Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 10. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Þverrendurnar við Sparkaup bera árangur 26. október sl. hélt um- ferðarnefnd Keflavíkur nefndarfund og þar kom m.a. fram, aö lögreglan gerði athugun, að belöni nefndarinnar, á lækkun um- ferðarhraða vegna þver- randa sem settar voru á ak- brautina inn í bæinn á Hringbraut noröan við Sparkaup. í Ijós hefur kom- ið, að áöur voru 36.9% öku- tækja mæld á 50 km hraða miðað við klst. eða minna, en eftir að þverrandirnar voru settar upp var þessi tala komin upp í 85.2% á 50 km hraða eða minna. Að mati nefndarinnar er þessi árangur framar öllum vonum. Upplýst er að íbúar viö götuna hafa lýst ánægju Ódýrt - Ódýrt Barna- og unglingaföt á mjög góðu verði, til sýnis og sölu að Grundarvegi 11,1. hæð, Njarðvík. sinni með verulegar breyt- ingar til batnaöar. Nefndin leggur áherslu á að gengið verði frá gang- brautinni yfir Hringbraut norðan Vesturgötu. Þá mun nefndin fylgjast áfram með umferðinni á Hringbraut og meta síðar hvort aðgerðirnar sem nú hafa verið gerðar séu full- nægjandi. Nefndin leggur til að bætt verði viö skilti við Hringbraut á móts við rað- húsin norður undir gatna- mótum við Vesturbraut, með orðsendingu til öku- manna um lækkun há- markshraða. - epj. FURUHILLUR f j dfopinn Hafnargötu 80 - Keflavik ¦ Sími 2652 VÍKUR-fréttir vikulega. SÓLBAÐSSTOFAN Hafnargötu 32 - Keflavík Höfum hina vinsælu MA SOLARIUM PROFESSIONAL lampa, sem eru með quarts andlitsperum. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 7 - 23, laugardaga og sunnudaga frá kl. 8-21. Við minnum á að við höfum enn opið að Þórustíg 1 í Njarðvík, sími 1243. Bjóðum nú í fyrsta sinn á Suður- nesjum Slendertone Profissonal rafeinda- og vöðvaþjálfunartæki (sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu). SÓLBAÐSSTOFAN Hafnargötu 32 - Keflavík Til hamingju, Hilmar Alltof oft vill það brenna við að húsbyggjendur dragi það alltof lengi að ganga frá ytra útliti húsa og umhverfi. Þessu er svo sannarlega ekki þannig varið um húsþað sem sést á meðfylgjandi mynd og stendur við Birkiteig i Keflavik. Sá aðili, sem hór hefur verið að verki, hefur áöur skilað afsér húsi hór f'bæ, sem hefur verið með frágang og ytra útlit húsbyggjandanum til sóma, en þessi aðili er Hilmar Haf- steinsson i Njarðvík. - epj. Breski miðillinn Eileen Roberts: Fyllti húsið þrátt fyrir Dallas Annar miðill væntanlegur Á miðvikudagskvöldið í síðustu viku fór fram í Karla- kórshúsinu skyggnilýsing- arfundur með breska miðl- inum Eileen Roberts, á veg- um Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja. Þrátt fyrir að fundartími hafi verið á svo- kölluðu Dallaskvöldi, þegar meiri hluti þjóðarinnar er yfirleitt bundinn fyrir fram- an sjónvarpið, sóttu milli 140-150 manns fundinn og komust færri að en vildu. 16. nóvember n.k. á SRFS von á öðrum breskum miðli hingað. Er hér um að ræða læknamiðilinn JOAN REID, og mun hún dvelja hjá fé- laginu í 3 vikur og taka fólk í einkatíma og framkvæma haldayfirlagningu. Joan Reid er heimsf rægur lækna- miðill og hefur m.a. starfað í Finnlandi, Sviss, Kanadaog hér á landi, en hingað hefur hún komiö árlega sl. 13 ár. Þar sem aðeins takmark- aður fjöldi kemst að hjá henni, ættu þeir félagarsem hug hafa á tíma, að tryggja sér þá tímanlega, en þeir verða seldir n.k. sunnudag í húsi félagsins, Túngötu 22, frá kl. 13. - epj. Reykjaborgin missti aftur snurvoðaleyfið Á meðfylgjandi mynd sjást snurvoðabátarnir þrir sem leggja upp afla i Njarðvikum, i Keflavikurhöfn umsl. helgi, en sá í miðjunni, Reykjaborg RE 25, hefur nú aftur misst leyfið fyrir brot á veiðireglum., en áður missti hann leyfið i ágúst sl. Á sama tima er fjórði báturinn frá frá Keflavik gerður út á þetta veiðarfæri og fær ekki að vera hér i bugt- inni, og hefur þvi verið gerður út frá Þorlákshöfn að und- anförnu. Er það Vikar Árnason. - epj. Tilefnið vantaöi í síðasta tölublaði var sagt frá mótmælum Sigurö- ar Friðrikssonar varðandi vinnubrögð bygginga- nefndar Miðneshrepps. Þau mistök uröu í handritagerð, að niöur féll ástæðan fyrir því aö þessi mótmæli komu fram. En ástæöan er sú, að á fundi í bygginganefnd 28. júlí ísumarvorulagðarfram teikningar af þrem húsum í Sandgeröi, þ.e. svínabúinu viö Strandgötu, iðnaðar- húsi aö Strandvegi 21 og viðbyggingu fiskverkunar- húss að Strandgötu 22. Taldi Siguröur að teikn- ingar þessara húsa hefðu verið lagðar f ram löngu eftir aö framkvæmdir við húsin hófust. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.