Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 10.11.1983, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 10. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR: Hvaða kvenmaður er þetta? Leikfélag Keflavíkur frumsýndi sl. föstudags- kvöld verkiö ,,Hvaöa kven- maöur er þetta?“ á Glóö- inni. Hvaö er leikfélagiö að sýna leikrit á Glóöinni? kann einhver aö spyrja. Því er auösvaraö, þaö er aö sýna okkur hér suöur meö sjó nýja tegund eöa öllu heldur nýtt form á leikhúsi, svokallað „kaffileikhús", eða eins og margir vilja heldur nefna hvítvínskúltúr. Áhorfandinn situr við borð úti í sal og horfir á verkið, á meöan hann fær sér kaffi- sopa eöa hvítvínstár. Þarna er veriö að brjóta upp þetta gamla leikhúsform, sem við eigum aö venjast, og verö- ur að segjast alveg eins og er, aö þetta er stórskemmti- legt form og kemur efninu ekki síöur til skila. Áhorf- andinn verður næstum eins og einn af þátttakendum í leiknum. Þetta verkefni Leikfélags Keflavíkur „Hvaöa kven- maður er þetta?“ ersaman- sett efni sitt úr hvorri átt- inni, en hefur þó allt sama megin þemaö, þ.e.a.s. um konur á ýmsum aldri og ýmsum gerðum, frá fornu fari og nýju, hina íslensku konu, drauma hennar og þrár, eins og stendur í leik- skrá sýningarinnar. Höf- undar efnisins eru margir og efniö kemur lika viöa aö, bæði Ijóð og leikþættir, svo og söngur, en hann er mikill og gefur sýningunni léttan blæ. Þarna er leikþátturinn „Gatan í rigningu" eftir Ástu Siguröardóttur, Hvun- dagshetja Auðar Haralds, Ameríkubréf Magnúsar Ás- geirssonar, upplestur úr gamla góöa Kvennafræöar- anum, svo eitthvað sé nefnt. Söngvarnir eru t.d. „Heim- ilisfriður" Ómars Ragnars- sonar, „Kerlingavísur" Har- aldar Á. Sigurössonar og „Hæ, þú ert þú" Gísla Rún- ars. Efnið er tekið saman af leikstjóra verksins, Kol- brúnu Halldórsdóttur, og er sú vinna vel af hendi leyst, allt efnið féll vel saman og gefur sýningunni góöan heildarsvip. Sérstaklega fannst mér hún spinna leik- þáttin „Gatan í rigningu" vel inn í dagskrána, svo vel að boöskapur leiksins komst jafnvel betur til skila en ella hefði orðið. Leikendur í sýningunni eru 13 talsins og margir þeirra ungir aö árum, en Kolbrúnu leikstjóra hefur tekist vel að skóla þá til, því ekki var að merkja að sumir væru að stíga sín fyrstu spor í leiklistinni. Erfitterað vera að tina einhverja út úr svo vel heppnaöri sýningu. Þó get ég ekki stillt mig um aö nefna suma og kemur þá fyrst upp í hugann ungur nýliöi hjá L.K., Viktor Kjart- ansson, þar er mikið leik- araefni á ferö og er vonandi aö hann haldi áfram á þess- ari braut. Hann er eins og fæddur leikari auk þess að vera líka góður söngvari. Unnur Þórhalls er nú öllu vanari í þessum bransa, og stóö sig líka mjög vel. Mikið var gaman að heyra hann syngja gamla slagarann „Svo ung og blíö“sem Nora Broksted söng á sínum tíma. Heimilisfriöurinn var lika vel fluttur af henni og Jóhannesi Halldórssyni, ungum leikara og efnileg- um. Formaðurinn, Gisli Gunn- arsson, komst vel frá sínu, sérstaklega þótti mér gaman hvaö hann og Viktor náðu góðum samleik. Leif- ur Ingólfsson lék rónann skemmtilega, og LinaKjart- ansdóttir skáldkonuna í Gatan í rigningu. Þau skáluðu fyrir sólskininu og ég get skálað fyrir þeim. Þá má minnast á annan nýliöa hjá L.K., Ólöfu Leifs- dóttur, sem las gömul og góö húsráð upp úr Kvenna- fræöaranum, hún hefur mjög góða framsögn. Guð- rún Karlsdóttir (Hvunn- dagshetjan), Kristfn Sig- uröardóttir, Ásdis Júlíus- dóttir, Sigrún Guömunds- dóttir, Guöný Harðardóttir og Kolbrún Valdimarsdótt- Ir skiluðu sínum hlutverk- um vel, en mættu gefa sér meiri tíma, voru stundum full hraömæltar. Það er hlutur sem auðvelt er að laga. Þetta er góður hópur sem stendur að þessari sýningu og mætti sjálfsagt virkja hann til enn frekari afreka. Undirleik undir allan sönginn sá Gróa Hreins- dóttir um og var hennar hlutverk ekki svo lítið, vel af hendi leyst, eins og við mátti búast úr þeirri áttinni. Leikstjórinn, Kolbrún Halldórsdóttir, og stjórn Leikfélags Keflavíkur, á heiður skilið fyrir þetta uppátæki og ættu Suöur- nesjamenn (og konur að sjálfsögðu) aö drífa sig á Glóöina og sjá þessa hressi- legu sýningu. Að lokum þakka ég hópn- um fyrir ánægjulega sýningu. Ó.J. Næstu sýningar eru á föstudag kl. 21 og sunnu- dag kl. 20.30. Breski læknamiðillinn Joan Reid er væntanleg í næstu viku. Sjá nánar í grein annars staðar í blað- inu, en munið miðasöluna á sunnudag. Sálarrannsóknarfélag Suöurnesja Smáauglýsingar Þarftu að hreinsa? Þarftu að hreinsa gólftepp- ið, húsgögnin eða bilinn? Við leigjum út hreinsivélar. Pantið timanlega. Uppl. í síma 2652. Trésmiðavél Sambyggð trésmíaðvél, PALT, minni gerð, til sölu. Uppl. í síma 2288 eftir kl. 19. Til sölu borð, 6 stólar og skenkur úr tekki, selst ódýrt. Uppl. í síma 2514 eftir kl. 19. Húsnæði óskast 4ra herb. íbúð óskast til leigu fyrir fjölskyldu utan af landi. Uppl. í síma 3898. Philips frystikista 450-500 lítra, lítið notuð, til sölu. Uppl. í síma 3473 eftir kl. 18. Vil kaupa 2-3ja herb. íbúð í Keflavík eða Njarðvík. Hef góðan bíl upp i útborgun. Uppl. ísíma 7079 eftir kl. 18. Til leigu 2ja herb. íbúð við Kirkjuveg 51, neðri hæð. Tilboð sendist Víkur-fréttum merkt „Kirkjuvegur". íbúö til leigu 2ja herb. íbúð á neðri hæð við Vallargötu 26. Tilboð sendist Vikur-fréttum merkt „Vallargata". Hvaða kvenmenn eru nú þetta? r_Tj| Starfsmaöur ■^0» óskast Vantar lagtækan mann til starfa viö ein- ingaframleiöslu vora. PLASTGERÐ SUÐURNESJA wtjmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmMmmmmmmmmm Iðnaðarhúsnæði til leigu 480 m2 iönaöarhúsnæöi til leigu viö Iðavelli í Keflavík. Upplýsingar gefur Jóhann Benediktsson í síma 2379. Saltnotendur á Suðurnesjum Saltsala er hafin. Upplýsingar og sölusími: 6955 og 3885. SJÓEFNAVINNSLAN HF. Bílasprautun - Réttingar Hjá okkur færðu bílinn réttan, blettaöan og almál- aöan. - Onnumst einnig framrúöuskipti. Reyniö viöskiptin. BlLASPRAUTUN FITJAR Njarövfk - Simf 1227 Viktor Kjartansson, - eins og fæddur leikari, segir i gagn- rýni.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.