Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. nóvember 1983 l-X-2 „Hef haldið með Spurs síðan 1967" „Tottenham vinnur Liverpool, það er alveg öruggt, eigum við ekki að segja 2:1?" sagði Sverrir Einarsson, smiður á Keftavíkurfiug- velli. Sverrir er (ásamt undirrituðum) einn al- harðasti Tottenham-að- dáandinn á SuðurnesJ- um. „Ég hef haldið með SPURS síðan 1967 og ég hef trú á því að þeir lendi í einu af fimm efstu sæt- unum í 1. deildinni ensku, og ég spái því einnig að þeir fái örugg- lega einn titil á þessu tímabili. Þetta er frekar erfiður seðill, en við skulum vona að ég geri betur en Stebbi. Ég vil endilega reyna að lækka rostann í þessum uppblásnu Man. Utd.-aðdáendum og bæta við smá skoti til þeirra hér, að það er nú orðið hart þegar2jamill- jöna maðurinn þeirra er farinn að skora í eigiö mark, eins og skeði ísíð- asta leik þeirra", sagði Sverrir Einarsson. En hér kemur heildar- spá Sverris: Leikir 12. nóvember: Coventry-Q.P.R....... 1 Everton-Nott'm For. ... X ipswich-Arsenal ...... 1 Leicester-Man. Utd. ... 2 Luton-Bírmingham .... 1 Notts County-Norwich X Southampton-W.B.A. .. 1 Sunderland-Watford .. 1 Tottenham-Liverpool .. 1 Wolves-West Ham .... 2 Chelsea-Newcastle___ X Derby-Middlesbro..... X HJörtur „léttl" með 4 rétta Síðasti spámaður okkar, Hjörtur Kristjáns- sbn, reið ekki feitum hesti á síðastaseðli, sem var svo léttur að sögn hans, útkoman aðeins 4 réttir. Stefán Jónsson hefur enn besta útkomu, 6 rétta. En sjáum hvað Sverrir gerir. - pket. l-X-2 Handbolti - 2 deild: Dómarar og markverðir í aðalhlutverkum - þegar Reynismenn töpuöu fyrir Fylki 19:22 Dómarar og markmenn liða Reynis og Fylkis settu stærstan svip á leik liðanna sl. föstudag. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu í Sand- gerði og lauk með sigri Fylkis, 22:19, en staðan í hálfleik var 11:6 fyrir þá. Fylkismenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik er þeir náöu 5 marka forystu, 8:3, og í seinni hálfleik var mest- ur munur 7 mörk, 14:7, en þá náðu Reynismenn góö- um leikkafla og minnkuðu muninn Omörk, 19:16, og5 mínútur til leiksloka. Mjög umdeilt atvik kom upp í næstu sókn hjá Reynis- mönnum, er markvöröur Fylkis hremmdi boltann ólöglega með því að kasta sér á hann, en dómarar leiksins, þeir Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson, dæmdu ekkert á brotið og Fylkismenn brun- uðu upp og skoruðu. Má segja að þetta hafi verið vendipunktur í leiknum, því Marteinn með Víði Ákveðið hefur verið að Marteinn Geirsson, fyrrum landsliðsfyrirliði og leik- maður Fram, þjálfi Víði næsta tímabil. Mun Marteinn jafnframt leika með liðinu, og ekki er að efa að Víðismenn verða sterkir undir hans stjórn og fari aðlíta 1. deildarsæti yl- hýru auga. - pket. SBK fer fram á úrbætur á gatnamótum Þar sem komið hefur í Ijós að gerð gangstétta við gatnamót er meö þeim hætti, að það skapar veru- leg vandræði og hættu fyrir umferð sérleyfisbifreiöa og annarra stórra farartækja, svo sem við gatnamót Vest- urgötu og Hringbrautar, hefurstjórn SBKóskaðeftir þvi að lagfæringar verði framkvæmdar með því að rýmka akstursleiöirnar, svo komið verði í veg fyrir óhöpp. Sérleyfisbifreiðum verði gert kleift að aka þar sem hentugast þykir fyrir far- þega. Ef ekki verður ráðin bót á ýmsum gatnamótum í bænum, má gera ráð fyrir verulegum erfiðleikum á að halda uppi strætisvagna- og skólaakstri um bæinn, að því er segir i bókun fund- ar stjórnarinnar 27. okt. sl. epj. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 17. NÓVEMBER hefðu heimamenn skorað og minnkað muninn í 2 mörk, þá hefði allt getað gerst á þeim 5 mín. sem eftir voru. Lokatölur urðu svo 22:19 eins og áður segir. Leikur þessi var mjög slakur ef undan er skilinn leikur markvarða liðanna. Markvörður Fylkis hélt lið- inu á floti í fyrri hálfleik og lokaði hreinlega markinu, en Ólafur Róbertsson í marki Reynis varði mjög vel allan tímann. Reynismenn léku þennan leik afar illa, ráðaleysi í sókn, vörnin illa á verði og aragrúi dauða- færa fór forgörðum. Von- andi fara leikmenn liösins að taka sig saman í andlit- inu og vinna leik, því liðið hefur alla buröi til þess, og ef þessi „neisti" kemursem á vantar, þá er ekki aö efa að liöið á eftir að sigra ófáa leiki í 2. deildinni. Dómararnir í þessum leik, áður nefndir, höfðu nánast engin tök á leiknum og var mikið um ósamræmi í dóm- um þeirra. Náði það há- punkti á síðustu mínútum leiksins er annar þeirra, Guðmundur Kolbeinsson, sýndi Guömundi Árna, þjálfara og leikmanni Reyn- is, rauða spjaldið fyrir að hafa látið orð út úr sér falla sem dómaranum þóttu sér misboðin. Mörk Reynis: Daníel 5, Sigurður Óli 4, Guðmundur Árni 3, Páll 3, Snorri, Krist- inn, Jón Kr. og Eiríkur 1 hver. Markahæstur Fylkis- manna var Andrés Magnús- son með 7 mörk. - pket/val. Samvinnuferdir - Landsýn Umboösmaður í Keflavík frá 10. - 17. nóvember: Guðjón Stefánsson skrifstofu K.S.K., sími 1500 Heimasími 2459. Efri salur - FOSTUDAGUR 11. NOVEMBER: Leikfélag Keflavíkur: HVAÐA KVENMAÐUR ER ÞETTA . . . ?" Sýning hefst kl. 21. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER. LOKAÐ VEGNA EINKASAMKVÆMIS. Simi 1540 Sitni 1540 VÖRUKYNNING Þýsk-íslenska verslunarfélagið kynnir: OBOY súkkulaðidrykkinn og METABO rafmagnshandverkfæri föstudaginn 11. nóvember (á morgun) frákl. 15- 19. Sími 1540 SAMKAUP Sími 1540

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.