Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 1
Sjóefnavinnslan á Reykjanesi: Fullnægir nú eigin raforkuþörf Ný 500 kw túrbína gerir það kleift Sjóefnavinnslan á Reykja- nesi hefur nú tekið í notkun nýja gufutúrbínu og mun hún nýta gufu frá borholu 8 og framleiöa rafmagn til notkunar á svæði fyrirtæk- isins á Reykjanesi. „Með til- komu túrbfnunnar mun Sjó- efnavinnslan nú fullnægja eigin raforkuþörf," sagöi Finnbogi Björnsson í sam- tali við Víkur-fréttir. Túrbínan, eða gufuhverf- illinn, hefur framleiðslu- getu upp á 500 kw, sem mun fullnægja raforkuþörf fyrir- tækisins þar til frekari stækkunaráfangar á svæð- inu verða. Túrbínan er keypt frá Þýskalandi og auk þess komu þýskirverkfræð- ingar sem sáu um uppsetn- ingu og prófun, en verö hennar er um 4.9 milljónir ísl. króna. í sumar hefur staðið yfir bygging á húsi fyrir rafstöð- ina, sem nú er lokið, svo og varðandi ýmsan stjórnbún- að sem til staðar er I raf- stöðvarhúsi. Að sögn Finnboga kom tvennt til greina þegar ákveðið var að hefja upp- setningu túrbínunnar, en það var að leggja nýja línu- lögn til Svartsengis, Grinda- víkur eða Haf na, samkvæmt úttektinni sem gerð var á kostnaði þessara tveggja þátta, þ.e. 500 kw túrbín- unnar eða línulagnarinnar, þá var fyrri kosturinn hag- stæðari. Mun rafmagns- framleiðsla hefjast í þess- ari viku. J^ Rafstöðvarhúsiö á Reykjanesi Eins og sagt var frá hér í blaðinu fyrir skömmu, þá var hleypt í blástur nýrri holu á Reykjanesi, holu 9. Endanlegar mælingar á holunni hafa ekki farið fram en talið er að með eim- svalahverfli (Condense túr- bínu) gæti holan gefiö allt að 20 megavött. Þetta hefur þó ekki verið staðfest ennþá þar sem mælingar eru ennþá í fullum gangi. Að sögn fróðra manna er álitiö að raforkuþörf byggðarlag- anna á Suðurnesjum og Keflavíkurflugvallar sé um 23 megavött. Þá má einnig geta þess að nú blæs van- nýtt borhola í Eldvörpum sem unnin var á vegum Hitaveitu Suðurnesja og er talið að stærð hennar sé lík stærð áðurnefndrar holu. pket. um atvinnu hjá konum Þrátt fyrir að nokkuð gott atvinnuástand sé nú hjá karlmönnum á Suðurnesj- um, virðist annað vera uppi á teningnum þegar um kvenfólk er að ræða. Undir þetta tóku bæði Guðrún Ólafsdóttir, for- maður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarövíkur, og María Valdimarsdóttir á skrifstofu Félagsmálafull- trúa Keflavfkurbæjar, f viö- tali viö blaðið sl. mánudag. Spilar þarna töluvert inn í hin lélegu aflabrögð sem verið hafa að undanförnu, en vegna þess hefur falliö niður vinna í nokkrum fisk- fy ri rtækisins er þetta góður, að þeir geti með sóma leyft sér þetta, að fénu væri varið til að lækka orkugjaldiö þannig að það kæmi frekar almennum notendum til góða en þetta? - epj. 70 þúsund - til hvers? Margir lesendur hafa haft samband við blaðið vegna ákvörðunar stjórnar Hita- veitu Suðurnesja, að verja kr. 145 þús. í gerð kvik- myndar, sem sýnd verður í orkuverinu í Svartsengi og sagt var frá í síöasta blaði, og ekki síður þá staðreynd, að stjórn HS skuli hafa sam- þykkt að taka þátt í ferða- kostnaði Þóroddar Th. Sig- urðssonar á orkuráðstefnu á Indlandi, með 70 þús. kr. framlagi. Benda þeir sem haft hafa samband við blaöið á, að ekki væri lengur hægt aö líða þaö bruöl sem er í kringum þetta fyrirtæki, meöan önnur fyrirtæki á vegum SSS eru með allan kostnað í lágmarki. Enda falla báðar þessar fjárveit- ingarvarlaundirannaö.eða ætlar HS að læra um orku- sparnaö á þurrkasvæðun- um á Indlandi? Væri ekki nær, ef hagur 100 video- spólum stolið í síðustu viku var brotist inn í Videoking, sem er til húsa í gömlu lögreglustöö- inni við Hafnargötu, og stolið öllum VHS videospól- um sem til voru, eða um 100 spólum. Var brotin upp hurö og allar spólurnar hreinsaöar úr einni hillunni. Þjófurinn eða þjófarnir virðast aðeins hafa haft áhuga fyrir VHS-spólum, því þeir skildu eftir allar Beta-spólurnar. VHS-spól- urnar voru flestar nýjar eða nýlegar. - epj. verkunarstöðvum af og til, nokkra daga (einu. Þá virö- ist nú vera meiri aðsókn hjá konum inn á atvinnumark- aðinn, konum, sem ekki hafa veriö þar mörg undan- farin ár, og þar spilar ef til vill verri kaupmáttur al- mennings inn f. Þá er það oröiö nokkuð bagalegt fyrir þann stóra at- vinnumarkað sem Suöur- nes eru, aö mjög Iftið er um störf sem ekki tengjast sjáv- arútvegi, eins og þó á sér stað þegar um störf karl- manna er að ræða, því hjá þeim viröist útlitið vera nokkuö bjart framundan. Þar spilar nokkuð stórt inn í aukning á störfum sem til- heyra veru varnarliösins hér á landl, s.s. bygging flug- skýla, væntanleg bygging flugstöðvar, framkvæmdir í Helguvík o.fl. o.fl. Sagði Guðrún Ólafsdóttir að þetta ástand væri oröiö nokkuð bagalegt og þyrfti úrbóta við mjög fljótlega, og undir sama streng tók María Valdimarsdóttir. Guðrún sagði ennfremurað ef einhversíld kæmi hingað til vlnnslu, myndi þaö bæta ástandiö, en aöeins um stundarsakir, meira þyrfti til. - epj. Hjólagarpur í Heiðarbyggð Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.