Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Page 6

Víkurfréttir - 10.11.1983, Page 6
6 Fimmtudagur 10. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Körfuknattleikur - Úrvalsdeild ÍBK - VALUR 78:106 Bílasölu Brynleifs - SÝNISHORN AF ÚRVALINU - Keflvíkingar mættu ofjörlum sínum Valsmenn rufu fyrstir 100 stiga múrinn Volvo 244 GL 79, ekinn 66 þús. km., toppbíll. Mazda 929 HT '80, ekinn 55 þús. km., toppbíll. Ford Mustang '80, toppbíll, ekinn 78 þús. km. Mazda 626 '80, ekinn 64 þús. km. Góöur bíll. Fiat Ritmo 65 '82, ekinn 13 þús. km., sem nýr. Cherokee jeppi '75, i góöu ástandi. Datsun Vloiet 160 J '80, ek- inn 51 þús. km. Saab 900 GLS ’81, ekinn 25 þús., toppbíll. Honda Quintett ’81, ekinn 27 þús. Honda Prelude ’80, ekinn 57 þús. Fallegur bíll. Athugiö: Mikið af jeppum, amerískum og fjölda annarra bíltegunda á skrá. Bílasala Brynleifs Vatnesvegi 29a - Keflavik - Sími 1081 Á hverjum fimmtu- degi. Keflvíkingar fengu svo sannarlega aö kenna á Vals- mönnum í úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið, en þá voru þeir gjörsamlega yfir- spilaðir af sterku liði Vals og töpuðu stórt, 78:106, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 36:49. Valur er því fyrsta liðið í úrvalsdeildinni íársem rýfur100 stigamúr- inn og meira aðsegjaöstig- um betur. Keflvíkingar héldu í við Valsmenn fyrstu 2 mín., en þá var staðan 6:6. Eftir það var alger einstefna þeirra Valsmanna og skoruðu þeir úr hverri sókn naestu 7 mín. á meðan ekkert gekk hjá Keflvíkingum, og staðan þá orðin 26:12, en mestur varð munurinn 35:19. Eitt- hvað rönkuðu Keflvíkingar þá viö sér en náðu þó aldrei að ógna forskoti Vals- manna og staðan í hálfleik 49:36, Val í hag. Sama var uppi á teningn- um í seinni hálfleik og juku Valsmenn enn við forskot sitt. Voru þeir yfirleitt þetta 20-25 stigum yfir og þegar tæplega 4 mín. voru eftir setti Miley alla sína vara- menn inn á, enda engin von að ná Valsmönnum, og varð munurinn þá mestur í leikn- um, 106:74. Keflvíkingar skoruðu síðan fjögur síð- ustu stigin í leiknum og lokatölurnar urðu 106:78, stórsigur Vals staðreynd. Keflvikingar voru í þess- um leik heilum ,,klassa“ neðar en Valsmenn hvað körfuknattleik varðar. Yfir- buröir Vals voru gífurlegir og þá helst í fráköstum. Áttu þeir eiginlega öll sín varnar- fráköst og allt of mörg sókn- arfráköst og vantar því Kefl- víkinga auðsjáanlega stór- an og sterkan mann undir körfu sína. Einnig ,,stálu“ Valsmenn oft boltanum af Keflvíkingum og skoruðu því margar ódýrar körfur á mikilvægum tímum í fyrri hálfleik. Með ónákvæmum sendingum Keflvíkinga fengu Valsmenn einnig að sýna hraða sinn í hraðaupp- hlaupum, enda skoruðu þeir grimmt úr þeim. Bestur í liði Keflvíkinga var Jón Kr. og sýndi hann íslenskt-franskt eldhús sf. Hafnargötu 30, Keflavík, tilkynnir: Tökum að okkur að sjá um veislumat. Nýstárlegar hugmyndir í franskri og íslenskri matargerðarlist, eins og hún er best. - Reynið viðskiptin. Upplýsingar í síma 3073. mikla yfirburði. Þá sýndi 16 ára nýliði, Guðjón Skúla- son, hvað í honum bjó og lék mjög vel í sínum fyrsta leik. Leikmaður með góða takta en vantar meiri reynslu, og er alveg furðu- legt að hann skuli ekki hafa fengið að spila áður, því hér er á ferðinni framtíðarmað- ur. Þorsteinn var allt of seinn í gang og vantaöi Keflvíkinga auðsjáanlega skorið hans í fyrri hálfleik, en þá skoraði hann aðeins 6 stig. Björn V. gat ekki leikið með vegna meiðsla. Stig ÍBK: Jón Kr. 27, Þor- steinn 20, Guðjón 12, Pétur 7, Hrannar4, Hafþór, Óskar, Guðbrandur og Sigurður 2 hver. Kristján Ágústsson var bestur í annars sterku liði Vals og skoraði hann 30 stig. Tómas Holton gerði 17, Jó St. 16, Torfi 14, og Jóhannes Magnússon 14, en aðrir gerðu minna. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti og Hörður Tuliníus og höfðu þeir lítið fyrir því að dæma leikinn, en eitthvað virðist sá síðarnefndi vera óvinsæll meðal keflvískra áhorfenda, sem voru fjöl- margir að venju og hvöttu sína menn þrátt fyrir stórtap. Einn ósið mættu þeir þó leggja niður, en sá er að henda leikskrám og öðru drasli niður á leik- vanginn, sem veldur leik- mönnum og dómurum miklu ónæði, svo ekki sé talað um óþrifnaðinn. - val. Guöfón Skúlason, einn al framtióarmönnum IBK-Iiósins, skorar hér glæsilega körfu. ÍBK tapaði fyrir Ármanni 3. deildar lið ÍBK í hand- bolta lék við Ármenninga í íþróttahúsi Seljaskóla sl. laugardag. Lokatölur urðu 26:21 fyrir Ármann eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19:7, þeim í vil. Eftir hroðalegan fyrri hálfleik hjá ÍBK þá tóku þeir sig heldur betur á í þeim seinni og náðu að minnka muninn með góðum leik, þrátt fyrir að þeim tækist ekki að jafna. Ragnar Margeirsson lék með fBK og þótti standa sig vel í þessum leik, og með æfingu þá getur hann orðið mjög góður handboltamað- ur. Sigurður Björgvinsson var markahæstur hjá ÍBK með 9 mörk, Björgvin bróð- ir hans með 5. - pket. Úrvalsdeild: ÍBK - KR á morgun, föstu- dag kl. 20.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.