Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 17. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Verslunarhúsnæði til leigu Verslunarhúsnæði við Hafnargötu til leigu. Upplýsingar á Rakarastofu Ragnars. Handbolti - 2. deild: Reynismenn tapa enn Hjá okkur færöu bílinn réttan, blettaöan og almál- aðan. - önnumst einnig framrúöuskipti. Reynið viðskiptin. BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarðvík - Síml 1227 Póst- og símamálastofn- unin í Keflavík auglýsir Þeir sem hafa pantað nýjan síma í Keflavík og Njarðvík, verða að staðfesta umsóknir sínar. Einnig þeir sem óska eftir breytingu í símaskrá verða að vera búnir að því fyrir 1/12 1983, svo að ný nöfn og allar breyt- ingar komist inn í símaskrá 1984. Reynismenn héldu upp- teknum hætti er þeir léku við ÍR-inga í Seljaskóla sl. sunnudag. Leiknum lauk með sigri (R, 24:21, en stað- an í hálfleik var 12:8 fyrir IR. Leikur þessi var slakur og leikurSandgerðinga nánast í molum, enginn lék af getu og þá er ekki von á árangri. Það var ekki það að (R-liðið væri gott, heldur mótherj- inn einfaldlega slakur. Leikurinn var jafn til að byrja með og staðan 5:5 um miðjan fyrri hálfleik, en þá kom hræðilegur kafli hjá Reyni og (R-ingar náðu góðu forskoti. Fylgdu þeir því eftir í seinni hálfleik og náðu mest 8 marka forskoti, 20:12, en Reynismenn náðu að rétta úr kútnum síðasta korterið og minnka muninn í 3 „stykki", 24:21. Leikur Reynisliðsins i þeim 6 leikjum sem lokiðer (allt töp) er á einn veg, ef frá er skilinn einn leikur. Þokkalegur fyrsta korterið, síðan hrun i hálftíma og síð- asta korterið er síðan ágætt. Vandamál sem liðið verður að lagfæra. Markahæstur ÍR í leiknum var Atli Þor- valdsson með 7 mörk, en mörk Reynis skoruðu þess- ir: Daniel 7, Guömundur 5, Kristinn, Páll, Jón Kr. og Viðar 2 hver, og Sig. Óli 1 mark. - pket./val. Framkvæmdir við olíuleiðsluna hafnar Áður Sól Saloon SÓLBAÐSSTOFA Hátelg 13 - Keflavík Vorum að fá sterku perurnar. Opið frá: mánud. - föstud. 7-23 laugardaga .... 10-20 sunnudaga ..13-20 Sími 3680 Eftir Vegfarendur um Sand- gerðisveg hafa veitt athygli jarðraski nokkuð fyrir ofan Mánagrund. Er búið að grafa skurð frá Keflavikur- flugvelli og að Sandgerðis- vegi, en þaðan taka viðstik- ur í gegnum kartöflugarða sem þarna eru og í átt að Helguvík. Er þetta í sam- bandi við framkvæmdir í Helguvík, en olíuleiðslan verður lögð þarna og fyrir stuttu síðan var einmitt birt auglýsing hér í blaðinu þar sem þeir aðilar er þarna stunda kartöflurækt voru beðnir að fjarlægja eignir og áhöld áður en fram- kvæmdir hæfust. Að sögn Sverris Gunn- laugssonar hjá Varnarmála- nefnd, er nú verið að leggja vegarslóða meðfram vænt- anlegri olíuleiðslu, en fram- kvæmdir munu ekki hefjast fyrr en í vor, en innan næstu tveggja ára á fram- kvæmdum við olíuleiðsluna og bygging olíutanka að Ijúka í Helguvik, en það eru Islenskir Aðalverktakar sf. sem sjá um þessar fram- kvæmdir. - epj. Jaröraskiö viö Sandgeröisveg. Húsanes með lægsta tilboðið Tilboð í jarðvinnu og smíði undirstaða undir vatnsgeymi og gerð dælu- TILBOÐ MYNDATAKA og 10 stk. JÓLAKORT VERÐ KR. 995. - MYNDATÖKUR OG STÆKKANIR FYRIR JÓL. A Ljósmyndastofa Suðurnesja ' Hafnargötu 79 - Keflavík - Simi 2930 húss við borholu II fyrir Vatnsveitu Keflavíkur, voru opnuð á skrifstofu bæjar- tæknifræðings 17. okt. sl. Eftirtaldir gerðu tilboð: Hjalti Guðmundsson 1.128.750 Húsagerðin ...... 1.245.750 Húsanes.......... 1.117.425 Hannes Einarsson 1.237.312 Kostnaðaráætl. 1.049.520 Samþykkt var að taka lægsta tilboði, sem er frá Húsanesi. - epj. Drætti frestað Ákveðið hefur verið að fresta drætti í Happdrætti Knattspyrnufélagsins Víðis, Garði, til 22. nóvember n.k. epj. ÚRVALSDEILD: Valur Ingimundar með 40 stig Njarðvíkingar virðast greinilega hafa einhver fastatök á Valsmönnum í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, því á sunnudaginn unnu þeir þá í fimmta skipt- ið af sex síðustu viðureign- um þeirra, en leikurinn fór fram í Seljaskóla, heima- velli Vals. Lokatölurnar urðu 99:97 eftir framlengd- an leik, en staðan í hálfleik var 50:44, Njarðvíkingum í vil. Greinilegt er að Valur Ingimundar er farinn að þekkja inn á körfurnar þarna i Seljaskólanum, því í síðasta leik gegn (R-ingum gekk honum afar erfiðlega að hitta i þær og gerði þá aðeins 12 stig. Nú bætti hann um betur og gerði hvorki fleiri né færri en 40 stig, en næstur honum kom Gunnar Þorvarðar með 20 stig. Njarðvíkingar tróna nú aftur einir á toppi deildar- innar með 10 stig, en næsti leikur þeirra er á heimavelli gegn erkifjendunum, Kefl- víkingum. Verður eflaust mikið fjör í „Ijónagryfjunni" eins og alltaf þegar ná- grannarnir mætast, en leikurinn á morgun hefst kl. 20. - val. Næsta blað kemur út 24. nóvember.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.