Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 20.10.1983, Blaðsíða 14
\)iKun ýtittit Fimmtudagur 20. október 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Keflavík NJarövík Garöi Síml 2800 Sími 3800 Sími 7100 Tvítug Keflvísk stúlka við sýningarstörf í París Tvítug Keflvísk stúlka, Kristín Hrund Davíösdóttir, dvelur nú í París í Frakk- landi, þar sem nún stundar sýningarstörf. Um síðustu áramót hélt hún til New York á vegum Ford-models og dvaldi þar í 3 vikur þar til hún hélt til Parísar. Þar dvelur hún nú og erásamn- ingi viö FAM-models þar í borg, en sá háttur er hafður á hjá Ford-models, aöstúlk- ur sem eru aö byrja eru sendar til Evrópu til að fá nauðsynlega reynslu til áframhaldandi starfa. Auk starfa sinna i París dvaldi hún í tvo mánuöi í Hamborg við sýningarstörf. Kristín Hrund hefur einnig unniö viö sýningarstörf hér á landi meö Model 79 og tískusýningarhópnum Við úr Keflavík, en hún lauk stú- dentsprófi frá Kvennaskól- anum sl. áramót. Meðfylgjandi mynd af Kristínu má sjá í ,,Brigitte“, sem er þýskur tískulisti og er gefinn út í Hamborg. pket. Ók niður staur og grindverk og stakk af Eins og sjá má stendur aóeins um 1 meter eftir af Ijósa- staurnum og liggur stubburinn nióri á gangstótt. Giróingin er horfin á kafia. Rafmagnslaust í rúman klukkutíma að óþörfu Eins og kunnugt er fór rafmagnið af öllum Suöur- nesjum um kl. 13sl. fimmtu- dag og kom aftur eftir klukkutíma og tíu mínútur, nema á hluta af Keflavíkur- flugvelli, en þar kom raf- magnið ekki fyrren rétt fyrir kl. 17. Ástæðan fyrir þessu rafmagnsleysi var um- ferðaróhapp á Keflavík- urflugvelli, einmitt á þeim stað sem svonefnd kanalina og 60 þúsund volta há- spennulína fyrir Suöurnes liggja í kross. Viö óhappið slitnaði kanalínan og slóst endinn upp í háspennulínuna og sló þá Suöurnesjalínan út, og vegna sambandsleysis fengum við rafmagnið þetta seint en heföum átt að geta fengið það eftir 5-10 mín- útur. En málum er þannig háttaö, að í stjórnstöð hjá RARIK í Reykjavík þorðu þeir ekki að setja línuna aft- Aöfaranótt sl. laugardag var ekið á Ijósastaur á móts við húsið Faxabraut 45 í Keflavik og á grindverk um- hverfis húsið. ökumaður- inn stakk af og hafði ekki fundist er blaöið haföi sam- band við lögregluna sl. mánudag. ur inn fyrr en þeir vissu hvort það væri óhætt, en þar sem síminn datt út líka vegna yfirálags tókst ekki fyrr aö koma boðum inn eftir. Að sögn Björgvins Lúth- erssonar símstöðvarstjóra, var ástæðan fyrir simasam- bandsleysinu óþarfa álag fólks við að athuga hvað væri að. En útbúnaður í sím- stöðinni er tengdur raf- geymum þannig að síma- kerfið sem slíkt datt ekki út. Þávildi Björgvin bendaáað 05 væri bilanasími eins og allir ættu að vita og í gegn- um hann hafa rafveiturnar aðgang í neyð með hand- myndir, dýramyndir, blóma myndir, landslagsmyndir o.fl., en alls eru um 100verk á sýningunni. Auk þess eru þarna til sölu kjólar sem kona hans, Astrid Ellingsen hefur prjónað úr eingirni, og prjónaðir skermar. Er langt síðan annar eins fjöldi af verkum hefurveriðí einu ásýningu hérumslóð- ir og ættu Suöurnesjamenn ekki aö láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Sýningin er opin frá kl. 13-17.30 í kvöld og laugar- dag, og frákl. 13-21 áföstu- dag og sunnudag, en lýkur eins og áður segir á sunnudag. - epj. Brotnaði staurinn niður og grindverkið á kafla og því hlýtur bíllinn að hafa skemmst þó nokkuð og eru allir þeir sem upplýsingar geta gefið um málið beðnir að koma þeim til lögregl- unnar. - epj. virkum línum, sem opiö er allan sólarhringinn. En af einhverjum ástæð- um virðast umsjónarmenn rafveitnanna hér ekki hafa munað eftir þessu, að sögn Björgvins, „og loks þegar þeir fóru að hugsa, notuðu þeir þessa línu og voru af- greidd 3 símtöl eftir henni meöan rafmagnsleysiðstóð yfir,“ sagði hann. Verða aöilar að koma í veg fyrir svona, því raf- magnsleysið kostar mikið tjón oft á tíðum og óþægindi t.d. í verslunurn, frystihúsum, bakarium og hjá ýmsum öðrum, jafnvel slá tölvur í bönkum út. Slíkt sambandsleysi og þarna á átti sér stað, má ekki endur- taka sig og aöilar veröa aö hætta að kenna hverjum öðrum um. Eins verður fólk að spara símann meðan svona stendur á til að hægt verði að koma boð- um rétta leið. - epj. Úrvalsdeild: Keflavík og Njarðvík leika á morgun Stórleikur verður í úrvals- deild körfuboltans á morg- un, föstudag, en þá mætast lið Njarðvíkur og Keflavíkur og hefst leikurinn kl. 20 í íþróttahúsi Keflavíkur. Má búast við troðfullu húsi og spennandi leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. - pket. Málverkasýningu Bjarna Jónssonar lýkur á sunnudag N.k. sunnudag kl. 21.00 lýkur málverkasýningu Bjarna Jónssonar í hinum nýja sal á efri hæöinni í Glóöinni. Á þessari sýn- ingu sýnir Bjarni þjóölífs- Bjarni Jónsson listmálari vió eitt verka sinna á sýningunni. Spurningin: Hvernig leggst skammdegiö í þig? Jón Pétur Guðmundsson: „Það leggst bara vel í mig.“ Jóhanna Marfa Björnsdóttin „Bara vel, já, alveg ágaat- lega." Margrét Karlsdóttin „Það leggst svona særni- lega, meðan sólin skin." Guðmundur Pétursson: „Það leggst bara vel í mig af því að það er aö koma vetur og rólegheit."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.