þeim kaupkröfum sem nú hafa verið lagðar framaf launþegasamtökun- um verðurframgegnt, verð- um við verr stödd heldur en við erum núna," sagði Geir Hallgrímsson utanrikisráð- herra á fundi í Stapa á mánudagskvöldið undir kjörorðinu ,,Á réttri leið". Fjöldi fólks mætti á fundinn og þegar mest var hafa verið í kringum 350 manns saman komnir. ,,Við höfum litla salinn til vara ef húsfyll- ir verður, var það ekki ann- arsSteingrímursem varþar um daginn?" sagði Geir. Geir hélt framsöguræðu og sagði meöal annars frá gangi stjórnarmyndunar- viðræða sl. vor, sem gengu treglega eins og alþjóð veit, en með málamiðlun flokka Sjálfstæðis og Fram- sóknar hafði tekist aö mynda starfhæfa stjórn. Geir ræddi síðan um að- gerðir þær sem ríkisstjórn- in hefur verið að gera og sagði þá að vísitölubinding launa hafi ekki reynst sá bjarghringur sem launþeg- ar hafi ætlast til og að hér væri um kjaraskerðingu að ræða. En Ijóst væri, að draga þyrfti úr þjóðarút- gjöldum og launakostnað- ur væri stærsti liðurinn þar og því þyrfti að draga úr honum. Einnig sagði utan- ríkisráðherra að draga þyrfti úr opinberri fjárfest- ingu og auka innlendan sparnað an aftur á móti væri það varasamt að draga úr fjárfestingum til atvinnu- veganna, sem reynt hafa að halda vinnu gangandi fyrir fólkið. Geir kom inn á flug- stöðina og sagöi að bygg- ing hennar kæmi sér vel fyrir landsmenn og Suður- nesjamenn og mundi styrkja stoðir atvinnulífs- ins hér á svæðinu án þess að raska aðal atvinnuveg- inum hér, sjávarútveginum. [ framhaldi af því nefndi hann byggingu ratsjár- stöðva og endurbyggingu þeirra, þær væru einnig hagsmunamál fyrir okkur íslendinga og gagnlegar við flugumferðarstjórn á okkar leiguflugi hér viö land auk þess sem þær koma að gagni við gæslu 200 mílna lögsögunnar hér við land. AðlokumsagðiGeiraðívor á 40 ára afmæli lýðveldisins á íslandi, yrði búið að vinna bug á verðbólgunni og aö á næsta ári með áframhald- andi aðgerðum yrði hún komin í um 10%, og sagði síðan orðrétt: ,,Viö höfum ekki nema eina leið til að bæta ástandið, þá réttu leið sem viðerum núaðganga." Að lokinni framsögu- ræðu utanríkisráðherra tóku nokkrir fundarmenn til máls og lögðu fyrir hann spurningar. Tómas Tómasson sagði að sérfyndist að ríkisstjórn- in hefði farið of hratt í sak- irnar. Það hefði mátt herða sultarólina, en meira hefði átt að koma til móts við þá lægst launuðu, laun þeirra hefðu átt að hækka um 10%, meðallaun um 4% en laun þeirra hæstu alls ekkert. Einnig sagöi Tómas að í bankastofnunum hefði fólk verið bent á að besta ávöxt- unarleiðin í peningum væri að geyma þa á verðtryggð- um reikningum, en nú vegna mistaka í fram- kvæmd vaxtalækkana væri svo, að betra væri í dag að geyma peninga á ávísana- eöa hlaupareikningum vegna þess að vísitalan hefði farið svo langt niður. Því væri verðtryggingin versta ávöxtunarleiðin. Svona aögeröir leiddu til að fólk yrði vantrúað á aðgerð- en einstaklingarnir látnir fara á hausinn. Geir svaraöi því á þá leið, að rétt væri að vafasamt væri að treysta einungis Þjóðhagsstofnun um afkomu sjávarútvegsins, en bætti við: ,,Það skiptir miklu máli að sjávarútvegurinn standi þetta tímabil af sér og að gengið veröi ekki lækkað eins og alltaf hefur verið gert þegar illa hefur staöið á." Björgvin Lúthersson sagði að hann væri óhress með að tekist hefði sam- vinna hjá Sjálfstæðisflokki og Framsókn, því þegar þessir tveir flokkar væru saman í einni sæng, þá virtist Framsókn alltaf hafa völdin. Besta stjórnarsam- vinnan hefði verið Sjálf- stæðis- og Alþýöuflokkur, því það væri ekki nokkur leið að vera með Framsókn í stjórn, hann væri sá léleg- asti flokkur sem nokkurn tíma hefði setið í stjórn, sagði Björgvin orðrétt. Gunnþór Kristinsson sagði það óhugnanlegt hve mikið væri um styrki til námsfólks, aöallega lækna í námi á erlendri grund, á meöan ástandið væri að verða þannig að offramboð yrði i nánd á læknum hér á landi. Um 80 manns væru nú á styrkjum til söng- eða tónlistarnáms, ,,það ætti því að vera hægt að syngja á 40 ára lýðveldisafmælinu á komandi vori," sagði Gunn- þór. Þá svaraði Geir meðal annars: ,,Ég vildi gjarnan vera í þeim hópi sem lærir söng, en vegna lagleysis hefur ekki getað orðið af þvi." Fleiri fundarmenn komu í pontu, en þetta verður látið duga. - pket. *<*v'fc!i* * ^^'^^tó^-V^^ÖN- 'i .........j.;*, h; Yfir 300 manns voru á fundinum Fjölbrautaskóli Suðurnesja Meistaraskóli fyrir húsasmiði, múrara og pípulagninga- menn hefst íjanúar1984, ef pátttakaverður næg. Skráð verður á námskeiðið á skrifstofu skólans fram til föstudags 11. nóvember. Þátttökugjald er kr. 1.800 á önn og greiðist við skráningu. Ingólfur Halldórsson Frá Póst- og símamála- stofnuninni í Keflavík Óskum strax eftir íbúð (4 herb. og eldhúsi) til leigu í 5 mánuði í Keflavík, fyrir tækni- mann sem vinnur að uppsetningu á nýju símstöðinni. Upplýsingar gefur símstöðvarstjóri. Auglýsing um umferð í Keflavík Að fenginni tillögu bæjarstjórnar Keflavík- ur og samkv. 65. gr. umferðarlaga, er hér með ákveðið að frá og með 1. nóv. 1983 verði biðskylda samkv. 3. mgr. 48. gr. nefndra laga á Hringbraut við Flugvallar- veg. Fellur núgildandi gagnstæð regla þá úr gildi. 29. september 1983 Lögreglustjórinn í Keflavík, Jón Eysteinsson ir ríkisstjórnar. Svona að- gerðir sköpuðu óvissu hjá fólki og vantrú, sagði Tómas. Einar Kristinsson benti fundarmönnum á, að í þeim bæklingi sem lægi á borö- inu fyrirframan þáværiekki minnst á sjávarútveginn. Með áframhaldandi ástandi blasti við stöðvun. Æðri máttarvöld hefðu með minnkandi þorskafla kornið 7% hagnaði í mínus 7% hjá fiskvinnslunni, Þjóðhags- stofnun heföi ekki séð það fyrir. Einnig sagði Einar að jafnt ætti að ganga yfir alla, hvort heldur ríkisfyrirtæki eöa einstaklinga hvaö varð- ar rekstur, þvíeinungisværi ríkisfyrirtækjum veitt að- stoö ef illa áraði hjá þeim, SUÐURNESJAMENN Nú fer í hönd sá árstími þegar allra veðra er von. Almannavarnanefnd Suðumesja hvetur húseigendur og umsjónarmenn fasteigna til þess að ganga sem best frá öllu utan dyra sem fyrst, og draga þannig úr hættu á óveðurstjóni í haust og vetur. Almannavarnanefnd Suðurnesja

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.