Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 14
viiniía^am Fimmtudagur 20. október 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. [ m G i SALAT 1 ¦LÉÉ I SPARISJODURINN Keflavík Síml28QO NJarövík Sími 3800 Garöl Sími7ioo Tvítug Keflvísk stulka við sýningarstörf í París Tvítug Keflvísk stúlka, Kristín Hrund Davíösdóttir, dvelur nú í París í Frakk- landi, þar sem hún stundar sýningarstörf. Um síöustu áramót hélt hún til New York á vegum Ford-models og dvaldi þar i 3 vikur þar til hún hélt til Parísar. Þar dvelurhún núogerásamn- ingi viö FAM-models þar í borg, en sá háttur er haföur á hjá Ford-models, aö stúlk- ur sem eru aö byrja eru sendar til Evrópu til aö fá nauðsynlega reynslu til áframhaldandi starfa. Auk starfa sinna í París dvaldi hún í tvo mánuði í Hamborg við sýningarstörf. Kristin Hrund hefur einnig unnið við sýningarstörf hér á landi með Model 79 og tískusýningarhópnum Við úr Keflavík, enhúnlaukstú- dentsprófi frá Kvennaskól- anum sl. áramót. Meðfylgjandi mynd af Kristínu má sjá í „Brigitte", sem er þýskur tískulisti og er gefinn út í Hamborg. pket. Ók niður staur og grindverk og stakk af Eins og sjá má stendur aðeins um 1 meter eftir af Ijósa- staurnum og liggur stubburinn niðri á gangstótt. Girðingin er horfin á kafla. Aðfaranótt sl. laugardag var ekið á Ijósastaur á móts við húsiö Faxabraut 45 í Keflavík og á grindverk um- hverfis húsið. ökumaður- inn stakk af og hafði ekki fundist er blaðiö hafði sam- band við lögregluna sl. mánudag. Brotnaði staurinn niður og grindverkið á kafla og því hlýtur bíllinn að hafa skemmst þó nokkuð og eru allir þeir sem upplýsingar geta gefið um málið beðnir að koma þeim til lögregl- unnar. - epj. Rafmagnslaust í rúman klukkutíma að óþörfu Eins og kunnugt er fór rafmagnið af öllum Suður- nesjum um kl. 13sl.fimmtu- dag og kom aftur eftir klukkutíma og tíu mínútur, nema á hluta af Keflavíkur- flugvelli, en þar kom raf- magnið ekki fyrren réttfyrir kl. 17. Ástæðan fyrir þessu rafmagnsleysi var um- ferðaróhapp á Keflavík- urflugvelli, einmitt á þeim stað sem svonefnd kanalína og 60 þúsund volta há- spennulína fyrir Suðurnes liggja í kross. Viö óhappiö slitnaði kanalínan og slóst endinn upp í háspennulínuna og sló þá Suðumesjalínan út, og vegna sambandsleysis fengum viö rafmagnið þetta seint en hefðum átt að geta fengið þaö eftir 5-10 mín- útur. En málum er þannig háttaö, að í stjórnstöð hjá RARIK í Reykjavík þorðu þeir ekki að setja línuna aft- ur inn fyrr en þeir vissu hvort það væri óhætt, en þar sem síminn datt út líka vegna yfirálags tókst ekki fyrr að koma boöum inn eftir. Að sögn Björgvins Lúth- erssonar símstöðvarstjóra, var ástæðan fyrir símasam- bandsleysinu óþarfa álag fólks við aö athuga hvaö væri að. En útbúnaður í sím- stöðinni er tengdur raf- geymum þannig aö síma- kerfið sem slíkt datt ekki út. Þávildi Björgvin bendaáað 05 væri bilanasími eins og allir ættu að vita og í gegn- um hann hafa rafveiturnar aðgang í neyð með hand- Málverkasýningu Bjarna Jónssonar lýkur á sunnudag N.k. sunnudag kl. 21.00 lýkur málverkasýningu Bjarna Jónssonar í hinum nýja sal á efri hæðinni í Glóðinni. Á þessari sýn- ingu sýnir Bjarni þjóölífs- Bjarni Jónsson listmálari við eitt verka sinna á sýningunni. myndir, dýramyndir, blóma rnyndir, landslagsmyndir o.fl.,enallseru um 100verk á sýningunni. Auk þess eru þarna til sölu kjólar sem kona hans, Astrid Ellingsen hefur prjónað úr eingimi, og prjónaðir skermar. Er langt síðan annar eins fjöldi af verkum hefurverið í einu á sýningu hér um slóð- ir og ættu Suðurnesjamenn ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Sýningin er opin frá kl. 13-17.30 í kvöld og laugar- dag, og frákl. 13-21 áföstu- dag og sunnudag, en lýkur eins og áður segir á sunnudag. - epj. virkum línum, sem opið er allan sólarhringinn. En af einhverjum ástæð- um virðast umsjónarmenn rafveitnanna hér ekki hafa munaö eftir þessu, aö sögn Björgvins, ,,og loks þegar þeir fóru að hugsa, notuðu þeir þessa línu og voru af- greidd 3 símtöl eftir henni meðan rafmagnsleysiðstóð yfir," sagði hann. Verða aðilar að koma í veg fyrir svona, því raf- magnsleysið kostar mikið tjón oft á tfðum og óþægindi t.d. í verslunum, frystihúsum, bakaríum og hjá ýmsum öðrum, jafnvel slá tölvur í bönkum út. Slíkt sambandsleysi og þarna á átti sér stað, má ekki endur- taka sig og aðilar verða að hætta að kenna hverjum öðrum um. Eins verður fólk að spara símann meðan svona stendur á til að hægt verði að koma boð- um rétta leiö. - epj. Úrvalsdeild: Keflavík og Njarðvík leika á morgun Stórleikur veröur í úrvals- deild körfuboltans á morg- un, föstudag, en þá mætast lið Njarövikur og Keflavikur og hefst leikurinn kl. 20 í íþróttahúsi Keflavíkur. Má búast við troðfullu húsi og spennandi leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. - pket. Spurningin: Hvernig leggst skammdegiö í þig? Jón Pétur Gu&mundsson: „Það leggst bara vel í mig." Jóhanna Marfa Björnsdóttlr: „Bara vel, já, alveg ágæt- lega." Margrét Karlsdóttin „Þaö leggst svona sæmi- lega, meðan sólin skín." Guðmundur Pétursson: „Það leggst bara vel í mig af því að það er að koma vetur og rólegheit."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.