Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 27. október 1983 VÍKUR-ffréttir Ökumenn - Sýnið bílnum tillitssemi Nú þegar sá tími er í hönd sem hefur í för með sér minni birtu á degi hverjum og dagarnir styttast óðum, berökumönnum og bílstjór- um aösjálfsögðu aðtakatil- lit til breyttra aðstæðna við akstur og sýna meiri varúð og hvað ekki síst þegar ungu borgararnir okkar, skólabörnin, mæta í skól- ann snemma morguns þegar enn er ekki orðið bjart. Sú nýbreytni vartekin upp fyrir nokkrum árum í Keflavlk, að keyra börn í og úr skólanum og hefur þetta mælst vel fyrir og mikið notað. Er skólabíllinn í stöðugum feröum með yngstu börnin, þ.e. 6-11 ára, en einnig er eldri krökk- um ekiö, þó um færri ferðir sé um að ræða, bæði nem- endur i Gagnfræðaskólan- um í Keflavík og Fjölbrauta- skólanum. í Njarðvíkunum er börnum úr Innri-Njarövík og Höfnum ekið í skóla og úr, en ekki þeim sem búa í ytra hverfi. Eitt mál ofar öörum hvað varðar akstur skólabarna er þegar afferming á sér stað. Bílarnir þurfa oft að stöðva þar sem ekki eru gang- brautarljós og jafnvel ekki gangbrautir, og ber öku- Kynning Landsmót UMFÍ Kynningarfundur verður haldinn í Iðn- sveinafélagshúsinu, Tjarnargötu 3, fimmtu- daginn 3. nóvember n.k. kl. 20.30. Þar verður kynnt dagskrá landsmótsins og eru ungmennafélagar ungir sem aldnir hvattir til þátttöku. Stjórnin DANSLEIKUR í Garðinum föstudagskvöld frá kl. 23-03. Hljómsveitin Ljósbrá leikur. - Mætið í stuði. - Víðir Frá öldrunarnefnd Rauða kross deild- ar Njarðvíkur Starfsemi félagsins hefst n.k. miðvikudag, 30. nóv. og verður í Safnaðarheimili Ytri- Njarðvíkurkirkju á miðvikudögum frá kl. 13-17. Boðið verður upp á hand- og fót- snyrtingu auk hárgreiðslu, og mun hár- greiðsludama koma í heimahúsef þörf erá. Allar nánari upplýsingar gefur Bára Helga- dóttir, sími 2506 og 1701, og Svana, sími 2821. Tímapantanir í hárgreiðslu hjá Hörpu í síma 3349. öldrunarnefnd Rauða kross deildar Njarðvíkur skóla- mönnum aö sýna sérstaka varkárni þegar börn eru á leið út úr bilunum. Helst ættu bílar ekki aö aka fram hjá skólabílnum þegar af- ferming á sér stað, því þau yngstu gá ekki nóg að sér og ana oft yfir götuna án þess að vara sig og hvort bílar séu að fara fram hjá skólabílnum. Er hér i flest- um tilfellum um mjög stutt- an tíma að ræða og ætti ekki að tefja umferð þó bílar stöðvi á meöan börnin fara leiðar sinnar úr skólabíln- um. Á Keflavíkurflugvelli til að mynda stendur skýrt og skorinort á bakglugga strætisvagna og fólksflutn- Ábending til fjáreigenda á Vatnsleysuströnd ( síðasta blaði kom at- hugasemd frá Magnúsi Ágústssyni, Vogum, vegna ummæla Theodórs Guð- laugssonar í þar síðasta blaöi. Þó ég ætli ekki að fjöl- yrða um réttmæti ummæla Theodórs, vil ég þó koma einu á framfæri. Magnús talar um aö ef girðing kæmi ofan vegar væri vandamál varðandi sauðfé við Keflavíkurveg úr sögunni. Þetta er alrangt, því Magnús virðist gleyma því aö slátrun heldur áfram þó girðing komi, og í dag er það stór vandamál á hverju hausti og fram eftir vetri, að þegar búið er að smala til slátrunar, er því fé sem ekki fér í sláturhús sleppt lausu heima við bæina. Og þá fer það yfirleitt upp undir veg og liggur þar. Því skiptir engu máli hvort girðing er ofan vegar eöur ei, og þá Námskeið um sam- skipti og fjölskyldulíf Fyrirhugað er að halda helgarnámskiö í Keflavík n.k. laugardag og sunnu- dag um samskipti og fjöl- skyldulíf. Aö sögn Álfheið- arSteinþórsdóttur, sálfræð- ings, er markmið nám- skeiðsins að miðla þekk- ingu sem eykur sjálfsvit- und og sjálfsöryggi. Námskeiðið er ætlað ein- staklingum sem hafa löng- un til þess aö átta sig á tengslum sínum við aðra og auka við þekkingu sína um mannleg samskipti. Leiöbeinendur verða sál- fræöingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal. Upplýsingar og innritun er í símum 91-21110 og 91-24145 milli kl. 18 og 20. epj. Skyggnilýsingafundur n.k. miðvikudag Að undanförnu hefurver- ið nokkrum erfiðleikum bundiö að fá hingað til lands erlenda miðla. Er það aðallega sökum kostnaðar. Með samstarfi Sálarrann- sóknarfélags Suðurnesja og Sálarrannsóknarfélags íslands er nú breski skyggni lýsingamiðillinn Eileen Ro- berts komin til landsins og mun hún halda einn fjölda- fund hér fyrir sunnan og 26 ára Keflvíkingur sparisjóösstjóri á Seltjarnarnesi Nýlega opnaði Sparisjóö- ur Reykjavíkur og nágrenn- is útibú á Seltjarnarnesi, en fyrsti útibússtjóri í hinu nýja útibúi er Baldvin Ómar Magnússon, 26 ára og ættaður úr Keflavík. Hann lau k stúdentsprófi frá Versl- unarskóla íslands 1977 og hóf störf viö Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis það sama ár í víxladeild. Ári síðar var hann oröinn deild- arstjóri víxladeildar, en á námsárum sínum starfaöi verður hann í húsi Karla- kórs Keflavíkur við Vestur- braut, n.k. miðvikudag og hefst hann kl. 20.30. Þar sem búast má við mikilli aðsókn hefur verið ákveðið að hafa forsölu fyrir félagsfólk um næstu helgi, í húsi félagsins, en síðan verða óseldir miðar, ef ein- hverjir verða, seldir við inn- ganginn, en í auglýsingu í blaðinu er greint nánar frá þessu. - epj. hann einmitt í vixladeild Sparisjóðsins í Keflavík. epj. ingabíla, að bílar fyrir aftan megi ekki aka framhjá á meðan fólk stígur út úr bíl- unum. Þetta mál auk ýmissa annarra mikilvægra í um- ferðinni ættu ökumenn að athuga og brýna fyrir hvor öðrum og stuðla að færri óhöppum og slysum í um- ferðinni. - pket. getur verið gott aö hafa gæslumann til staðar. Vegfarandi um Reykjanesbraut Árnað heilla 17. sept. sl. voru gefin sam- an í hjónaband í Ytri-Njarð- víkurkirkju af sr. Þorvaldi Karli Helgasyni, Guöfinna J. Árnadóttir og Ólafur Atli Ólafsson. Heimili ungu hjónanna er að Langholts- vegi 85, Reykjavík. Nýlega voru gefin saman i hjónaband í Ytri-Njarðvík- urkirkju af sr. Birni Jóns- syni, Guðriður Hafstelns- dóttir og Kristmann Hjálm- arsson. Heimili þeirra er að Safamýri 61, Reykjavík. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Keflavíkur- kirkju af sr. Þorvaldi Karli Helgasyni, Sólveig Á. Guð- mundsdóttir og Tómas J. Knútsson. Heimili þeirra er að Mávabraut 11C, Keflavík. Ljósmyndir: NÝMYND.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.