Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Side 3

Víkurfréttir - 10.11.1983, Side 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. nóvember 1983 3 / Grunnskólamót Suðurnesja í frjálsum íþróttum: Njarðvíkingar sigurvegarar Frjálsíþróttamót grunn- skólanna á Suöurnesjum var haldið í fyrsta sinn 2. nóv. sl. í íþróttahúsinu í Njarðvík. Rétt til þátttöku í mótinu höfðu nemendurfrá grunnskólunum í Garði, Grindavík, Sandgeröi, Vog- um, Njarðvík og Keflavík. Keppt var í 6greinum: há- stökki og langstökki drengja og stúlkna, og þrí- stökki drengja án atrennu, og svo boðhlaupi beggja kynja. Keppendur voru 10 frá hverjum skóla, 6 drengir og 4 stúlkur. Keppt var um þrjá verð- launagripi, farandgrip sem veittur var fyrir flest saman- lögð stig í keppninni, og var hann gefinn af Njarðvíkur- bæ. Tveir verðlaunagripir voru veittir til eignar, en það var fyrir flest samanlögð stig stúlkna og drengja, og voru þeir gefnir af Bústoð i Keflavík. Úrslit í stigakeppninni urðu þessi: stig: Njarðvík ........... 107.0 Keflavík ............ 98.0 Grindavík............ 97.5 Sandgerði ........... 72.5 Vogar ............... 59.0 Garður .............. 42.0 Eins og sjá má á þessum tölum var keppni mjög jöfn og spennandi. ( boðhlaupinu voru nem- endur úr Grunnskóla Kefla- víkur hlutskarpastir, í öðru sæti Njarðvíkingar og Grindvíkingar í þriðja. Þessi keppni sýndi það og sannaði að Suðurnesja- mönnum er fleira til lista lagt en að leika sér með bolta. - GS/pket. Ijl j í'I):| | . —... IS Frá Foreldra- og kennarafélagi Barnaskólans í Keflavík Foreldra- og kennarafé- lag Barnaskólans í Keflavík gerði tilraun til að halda aðalfund 7. nóv. sl. Vegna mjög Wegrarfundarsóknar varö aðj^esta téðum fundi. Við stiorum hér með á for- eldra og forráðamenn bárna að láta ekki aðra til- raun til aðalfundar fara út um þúfur. Hristiö af ykkur drungann, sleppið ,,Dallas" og mætið sem fulltrúar barna ykkar, miðvikudag- inn 16. nóvember kl. 20.30. Engin mæting - ekkertfé- lag. Stjórnin Þakkir til Samkaupsmanna Fyrir stuttu síðan átti ég fertugsafmæli, sem í sjálfu sér er ekki í frásögu fær- andi, en þar sem ég átti von á fjölda gesta, var ákveðiö að bjóða upp á kjötmáltíð og var kjötiö keypt í Sam- kaup. En þegar líða tók að þeim tíma sem gestirnir áttu að koma, kom í Ijós að kjötið var skemmt og nú voru góð ráð dýr. Ég hafði þegar samband við Kristján Hans- son, deildarstjóra í Sam- kaupum, og skýrði gang mála. Nú, áður en ég vissi af var Kristján mættur heim til mín ásamt matreiðslumanni frá Samkaup, að nafni Eiríkur Hansen, og tveimur tímum eftir að málið hafði komið í Ijós, voru þeir aftur mættir og nú með tilbúinn rétt, mér algjörlega að kostnaðar- lausu. Þetta var slík f rábær þjón- usta, að ég mátti til með aö láta það fréttast, enda tókst þeim að bjarga veislunni al- gjörleg, þó illt hafi verið í efni í upphafi. Eiga þeir þakkir skilið fyrir. Eignamiölun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Sfmar 1700, 3868 L ■■ fi~® ff I - Háaleiti 11, Keflavik: Gott 157 m2 einbýlishús, sem skiptist i 4 svefnherb. og stofu, allt meira og minna endurnýjað fyrir 2 árum. - 2.800.000. Greniteigur 21, Keflavfk: 148 m2 raðhús, skipti á minni eign möguleg. Litlar veðskuldir. - 2.100.000. Garðavegur 5, Kefiavik: 100 m2 einbýlishús, sem skiptist í 3 svefnherb. og stofu. Góður staður. 1.300.000. Stafnesvegur 6, n.h., Sandgerði: Góð 3ja herb. neðri hæð, ásamt bíl- skúr, mikiö endurnýjuð. - 950.000. KEFLAVÍK: Mjög góð 2ja herb. íbúð við Ásabraut, sér inngangur. - 700.000. 3ja herb. íbúð við Vesturgötu, sér inn- gangur. - 700.000. Glæsileg 3ja herb. endaíbúð við Mávabraut, sér inngangur, nýtt parket á gólfum o.fl. - 1.050.000. 3ja herb. íbúð við Faxabraut, laus fljótlega. - 865.000. Mjög góð100m2hæðviðHringbraut, ásamt bílskúr. - 1.400.000. Glæsilegt 136 m2 endaraðhús við Faxabraut, ásamt 45 m2 bílskúr. Sér- lega bjart og skemmtilegt hús. - 1.900.000. Góð 120 m2 hæð við Miðtún, mikið endurnýjuð. - 1.300.000. Glæsileg 135 m2 5 herb. íbúð við Hringbraut 136, ásamt bílskúr. Litlar veðskuldir. - 1.500.000. 155 m2 parhús við Hátún, nýtt eldhús o.fI. - 1.850.000. Gott 136 m2 endaraðhús við Faxa- braut ásamt bílskúr. Skipti möguleg. 1.750.000. Mjög gott 146 m2 einbýlishús við Austurbraut, ásamt bílskúr. Ræktað- ur garður o.fl. Skipti á minni eign möguleg. - 2.750.000. Nýlegt 125 m2 einbýlishús viðSuður- velli, ásamt bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. - 2.200.000. NJARÐVÍK: Mjög gott 124 m2 einbýlishús við Borgarveg, ásamt 50 m2 bílskúr. Heitur pottur o.fl. - 2.200.000. Góð 2ja herb. ibúð við Hjallaveg. - 880.000. Góð 3ja herb. íbúð við Hjallaveg. Ákveðin sala. - 925.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM frá kl. 10 - 15. VERIÐ VELKOMIN.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.