Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.11.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 10. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. nóvember 1983 11 Námskeið í jólaföndri verður haldið dagana 19. og 20. nóvember. Nánari upplýsingar í síma 2669 (Anna) milli kl. 19.30-21 virkadagaog kl. 13-21 laug- ardaga og sunnudaga. Áður Sól Saloon SÓLBAÐSSTOFA Hátelg 13 - Keflavík Vorum aö fá sterku perurnar. Opið frá: mánud. - föstud. 7-23 laugardaga ___ 10-20 sunnudaga .....13-20 Sími 3680 Eftir á± IÐNAÐARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA Aðalfundur 1983 verður haldinn í húsi félagsins, Tjarnar- götu 3, Keflavík, laugardaginn 12. nóvem- ber kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur lífeyrissjóða Útgáfa iðnaðarmannatals Erindi Jóns E. Unndórssonar, iðnráð- gjafa Suðurnesja, um iðnþróun á Suðurnesjum. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin r. Hafnargötu 26 - Keflavík - Simi 1016 Gengiö inn frá bílastæöi. Heimsókn í Baðstofuna Á fimmtudögum i hverri viku kemur saman um 15 manna hópur i kennslustofu einni i Gagnfræðaskólanum i Keflavik. Er hér um aö ræða hóp á vegum Baðstofunnar, og það sem fram fer iþessaristofu er myndlistarkennsla og erhún i umsjá eins þekktasta myndlistarmanns fslendinga i dag, sá heitir Eirfkur Smith, Hafnfiröingur, eöa gaflari, eins og hann segir sjálfur. Baðstofan hefur isinni um- sjá 2 deildir imyndlist, er önnur í umsjá Eiriks og hin, sem kemur saman á öórum tima undir leiðsögn Jóns Gunnarssonar, einnig úr Hafnarfirði. Forsvarsmaður hennar er Elsa Hertervig. Til að fræðast örlitið meira um þessa starfsemi og einnig afeinskærri forvitni, sló blaðamaður Vikur-frétta til og heimsótti annan hópipn sl. fimmtudag og spjallaði við nokkra áhugasama nemendur og Eirik, leiðbeinanda þeirra. „Ég sagði nei við Erling, en hann hafði það á endanum' - segir Eiríkur Smith, listmálari og kennari í Baöstofunni „Þetta byrjaði nú eigin- lega þannig, að Erlingur Jónsson, stofnandi Bað- stofunnar, hringir í mig eitt kvöldiö og spyr mig hvort ég geti komið og kennt myndlist hérna í Keflavík, einu sinni í viku. Ég var nú ekkert á því og sagði bara nei, en Erlingurvarekkertá því aö gefa sig og suðaði í mér, og þegar hann varfar- inn að kjökra, svona meira í gríni sagt, þá gaf ég mig. Þetta var haustið 1975 og þetta er því níundi veturinn hjá mér nú." Þessi orð mælir Eiríkur Smith, einn þekktasti listmálari okkar íslendinga í dag, en hann er kennari við myndlistardeild Baöstofunnar. ,,Já, það má eiginlega segja að þetta sé bein kennsla, og það verður aö segjast eins og er, að ég hef mjög gaman að því að starfa með þessu fólki, enda er þetta allt orðið nánir vinir manns eftir öll þessi ár. Kennslan verður mun áhugaverðari og skemmti- legri þegar nemendurnir eru áhugasamir og leggja sig fram, og það er einmitt sem þetta fólk hérna hjá mér gerir. Þegar maður skoðar svo málið nánar, þá munar mig ekkert um að keyra hingað til Keflavíkur einu sinni í viku." Hvao er hópurinn stór, og hvernig er kennslu háttaö? ,,Við komum saman á fimmtudagskvöldum í hverri viku og höfum að- stöðu í Gagnfræðaskólan- um i Keflavík. Hópinn skipa um 15 manns, bæði karlar og konur, og er það mjög æskileg stærð á svona hóp að vera, svo að hægt sé aö ná til hvers og eins. Nú, kennslutímabilinu er skipt á þann veg, að fyrir jól teikn- um við, en eftir áramót er málað, bæði olía og vatns- litir. Annað hvert ár er svo haldin sýning á verkum hópsins. Þessu fólki hér hefjjr farið mikið fram, sé einnig tekiö tillit til þess að við komum bara saman einu sinni í viku, 3 tíma í senn. Aftur á móti vilji fólk ná enn betri árangri þá er æskilegt að þaö máli heima, og stór hluti hópsins ef ekki flestir, gera það." En að læra að mála, er þao fyrír hvern sem er, - „Jú, ég verð að viður- kenna það, og ósjaldan hittir maður fólk á förnum vegi sem segir beint við mann: „Ég verð að fara að fá mynd hjá þér", og þannig er nú statt hjá mér núna, að margar myndir stoppa orðið stutt hjá mér og ef ég ætlaði að halda sýningu, þá yrði ég að hægja á sölunni." Pálmi Viðar og Eiríkur viróa fyrir sór myndefnið. verður maður ekki að hafa þetta i sér, eins og sagt er? „Það sem þarf er fyrst og fremst áhugi, ákveðinn neisti, og ef hann er fyrir hendi, þá lætur árangurinn ekki á sér standa." Nú, svo ég spyrji þig aö- eins út f þig sjálfan, þá hefur eftirsókn i myndir þinar aukist mjög á undanförn- um árum? Fá myndlistarmenn ekki oft verkefni sem hinir ýmsu aoilar biðja um? „Vissulega. Fyrir 2 árum síðan fékk ég t.d. það verk- efni að mála mynd af ánni sem Karl Bretaprins veiðir í þegar hann kemur til ís- lands, og var það gjöf frá ís- lendingum til hans og Díönu á brúökaupsafmæli þeirra." Hvert sækir þú aöallega þitt myndefni? „Ég sæki það mest héðan af Suðurnesjum og einnig umhverfis Hafnarfjörð, þessi svæöi bjóða upp á mikla möguleika," sagði Eiríkur Smith, listmálarinn kunni, að lokum. „Fer beint að mála eftir vinnu" - segir Soffía Þorkelsdóttir „Teikningin er náttúrlega undirstaðan, en ég hef Soffia Þorkelsdóttir mundar blýantinn. gaman að bæði málning- unni og teikningunni," sagði Soffía Þorkelsdóttir. „Þetta er níundi veturinn hjá mér og þetta er mjög skemmtilegt, hópurinn mjög góðurog leiðbeinand- inn okkar hann Eiríkur, er alveg skínandi góður. Já, ég mála all mikið, þegar ég er búin að vinna klukkan sex þá fer ég oft beint að mála, og svo er ég einnig að á kvöldin og um helgar. Halda áfram? Jú, hver ósköp, á meðan áhuginn er fyrir hendi þá geri ég það," sagði Soffía Þorkelsdóttir. „Mest fyrir olíuna" - segir Guðmundur Maríasson ,Ég er búinn að vera í Smith byrjaði 1975oghefur Baðstofunni frá 1974 og verið síðan," segir Guð- vorum við þá undir leiðsögn mundur Maríasson. „Ég tek Guðmundar Karls og síðan þetta grafalvarlega," sagði þeirra Péturs Friðriks og hann og hló, „eyði öllum Ragnars Páls, þar til Eiríkur mínum frístundum í að mála og er nánast á hverju kvöldi með pensilinn í höndunum. Guðmundur Mariasson lætur handarmeiösl ekki aftra sór frá áhugamálinu. Ásta Arnadóttir og Eirikur mæla út, eins og sjá má, á einfaldan máta. Aðrir á myndinni, Sigriður Rósinkransdóttir og Nikulai Bjarnason. Olían heillar mig og ég er eingöngu í henni og mála mest sjávarlífsmyndir og myndir frá gamla tímanum. Þaðeralvegsérstakurandi í þessum hóp okkar, sérstök stemmning sem ríkir og ég er alveg ákveðinn að halda þessu áhugamáli mínu á- fram á meðan ég get," sagði Guðmundur. „Viðerum einsog stór f jölskylda" - segir Asta Arnadóttir „Ég byrjaði fyrst árið 1970, en þá hófst starfsemi Baðstofunnar undir stjórn Erlings Jónssonar, og vorum við þá aðallega í leir- mótun og tréskurði, mynd- listin kom svo síðar. Bað- stofunafnið er síðan á þessum árum Erlings, og í dag er þessi hópur sem við erum í núna, einungis deild innan Baðstofunnar," sagði Ásta Árnadóttir, en hún ásamt Sigríði Rósinkrans- dóttur, eru forsvarsmenn deildarinnar. „Árið eftir að ég byrjaði hjá Erlingi tók ég svo við verslun hér í bæ og kom lítið sem ekkert nálægt þessu í 10 ár, eða þar til ég seldi verslunina árið 1981, og þá byrjaði ég af fullum krafti aftur. Að vísu tók ég aðeins þátt í sýningunni vorið 1980 og átti þá nokkrar myndir á þeirri sýningu, og meöal annars þessa," sagði Ásta og benti á vegg einn í eld- húsinu. Er þetta eitthvað i þér, eða lærðirðu eitthvað á fyrri árum? (blaðamaður yfir sig hrífinn af myndinni). „Ég var tvo vetur í Handíða- og myndlistar- skólanum í Reykjavík árin '39 og '41 og var þá þýskur kennari og gyðingur, Kurt Zier að nafni, mjög góður, og er meðal annars einn af kennurum Eiríks Smith." Hvernig er að vera í svona hóp og undir leiðsögn þekkts listmálara eins og Eiríkur er? „Þetta er mjög góður hópur og það má segja að við séum eins og stór fjöl- skylda og að vera undir leið- sögn Eiríks erum við alveg sérstaklega ánægð með og stolt að hafa svona góðan listamann að kenna okkur hér á Suöumesjum," sagði Ásta Árnadóttir. GÖLF- og VEGGDÚKAR við allra hæfi. j dfopinn Hafnargötu 80 - Keflavik - Simi 2652 Meiri háttar Sanrio-sending Vinsælu stimplarnir eru komnir Jólakjólllnn i ér kr. 324 Kinajakkar kr. 595 SENDUM í PÓSTKRÖFU VERIÐ NEPAL Hafnargötu 26, Keflavík, sími 3943 VcLKOMlN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.