Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. október 1983 VÍKUR-fréttir Ætli SSS-menn fái jójó-hringi á aðalfundinum um helgina? Hvað er maðurinn að gera? Hann er að safna saman rusli úr bílskúrnum, háaloftinu og fleiri stöðum, i brennuna i Innri-Njarðvík. - Hvað um þig? Aðalfundur SSS í Stóru- Vogaskóla Á morgun og laugardag mun verða haldinn aðal- fundur Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum og fer hann fram í Stóru-Voga- skóla í Vogum. Margt mála verður tekið þarna fyrir, s.s. iðnþróunar- félag og iðnþróunarsjóður Suðurnesja, um samein- ingu sveitarfélaga og orku- mál á Suðurnesjum. Nánar verður sagt frá fundinum síðar hér í blaðinu. - eþj. 2 smyglmál ( síðustu viku gerði toll- Til styrktar Þroskahjálp Hilmar K. Hallbjörnsson, Guólaug E. Hallbjörnsdóttir og Björg Alexandersdóttir héldu hlutaveltu ekki alls fyrir löngu og söfnuöust kr. 80, sem þau gáfu Þroskahjálp á Suðurnesjum. AÐALFUNDUR Verkakvennafélags Kefla- víkur og Njarðvíkur verður haldinn sunnudaginn 30. október kl. 14 að Vík. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin ATVINNA Starfsfólk vantar í síldarfrystingu þegar hráefni fæst. BALDUR HF., sími 1736 Saltnotendur á Suðurnesjum Saltsala er hafin. Upplýsingar og sölusími: 6955 og 3885. SJÖEFNAVINNSLAN HF. Þessir krakkar talió f.v.: Elinrós Anna Guómundsdóttir, Magnús Ingi Guómundsson og Elinrós Þóra Benedikts- dóttir, heldu nýlega tombólu og hefur ágóöinn, kr. 900, veriö afhentur til Þroskahjálpar á Suðurnesjum. - epj. Þessar stelpur, sem heita Halldóra Jensdóttir og Iðunn Pétursdóttir, héldu nýlega tombólu þar sem þær söfnuðu 230 kr. til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. - epj. Gleymum ekki geðsjúkum 29.10.’83 gæslan í Keflavík uþþtækt smygl í tveimur skipum i Njarðvíkurhöfn. Hér var að vísu ekki á ferðinni mikið magn, þó áfengisflöskur hafi í báðum tilfellum verið taldar í tugatali, auk tóbaks, matvæla og bjórs. Skip þau sem hér áttu hlut að máli voru m.b. Happasæll GK og m.s. ís- berg. - epj. íþróttavöllurinn í Keflavík: Skipt um verktaka Framkvæmdum við íþróttavallarsvæðið ætti nú að vera lokið, en ennþá vantar malarefni á hlauþa- brautir og umhverfis kast- hringi, einnig er ólokið steypuvinnu við atrennu- brautir og kasthringi. Hefur nú nýr verktaki tekið við framkvæmdum á þróttavallarsvæðinu, þar sem sá er hóf verkið var látinn hætta því. - epj. Undirbúnings- nefnd ferða- mála kosin Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur kosið þrjá menn í undirbúnings- nefnd ferðamála á Suður- nesjum og hefur nefndin þegar tekið til starfa. Eftirtaldir menn voru kosnir: Guðjón Stefánsson, Jóhannes Sigurðsson og Steindór Sigurðsson. - epj. Aðeins hiuti af kröfum greiddist Skiptaráðandinn í Kefla- vík hefur nýlega 'lokið skiptameðferð á tveimur fyrirtækjum sem tekin höföu verið til gjaldþrota. Voru það Trésmíði hf. og Bílavík hf. Hjá Trésmiði hf. greidd- ust aðeins upp 41.49% af forgangskröfum og hjá Bílavík hf. 28.8% af for- gangskröfum, en hjá báðum fyrirtækjum greidd- ist ekkert upp í aðrar kröfur. eþj. Skrifið eða hringið til Víkur-frétta Víkur-fréttir hvetja les- endur sína til að skrifa blað- inu um hvaðeinasemhugur þeirra stendur til - eða hringja, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki aö vera vélrituö ef þau eru vel skrif- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða aö fylgja öllu efni til blaðsins, þó höf- undur óski nafnleyndar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.