Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.1983, Page 17

Víkurfréttir - 10.11.1983, Page 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. nóvember 1983 17 í sandölum og ermalausum bol Nú líöur varla sú vika aö ekki sé opnaöur nýr staður fyrir þá sem vilja fá smá lit á kroppinn, og ekki nóg með það, biðlistarnir til að kom- ast að eru svo langir að þeir hjá ASÍ myndu verða ánægðir með fjöldann á þeim. Þetta er með öðrum orðum þetta fyrirbrigði sem kallað er sólbekkir og eru eins og samlokur með lömpum á alla vegu. Sól- baðsstofur eru það nýjasta sem við höfum fengið maníu fyrir, nú má sjá alla með þennan fína lit og þú spyrð viðkomandi að því, hvort hann hafi verið að koma að utan. Nei, nei, hann var bara að koma úr tíma sem hann pantaði í fyrra. Þetta uppátæki hefurgert ' r\ * viMxm það að verkum að sólar- landaferðir hafa ekki selst i neinu mæli, því hvað ert þú líka að spandera gjaldeyri í svoleiðis ferð ef þú getur farið i sólbað í næsta húsi? Þetta er óneitanlega farið að minna á að heima er best. Eitt virðist þó vanta á sæluna og það er að þú hefur engan bjór eða romm og kók í þessum „sólarferð- um“. Það stendur kannski allt til bóta, því hvað má ekki gera, ef viljinn erfyrir hendi. Gullbrúðkaup N.k. laugardag 12. nóv- ember, eiga hjónin Jóhann Bergmann og Halldóra Árnadóttir, gullbrúðkaup. Heimili þeirra er að Suður- götu 10, en þau hjón hafa búið í Keflavík alla tíð. Jó- hann starfar enn sem bif- vélavirki hjá Sérleyfisbif- reiðum Keflavíkur. Þau hjón eiga 4 syni, 8 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Munu þau ásamt ættingj- um og vinum halda upp á tilefniö í Kirkjulundi n.k. laugardagskvöld. Ráðhús Keflavíkur og Njarðvíkur við Flugstöðina ( fjörugum umræðum sem urðu um sameiningu sveitarfélaga, og þá aðal- lega Keflavíkur og Njarð- Ýsugengd í kjölfar vestan- áttarinnar Að undanförnu hafa afla- brögð í öll veiðarfæri verið mjög léleg hjá landróðra- bátum. En undan vestan- áttinni sem gekk hér yfir í byrjun síðustu viku, virðist sem fiskur hafi flúið hér inn í bugtina, því á miðikudag í síðustu viku brá svo við að netabátarnir komust allt upp í rúm 21 tonn í Garð- sjónum. Var hér bæði um að ræða ýsu og þorsk. Degi síðar var afli enn góður og þá var hann orðinn að mestu ýsa. Voru dæmi um að bátur landaði þá 12 tonnum, þar af um 10 tonnum af ýsu. - epj. víkur, á aðalfundi SSS á dögunum, varpaði Ellert Eiríksson sveitarstjóri í Garði, fram þeirri spurn- ingu, hvers vegna aðal- stöðvar beggja sveitarfé- laganna yrðu ekki staðsett- ar í byggðarkjarna sem skapast mun umhverfis nýju flugstöðina. Sagði hann að málum væri nú þannig háttað varðandi sameiningu þessara tveggja byggðarlaga, að menn væru á móti þessu einungis af tilfinningasjón- armiðum. Njarðvíkingar vildu ekki að aðalstöðvarn- ar yrðu Keflavikur megin og Keflvíkingar væru á móti þeim í Njarðvíkum, og því væri lausnin að setja þær á svæði sem tilheyrði hvor- ugu byggðarlaginu, en væri þó miðsvæðis, s.s við nýju flugstöðina. Að sjálfsögðu er þetta ekki svo vitlaus hugmynd, það er bara spaugilegast við hana, að þá yrði ráðhús Keflvíkinga og Njarðvík- inga í Miðneshreppi. - epj. kannski verður ekki langt að bíða að við getum setið og horft á video, veriö í sól- baði og haft glas við hönd. Kannski getum við líkafarið í sólbað meðan við bíðum eftir bankastjóranum, bæj- ar- eða sveitarstjóranum, og lækni á heilsugæslunni. Takmarkið er: sólarbað á hvern stað. Hitaveitan ætti auðveldlega að geta komið sér upp svona aðstöðu meðan hún sýnir gestum sínum kvikmyndina ódýru, því þeir hafajú sérfræðing- inn í sólskini. Iðnráðgjafi Suðurnesja ætti að athuga hvort þetta er ekki hug- mynd að nýjum heimilisiðn- aði, þá gætu húsmæðurnar hætt að prjóna „ódýrar" lopapeysur fyrir útlendinga og líka hætt að vinna í frysti- húsi. Nú er bara að byrja og opna einn sólarstaðinn enn, strax í dag. Framtíð bíöur, betri en nú best að fara að opna stofu. Því hvað er verra en falleg frú föl á húð og líkust vofu? P.S. Næsta skrefið hlýtur að vera að opna stofu með sænskt nudd og tyrkneskt bað, þá er iðnaðurinn kom- inn í lag hér um slóðir. Tilsölu 155 m2 einbýlishús ísmíðum ............ --- ■ H- — að Klapparbraut 3, Garði. Húsið er fokhelt, en selst á því byggingarstigi sem kaupandi óskar eftir. Upplýsingar í síma 1766 eftir kl. 19. Breyting á umferðarrétti á gatnamótum Hringbrautar og Flugvallarvegar umferð á Hringbraut. Breytingin er gefin til kynna með biðskyldu- merki á Hringbraut við gatnamót Flugvall- arvegar. F.h. umferðarnefndar Keflavíkurbæjar Bæjartæknifræðingur

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.